Ríkisskattstjóri rannsakar þá sem leigja út í gegnum Airbnb Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. apríl 2014 14:00 Rannsókn er í fullum gangi. „Við erum að skoða allar þessar gisti-síður, sem miðla eignum á Íslandi,“ segir Sigurður Jensson, forstöðumaður eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra. Verið er að rannsaka þá sem hafa leigt út eignir sínar í gegnum vefsíður eins og Airbnb, sem er gjarnan nefnt heimagisting. Skattframtöl þeirra, sem hafa leigt út íbúðir sínar, verða skoðuð og kannað hvort þeir hafi borgað skatt af þeim tekjum sem hlutust af útleigu eigna í gegnum vefsíður og auglýsingar í fjölmiðlum. Málið var til umfjöllunar í Stóru málunum, á Stöð 2 á mánudaginn. „Rannsóknin er í fullum gangi. Við erum byrjuð á því að eiga í samskiptum við fjármálafyrirtæki. Við vinnum þetta í góðu samstarfi við þau. Upplýsingar þaðan verða bornar saman við skattframtöl fólks sem hefur leigt út eignir sínar,“ segir Sigurður. Í desember heimsótti lögreglan 35 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, sem höfðu verið auglýstar í fjölmiðlum og vefsíðum. Sú aðgerð var kölluð „leiðbeinandi eftirlit“ og var þeim sem höfðu auglýst gistirými til leigu bent á að verða sér úti um tilskilin leyfi.Er þörf á breyttri löggjöf í þessum málum? „Það er ekki komin niðurstaða úr þessu. Erum ekki segja það fyrirfram að einhver sé að svíkja undan skatti. Það er einhver orðrómur í gangi. Við þurfum að skoða málin og meta þau. Við þurfum að gera þetta með formlegum hætti. Fyrr er ekki hægt að segja neitt til um þetta,“ svarar Sigurður. Hann segir ennfremur að ekki verði hægt að gera neitt í málinu fyrr en álagning liggur fyrir. „Þetta er í öruggri vinnslu. Þetta gerist ekkert rosalega hratt. Það er ekki raunverulega hægt að skoða þetta fyrr en álagning er búin að eiga sér stað, sem er kannski í júlí. En við erum að safna gögnum þannig að hægt verði að keyra samanburðinn af stað þegar álagning liggur fyrir.Airbnb borgar hótelskatt í Bandaríkjunum Vefsíðan Airbnb, og fleiri henni líkar, hafa valdið usla í Bandaríkjunum. Til að mynda hafa borgaryfirvöld í Los Angeles og New York kannað málið og bent á að leiga á heimilum geti skapað ýmiss vandræði á borð við hávaða og umferð, því íbúðirnar séu í íbúðarhverfum sem séu ekki til þess gerð að taka á móti ferðamönnum. Saksóknarar í New York-borg kanna nú hvort að leiga á íbúðum í gegnum síður eins Airbnb standist skattalög. Forsvarsmenn síðunnar hafa tekið þá að borga hótelskatt í ákveðnum borgum þar í landi. David Hantman, einn af yfirmönnum Airbnb, segir að þrátt fyrir að menn innan fyrirtækisins séu ósammála skattalögum vilji þeir hjálpa viðskiptavinum sínum að fara eftir lögum og reglum. „Viðskiptavinir okkar reka ekki hótel og skattalög um gistirými eiga nánast eingöngu við um hótel,“ bætir hann við. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Við erum að skoða allar þessar gisti-síður, sem miðla eignum á Íslandi,“ segir Sigurður Jensson, forstöðumaður eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra. Verið er að rannsaka þá sem hafa leigt út eignir sínar í gegnum vefsíður eins og Airbnb, sem er gjarnan nefnt heimagisting. Skattframtöl þeirra, sem hafa leigt út íbúðir sínar, verða skoðuð og kannað hvort þeir hafi borgað skatt af þeim tekjum sem hlutust af útleigu eigna í gegnum vefsíður og auglýsingar í fjölmiðlum. Málið var til umfjöllunar í Stóru málunum, á Stöð 2 á mánudaginn. „Rannsóknin er í fullum gangi. Við erum byrjuð á því að eiga í samskiptum við fjármálafyrirtæki. Við vinnum þetta í góðu samstarfi við þau. Upplýsingar þaðan verða bornar saman við skattframtöl fólks sem hefur leigt út eignir sínar,“ segir Sigurður. Í desember heimsótti lögreglan 35 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, sem höfðu verið auglýstar í fjölmiðlum og vefsíðum. Sú aðgerð var kölluð „leiðbeinandi eftirlit“ og var þeim sem höfðu auglýst gistirými til leigu bent á að verða sér úti um tilskilin leyfi.Er þörf á breyttri löggjöf í þessum málum? „Það er ekki komin niðurstaða úr þessu. Erum ekki segja það fyrirfram að einhver sé að svíkja undan skatti. Það er einhver orðrómur í gangi. Við þurfum að skoða málin og meta þau. Við þurfum að gera þetta með formlegum hætti. Fyrr er ekki hægt að segja neitt til um þetta,“ svarar Sigurður. Hann segir ennfremur að ekki verði hægt að gera neitt í málinu fyrr en álagning liggur fyrir. „Þetta er í öruggri vinnslu. Þetta gerist ekkert rosalega hratt. Það er ekki raunverulega hægt að skoða þetta fyrr en álagning er búin að eiga sér stað, sem er kannski í júlí. En við erum að safna gögnum þannig að hægt verði að keyra samanburðinn af stað þegar álagning liggur fyrir.Airbnb borgar hótelskatt í Bandaríkjunum Vefsíðan Airbnb, og fleiri henni líkar, hafa valdið usla í Bandaríkjunum. Til að mynda hafa borgaryfirvöld í Los Angeles og New York kannað málið og bent á að leiga á heimilum geti skapað ýmiss vandræði á borð við hávaða og umferð, því íbúðirnar séu í íbúðarhverfum sem séu ekki til þess gerð að taka á móti ferðamönnum. Saksóknarar í New York-borg kanna nú hvort að leiga á íbúðum í gegnum síður eins Airbnb standist skattalög. Forsvarsmenn síðunnar hafa tekið þá að borga hótelskatt í ákveðnum borgum þar í landi. David Hantman, einn af yfirmönnum Airbnb, segir að þrátt fyrir að menn innan fyrirtækisins séu ósammála skattalögum vilji þeir hjálpa viðskiptavinum sínum að fara eftir lögum og reglum. „Viðskiptavinir okkar reka ekki hótel og skattalög um gistirými eiga nánast eingöngu við um hótel,“ bætir hann við.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira