Viðskipti innlent

Lánsfé sótt án þess að vita til hvers

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, tók við skýrslunni klukkan 13 í dag.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, tók við skýrslunni klukkan 13 í dag.
Lánsfé sparisjóða var margoft sótt á markað áður en búið var að ákveða til hvaða verkefna ætti að lána. Talið var víst að hægt yrði að lána féð út.

Aðrar stærri fjármálastofnanir hérlendis sem voru í sömu stöðu voru þó vel fjármagnaðar og ríkti mikil samkeppni um arðbær verkefni. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsök erfiðleika og falls sparisjóðanna.

Fram kemur að eftir fall bankanna árið 2008 var sparisjóðum nær ókleift að útvega gjaldeyri til að endurgreiða lán eða skapa nógu mikið traust á bankarekstri á Íslandi til að hægt væri að semja við erlenda lánardrottna. Erlendu lánin reyndust stærri sparisjóðunum þungur baggi í kjölfar fallsins.

Með þverrandi trausti á íslenskum fjármálamarkaði vildu erlendir bankar að íslenskar fjármálastofnanir gerðu upp útistandandi lánasamninga.


Tengdar fréttir

Heildarkostnaður rúmir 33 milljarðar

Í árslok 2012 var stofnfé í eigu ríkisins 1,9 milljarðar króna en á árinu 2013 voru afskrifaðar 213 milljónir króna af stofnfé ríkissjóðs í sparisjóðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×