Viðskipti innlent

Vonast til að opna fyrir umsóknir vegna niðurfellingar í lok maí

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/ANTON
„Það er verið að bíða eftir því að þetta verði að lögum og það er ekki fyrr en þá sem hægt er að hefja umsóknarferlið,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána.

Ríkisskattstjóri segir að endurskoða þurfi tímasetningu á gildistöku laga um verðtryggingu verðtryggðra húsnæðislána. Það kom fram í umsögn hans til efnahags- og viðskiptanefndar við frumvarp til laga um leiðréttingu lánanna.

Gert var ráð fyrir því að landsmenn, sem frumvarpið nær til, myndu geta sótt um niðurfellingu þann 15. maí.

Umsóknarferlið getur tafist eitthvað að sögn Tryggva en annað verður óbreytt. Ferlinu hafi seinkað þar sem aðgerðin hafi verið tæknilega flóknari en gert var ráð fyrir í upphafi. Nú sé von á því að það opni fyrir umsóknir síðustu vikuna í maí. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×