Ólafur: Eins og við kunnum ekki að spila körfubolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. apríl 2014 21:38 „Við vorum eins og litlar fermingarstelpur á túr,“ sagði sár og svekktur ÓlafurÓlafsson, leikmaður Grindavíkur, í viðtali á Stöð 2 Sport eftir 87-58 tap Íslands- og bikarmeistaranna gegn KR í þriðja leik í lokaúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld. „Við skorum 58 stig. Þetta er ekki boðlegt - ég veit ekki hvað ég á að segja,“ bætti Ólafur við en Grindavík vann annan leikinn á heimavelli sínum í Grindavík. „Við vorum bara heppnir að vinna síðasta leik. Við vorum lélegir í honum líka og erum búnir að vera lélegir alla seríuna. Samt er staðan bara 2-1 og við eigum séns á að fara heim og vinna. Við eigum ekki að bjóða fólki upp á þetta. Við erum alveg úti á þekju. Það er eins og við kunnum ekki að spila körfubolta.“ Ólafur sagði við Vísi eftir síðasta leik að Grindavíkurliðið ætti inni 30 stiga leik frá Bandaríkjamanninum Lewis Clinch en hann hefur ekki sýnt sitt rétta andlit í úrslitarimmunni og gerði það ekki í kvöld. „Hann getur það alveg. Það er bara eins og hann sé hræddur við KR-ingana. Ég meina, við höfum unnið þá tvisvar áður. Af hverju getum við ekki gert það aftur? Við kunnum alveg að spila körfubolta og ef við spilum eins og menn þá vinnum við KR-liðið,“ sagði Ólafur sem ætlar ekki að horfa upp á KR fagna Íslandsmeistaratitlinum í röstinni í næsta leik. „Þeir eru ekkert að koma heim og vinna einhvern titil - það er alveg á hreinu,“ sagði Ólafur Ólafsson. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58 Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Sjá meira
„Við vorum eins og litlar fermingarstelpur á túr,“ sagði sár og svekktur ÓlafurÓlafsson, leikmaður Grindavíkur, í viðtali á Stöð 2 Sport eftir 87-58 tap Íslands- og bikarmeistaranna gegn KR í þriðja leik í lokaúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld. „Við skorum 58 stig. Þetta er ekki boðlegt - ég veit ekki hvað ég á að segja,“ bætti Ólafur við en Grindavík vann annan leikinn á heimavelli sínum í Grindavík. „Við vorum bara heppnir að vinna síðasta leik. Við vorum lélegir í honum líka og erum búnir að vera lélegir alla seríuna. Samt er staðan bara 2-1 og við eigum séns á að fara heim og vinna. Við eigum ekki að bjóða fólki upp á þetta. Við erum alveg úti á þekju. Það er eins og við kunnum ekki að spila körfubolta.“ Ólafur sagði við Vísi eftir síðasta leik að Grindavíkurliðið ætti inni 30 stiga leik frá Bandaríkjamanninum Lewis Clinch en hann hefur ekki sýnt sitt rétta andlit í úrslitarimmunni og gerði það ekki í kvöld. „Hann getur það alveg. Það er bara eins og hann sé hræddur við KR-ingana. Ég meina, við höfum unnið þá tvisvar áður. Af hverju getum við ekki gert það aftur? Við kunnum alveg að spila körfubolta og ef við spilum eins og menn þá vinnum við KR-liðið,“ sagði Ólafur sem ætlar ekki að horfa upp á KR fagna Íslandsmeistaratitlinum í röstinni í næsta leik. „Þeir eru ekkert að koma heim og vinna einhvern titil - það er alveg á hreinu,“ sagði Ólafur Ólafsson. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58 Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58
Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03