Ríkisskattstjóri rannsakar þá sem leigja út í gegnum Airbnb Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. apríl 2014 14:00 Rannsókn er í fullum gangi. „Við erum að skoða allar þessar gisti-síður, sem miðla eignum á Íslandi,“ segir Sigurður Jensson, forstöðumaður eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra. Verið er að rannsaka þá sem hafa leigt út eignir sínar í gegnum vefsíður eins og Airbnb, sem er gjarnan nefnt heimagisting. Skattframtöl þeirra, sem hafa leigt út íbúðir sínar, verða skoðuð og kannað hvort þeir hafi borgað skatt af þeim tekjum sem hlutust af útleigu eigna í gegnum vefsíður og auglýsingar í fjölmiðlum. Málið var til umfjöllunar í Stóru málunum, á Stöð 2 á mánudaginn. „Rannsóknin er í fullum gangi. Við erum byrjuð á því að eiga í samskiptum við fjármálafyrirtæki. Við vinnum þetta í góðu samstarfi við þau. Upplýsingar þaðan verða bornar saman við skattframtöl fólks sem hefur leigt út eignir sínar,“ segir Sigurður. Í desember heimsótti lögreglan 35 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, sem höfðu verið auglýstar í fjölmiðlum og vefsíðum. Sú aðgerð var kölluð „leiðbeinandi eftirlit“ og var þeim sem höfðu auglýst gistirými til leigu bent á að verða sér úti um tilskilin leyfi.Er þörf á breyttri löggjöf í þessum málum? „Það er ekki komin niðurstaða úr þessu. Erum ekki segja það fyrirfram að einhver sé að svíkja undan skatti. Það er einhver orðrómur í gangi. Við þurfum að skoða málin og meta þau. Við þurfum að gera þetta með formlegum hætti. Fyrr er ekki hægt að segja neitt til um þetta,“ svarar Sigurður. Hann segir ennfremur að ekki verði hægt að gera neitt í málinu fyrr en álagning liggur fyrir. „Þetta er í öruggri vinnslu. Þetta gerist ekkert rosalega hratt. Það er ekki raunverulega hægt að skoða þetta fyrr en álagning er búin að eiga sér stað, sem er kannski í júlí. En við erum að safna gögnum þannig að hægt verði að keyra samanburðinn af stað þegar álagning liggur fyrir.Airbnb borgar hótelskatt í Bandaríkjunum Vefsíðan Airbnb, og fleiri henni líkar, hafa valdið usla í Bandaríkjunum. Til að mynda hafa borgaryfirvöld í Los Angeles og New York kannað málið og bent á að leiga á heimilum geti skapað ýmiss vandræði á borð við hávaða og umferð, því íbúðirnar séu í íbúðarhverfum sem séu ekki til þess gerð að taka á móti ferðamönnum. Saksóknarar í New York-borg kanna nú hvort að leiga á íbúðum í gegnum síður eins Airbnb standist skattalög. Forsvarsmenn síðunnar hafa tekið þá að borga hótelskatt í ákveðnum borgum þar í landi. David Hantman, einn af yfirmönnum Airbnb, segir að þrátt fyrir að menn innan fyrirtækisins séu ósammála skattalögum vilji þeir hjálpa viðskiptavinum sínum að fara eftir lögum og reglum. „Viðskiptavinir okkar reka ekki hótel og skattalög um gistirými eiga nánast eingöngu við um hótel,“ bætir hann við. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
„Við erum að skoða allar þessar gisti-síður, sem miðla eignum á Íslandi,“ segir Sigurður Jensson, forstöðumaður eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra. Verið er að rannsaka þá sem hafa leigt út eignir sínar í gegnum vefsíður eins og Airbnb, sem er gjarnan nefnt heimagisting. Skattframtöl þeirra, sem hafa leigt út íbúðir sínar, verða skoðuð og kannað hvort þeir hafi borgað skatt af þeim tekjum sem hlutust af útleigu eigna í gegnum vefsíður og auglýsingar í fjölmiðlum. Málið var til umfjöllunar í Stóru málunum, á Stöð 2 á mánudaginn. „Rannsóknin er í fullum gangi. Við erum byrjuð á því að eiga í samskiptum við fjármálafyrirtæki. Við vinnum þetta í góðu samstarfi við þau. Upplýsingar þaðan verða bornar saman við skattframtöl fólks sem hefur leigt út eignir sínar,“ segir Sigurður. Í desember heimsótti lögreglan 35 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, sem höfðu verið auglýstar í fjölmiðlum og vefsíðum. Sú aðgerð var kölluð „leiðbeinandi eftirlit“ og var þeim sem höfðu auglýst gistirými til leigu bent á að verða sér úti um tilskilin leyfi.Er þörf á breyttri löggjöf í þessum málum? „Það er ekki komin niðurstaða úr þessu. Erum ekki segja það fyrirfram að einhver sé að svíkja undan skatti. Það er einhver orðrómur í gangi. Við þurfum að skoða málin og meta þau. Við þurfum að gera þetta með formlegum hætti. Fyrr er ekki hægt að segja neitt til um þetta,“ svarar Sigurður. Hann segir ennfremur að ekki verði hægt að gera neitt í málinu fyrr en álagning liggur fyrir. „Þetta er í öruggri vinnslu. Þetta gerist ekkert rosalega hratt. Það er ekki raunverulega hægt að skoða þetta fyrr en álagning er búin að eiga sér stað, sem er kannski í júlí. En við erum að safna gögnum þannig að hægt verði að keyra samanburðinn af stað þegar álagning liggur fyrir.Airbnb borgar hótelskatt í Bandaríkjunum Vefsíðan Airbnb, og fleiri henni líkar, hafa valdið usla í Bandaríkjunum. Til að mynda hafa borgaryfirvöld í Los Angeles og New York kannað málið og bent á að leiga á heimilum geti skapað ýmiss vandræði á borð við hávaða og umferð, því íbúðirnar séu í íbúðarhverfum sem séu ekki til þess gerð að taka á móti ferðamönnum. Saksóknarar í New York-borg kanna nú hvort að leiga á íbúðum í gegnum síður eins Airbnb standist skattalög. Forsvarsmenn síðunnar hafa tekið þá að borga hótelskatt í ákveðnum borgum þar í landi. David Hantman, einn af yfirmönnum Airbnb, segir að þrátt fyrir að menn innan fyrirtækisins séu ósammála skattalögum vilji þeir hjálpa viðskiptavinum sínum að fara eftir lögum og reglum. „Viðskiptavinir okkar reka ekki hótel og skattalög um gistirými eiga nánast eingöngu við um hótel,“ bætir hann við.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira