Ríkisskattstjóri rannsakar þá sem leigja út í gegnum Airbnb Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. apríl 2014 14:00 Rannsókn er í fullum gangi. „Við erum að skoða allar þessar gisti-síður, sem miðla eignum á Íslandi,“ segir Sigurður Jensson, forstöðumaður eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra. Verið er að rannsaka þá sem hafa leigt út eignir sínar í gegnum vefsíður eins og Airbnb, sem er gjarnan nefnt heimagisting. Skattframtöl þeirra, sem hafa leigt út íbúðir sínar, verða skoðuð og kannað hvort þeir hafi borgað skatt af þeim tekjum sem hlutust af útleigu eigna í gegnum vefsíður og auglýsingar í fjölmiðlum. Málið var til umfjöllunar í Stóru málunum, á Stöð 2 á mánudaginn. „Rannsóknin er í fullum gangi. Við erum byrjuð á því að eiga í samskiptum við fjármálafyrirtæki. Við vinnum þetta í góðu samstarfi við þau. Upplýsingar þaðan verða bornar saman við skattframtöl fólks sem hefur leigt út eignir sínar,“ segir Sigurður. Í desember heimsótti lögreglan 35 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, sem höfðu verið auglýstar í fjölmiðlum og vefsíðum. Sú aðgerð var kölluð „leiðbeinandi eftirlit“ og var þeim sem höfðu auglýst gistirými til leigu bent á að verða sér úti um tilskilin leyfi.Er þörf á breyttri löggjöf í þessum málum? „Það er ekki komin niðurstaða úr þessu. Erum ekki segja það fyrirfram að einhver sé að svíkja undan skatti. Það er einhver orðrómur í gangi. Við þurfum að skoða málin og meta þau. Við þurfum að gera þetta með formlegum hætti. Fyrr er ekki hægt að segja neitt til um þetta,“ svarar Sigurður. Hann segir ennfremur að ekki verði hægt að gera neitt í málinu fyrr en álagning liggur fyrir. „Þetta er í öruggri vinnslu. Þetta gerist ekkert rosalega hratt. Það er ekki raunverulega hægt að skoða þetta fyrr en álagning er búin að eiga sér stað, sem er kannski í júlí. En við erum að safna gögnum þannig að hægt verði að keyra samanburðinn af stað þegar álagning liggur fyrir.Airbnb borgar hótelskatt í Bandaríkjunum Vefsíðan Airbnb, og fleiri henni líkar, hafa valdið usla í Bandaríkjunum. Til að mynda hafa borgaryfirvöld í Los Angeles og New York kannað málið og bent á að leiga á heimilum geti skapað ýmiss vandræði á borð við hávaða og umferð, því íbúðirnar séu í íbúðarhverfum sem séu ekki til þess gerð að taka á móti ferðamönnum. Saksóknarar í New York-borg kanna nú hvort að leiga á íbúðum í gegnum síður eins Airbnb standist skattalög. Forsvarsmenn síðunnar hafa tekið þá að borga hótelskatt í ákveðnum borgum þar í landi. David Hantman, einn af yfirmönnum Airbnb, segir að þrátt fyrir að menn innan fyrirtækisins séu ósammála skattalögum vilji þeir hjálpa viðskiptavinum sínum að fara eftir lögum og reglum. „Viðskiptavinir okkar reka ekki hótel og skattalög um gistirými eiga nánast eingöngu við um hótel,“ bætir hann við. Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
„Við erum að skoða allar þessar gisti-síður, sem miðla eignum á Íslandi,“ segir Sigurður Jensson, forstöðumaður eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra. Verið er að rannsaka þá sem hafa leigt út eignir sínar í gegnum vefsíður eins og Airbnb, sem er gjarnan nefnt heimagisting. Skattframtöl þeirra, sem hafa leigt út íbúðir sínar, verða skoðuð og kannað hvort þeir hafi borgað skatt af þeim tekjum sem hlutust af útleigu eigna í gegnum vefsíður og auglýsingar í fjölmiðlum. Málið var til umfjöllunar í Stóru málunum, á Stöð 2 á mánudaginn. „Rannsóknin er í fullum gangi. Við erum byrjuð á því að eiga í samskiptum við fjármálafyrirtæki. Við vinnum þetta í góðu samstarfi við þau. Upplýsingar þaðan verða bornar saman við skattframtöl fólks sem hefur leigt út eignir sínar,“ segir Sigurður. Í desember heimsótti lögreglan 35 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, sem höfðu verið auglýstar í fjölmiðlum og vefsíðum. Sú aðgerð var kölluð „leiðbeinandi eftirlit“ og var þeim sem höfðu auglýst gistirými til leigu bent á að verða sér úti um tilskilin leyfi.Er þörf á breyttri löggjöf í þessum málum? „Það er ekki komin niðurstaða úr þessu. Erum ekki segja það fyrirfram að einhver sé að svíkja undan skatti. Það er einhver orðrómur í gangi. Við þurfum að skoða málin og meta þau. Við þurfum að gera þetta með formlegum hætti. Fyrr er ekki hægt að segja neitt til um þetta,“ svarar Sigurður. Hann segir ennfremur að ekki verði hægt að gera neitt í málinu fyrr en álagning liggur fyrir. „Þetta er í öruggri vinnslu. Þetta gerist ekkert rosalega hratt. Það er ekki raunverulega hægt að skoða þetta fyrr en álagning er búin að eiga sér stað, sem er kannski í júlí. En við erum að safna gögnum þannig að hægt verði að keyra samanburðinn af stað þegar álagning liggur fyrir.Airbnb borgar hótelskatt í Bandaríkjunum Vefsíðan Airbnb, og fleiri henni líkar, hafa valdið usla í Bandaríkjunum. Til að mynda hafa borgaryfirvöld í Los Angeles og New York kannað málið og bent á að leiga á heimilum geti skapað ýmiss vandræði á borð við hávaða og umferð, því íbúðirnar séu í íbúðarhverfum sem séu ekki til þess gerð að taka á móti ferðamönnum. Saksóknarar í New York-borg kanna nú hvort að leiga á íbúðum í gegnum síður eins Airbnb standist skattalög. Forsvarsmenn síðunnar hafa tekið þá að borga hótelskatt í ákveðnum borgum þar í landi. David Hantman, einn af yfirmönnum Airbnb, segir að þrátt fyrir að menn innan fyrirtækisins séu ósammála skattalögum vilji þeir hjálpa viðskiptavinum sínum að fara eftir lögum og reglum. „Viðskiptavinir okkar reka ekki hótel og skattalög um gistirými eiga nánast eingöngu við um hótel,“ bætir hann við.
Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira