Kostnaður við gerð skýrslunnar 607 milljónir króna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. apríl 2014 16:10 Kostnaður Rannsóknarnefndar Alþingis við gerð skýrslu um fall sparisjóðanna um aðdraganda og orsök erfiðleika og falls sparisjóðanna nam 607 milljónum króna. Þar af 355 milljónir króna í launakostnað og 178 milljónir króna í sérfræðikostnað. Þá hafa fallið til 67 milljónir króna í sameiginlegan kostnað rannsóknarnefnda um Íbúðalánasjóð og sparisjóðanna, en þar er einkum um að ræða kostnað við húsnæði og annan rekstur. Gróflega áætlað liggja 42 ársverk að baki skýrslunni. Kostnaðurinn sem þegar hefur fallið á ríkissjóð vegna falls og rekstrarerfiðleika sparisjóðanna er tæplega 35 milljarðar króna, auk þess sem óljóst er um endurheimtur 215 milljarða króna kröfu ríkissjóðs á hendur þrotabúi Sparisjóðabankans.Skýrslan er ansi umfangsmikil.vísir/gvaSamkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins sem gefin var út í júní 2012 gaf ríkissjóður út skuldabréf fyrir 186,5 milljarða króna vegna hlutafjárframlaga til viðskiptabankanna þriggja. Þegar nefndin tók til starfa voru henni úthlutaðir níu mánuðir til verksins. .„Ljóst var frá upphafi að ekki tækist að leysa verkefnið á svo stuttum tíma. Það krefst sérhæfðrar þekkingar að vinna verkið enda um að ræða fjármálafyrirtæki sem lúta flóknu regluverki,“ segir í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Að verkinu kom fjöldi sérfræðinga með þekkingu á fjármálamarkaði, meðal annars löggiltir endurskoðendur. Þó að nefndinni væri sérstaklega gert að skoða hvernig staðið hefði verið að endurskoðun sparisjóðanna var enginn nefndarmanna endurskoðandi. Nefndarmennirnir þrír stjórnuðu 53 starfsmönnum og verktökum, auk þess sem þeir komu sjálfir beint að vinnslu skýrslunnar á öllum stigum hennar. Tengdar fréttir Hluthafar fengu of mikinn arð í góðærinu - gengið á varasjóð sparisjóða Mikill hagnaður sparisjóðanna leiddi til þess að arðsemi eigin fjár varð mjög mikil sem gerði sparisjóðum kleift að greiða stofnfjáreigendum drjúgan arð. Nokkur dæmi voru um að greiddur væri út umtalsvert meiri arður en lög leyfðu. 10. apríl 2014 14:51 21 mál gæti varðað fangelsisrefsingu Fjármálaeftirlitið og embætti sérstaks saksóknara fá málin til rannsóknar. 10. apríl 2014 14:49 872 milljónir afskrifaðar vegna tíu starfsmanna Heildarútlán til starfsmanna Sparisjóðsins í Keflavík námu rúmum 1,5 milljörðum króna, þar af 1 milljarður í erlendri mynt. Rúmlega 872 milljónir voru afskrifaðar vegna þessara lána. 10. apríl 2014 15:29 Forseti Alþingis fær sparisjóðaskýrsluna Rannsóknarnefnd Alþingis mun kynna skýrsluna klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 13:24 Lánsfé sótt án þess að vita til hvers Lánsfé sparisjóða var margoft sótt á markað áður en búið var að ákveða til hvaða verkefna ætti að lána. Talið var víst að hægt yrði að lána féð út. 10. apríl 2014 14:36 Skýrslan um fall sparisjóðanna kynnt í dag Rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls sparisjóðanna mun kynna skýrslu sína klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 09:40 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Kostnaður Rannsóknarnefndar Alþingis við gerð skýrslu um fall sparisjóðanna um aðdraganda og orsök erfiðleika og falls sparisjóðanna nam 607 milljónum króna. Þar af 355 milljónir króna í launakostnað og 178 milljónir króna í sérfræðikostnað. Þá hafa fallið til 67 milljónir króna í sameiginlegan kostnað rannsóknarnefnda um Íbúðalánasjóð og sparisjóðanna, en þar er einkum um að ræða kostnað við húsnæði og annan rekstur. Gróflega áætlað liggja 42 ársverk að baki skýrslunni. Kostnaðurinn sem þegar hefur fallið á ríkissjóð vegna falls og rekstrarerfiðleika sparisjóðanna er tæplega 35 milljarðar króna, auk þess sem óljóst er um endurheimtur 215 milljarða króna kröfu ríkissjóðs á hendur þrotabúi Sparisjóðabankans.Skýrslan er ansi umfangsmikil.vísir/gvaSamkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins sem gefin var út í júní 2012 gaf ríkissjóður út skuldabréf fyrir 186,5 milljarða króna vegna hlutafjárframlaga til viðskiptabankanna þriggja. Þegar nefndin tók til starfa voru henni úthlutaðir níu mánuðir til verksins. .„Ljóst var frá upphafi að ekki tækist að leysa verkefnið á svo stuttum tíma. Það krefst sérhæfðrar þekkingar að vinna verkið enda um að ræða fjármálafyrirtæki sem lúta flóknu regluverki,“ segir í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Að verkinu kom fjöldi sérfræðinga með þekkingu á fjármálamarkaði, meðal annars löggiltir endurskoðendur. Þó að nefndinni væri sérstaklega gert að skoða hvernig staðið hefði verið að endurskoðun sparisjóðanna var enginn nefndarmanna endurskoðandi. Nefndarmennirnir þrír stjórnuðu 53 starfsmönnum og verktökum, auk þess sem þeir komu sjálfir beint að vinnslu skýrslunnar á öllum stigum hennar.
Tengdar fréttir Hluthafar fengu of mikinn arð í góðærinu - gengið á varasjóð sparisjóða Mikill hagnaður sparisjóðanna leiddi til þess að arðsemi eigin fjár varð mjög mikil sem gerði sparisjóðum kleift að greiða stofnfjáreigendum drjúgan arð. Nokkur dæmi voru um að greiddur væri út umtalsvert meiri arður en lög leyfðu. 10. apríl 2014 14:51 21 mál gæti varðað fangelsisrefsingu Fjármálaeftirlitið og embætti sérstaks saksóknara fá málin til rannsóknar. 10. apríl 2014 14:49 872 milljónir afskrifaðar vegna tíu starfsmanna Heildarútlán til starfsmanna Sparisjóðsins í Keflavík námu rúmum 1,5 milljörðum króna, þar af 1 milljarður í erlendri mynt. Rúmlega 872 milljónir voru afskrifaðar vegna þessara lána. 10. apríl 2014 15:29 Forseti Alþingis fær sparisjóðaskýrsluna Rannsóknarnefnd Alþingis mun kynna skýrsluna klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 13:24 Lánsfé sótt án þess að vita til hvers Lánsfé sparisjóða var margoft sótt á markað áður en búið var að ákveða til hvaða verkefna ætti að lána. Talið var víst að hægt yrði að lána féð út. 10. apríl 2014 14:36 Skýrslan um fall sparisjóðanna kynnt í dag Rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls sparisjóðanna mun kynna skýrslu sína klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 09:40 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Hluthafar fengu of mikinn arð í góðærinu - gengið á varasjóð sparisjóða Mikill hagnaður sparisjóðanna leiddi til þess að arðsemi eigin fjár varð mjög mikil sem gerði sparisjóðum kleift að greiða stofnfjáreigendum drjúgan arð. Nokkur dæmi voru um að greiddur væri út umtalsvert meiri arður en lög leyfðu. 10. apríl 2014 14:51
21 mál gæti varðað fangelsisrefsingu Fjármálaeftirlitið og embætti sérstaks saksóknara fá málin til rannsóknar. 10. apríl 2014 14:49
872 milljónir afskrifaðar vegna tíu starfsmanna Heildarútlán til starfsmanna Sparisjóðsins í Keflavík námu rúmum 1,5 milljörðum króna, þar af 1 milljarður í erlendri mynt. Rúmlega 872 milljónir voru afskrifaðar vegna þessara lána. 10. apríl 2014 15:29
Forseti Alþingis fær sparisjóðaskýrsluna Rannsóknarnefnd Alþingis mun kynna skýrsluna klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 13:24
Lánsfé sótt án þess að vita til hvers Lánsfé sparisjóða var margoft sótt á markað áður en búið var að ákveða til hvaða verkefna ætti að lána. Talið var víst að hægt yrði að lána féð út. 10. apríl 2014 14:36
Skýrslan um fall sparisjóðanna kynnt í dag Rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls sparisjóðanna mun kynna skýrslu sína klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 09:40