Fjölnir endurheimti úrvalsdeildarsætið Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2014 21:09 Fjölnismenn fagna sætinu í úrvalsdeildinni fyrir austan í kvöld. Mynd/Austurfrétt.is/Gunnar Gunnarsson Fjölnir komst upp í Dominos-deild karla í körfubolta á ný eftir annan sigur á Hetti, 98-81, í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum í kvöld. Liðin áttust við í úrslitaviðureign umspilsins um síðasta lausa sætið í Dominos-deildinni en Fjölnir vann fyrsta leikinn á heimavelli og einvígið því 2-0. Höttur byrjaði betur í kvöld og var fjórum stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 21-17. Fjölnismenn lögðu grunninn að sigrinum í öðrum leikhluta sem þeir unnu með 20 stiga mun, 33-13, en gestirnir voru yfir í hálfleik, 50-34. Hattarmenn sóttu heldur betur í sig veðrið í síðasta leiklutanum og minnkuðu muninn mest í sex stig, 84-78, en Fjölnismenn héldu út og fögnuðu úrvalsdeildarsæti í leikslok.Daron Lee Sims var stigahæstur Fjölnis með 27 stig og 18 fráköst en Páll Fannar Helgason var einnig öflugur og skoraði 25 stig. Hjá Hetti var Gerard Robinson stigahæstur með 26 stig og 14 fráköst og Andrés Kristleifsson skoraði 18 stig og tók 12 fráköst. Fjölnir fer upp úr 1. deildinni með Tindastóli en þetta eru sömu lið og féllu úr Dominos-deildinni á síðustu leiktíð. Bæði lið endurheimtu sæti sín eftir ársdvöl í næstefstu deild. Myndina af fögnuðu Fjölnismanna hér að ofan tók Gunnar Gunnarsson fyrir austurfrétt.is í kvöld.Höttur-Fjölnir 81-98 (21-17, 13-33, 22-25, 25-23)Höttur: Gerald Robinson 26/14 fráköst, Andrés Kristleifsson 18/8 fráköst, Austin Magnus Bracey 17/4 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 9/9 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 8/4 fráköst/5 stoðsendingar, Viðar Örn Hafsteinsson 3.Fjölnir: Daron Lee Sims 27/18 fráköst, Páll Fannar Helgason 25, Róbert Sigurðsson 15/5 stoðsendingar, Garðar Sveinbjörnsson 12/4 fráköst, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 10, Ólafur Torfason 3/11 fráköst/6 stoðsendingar, Andri Þór Skúlason 3, Davíð Ingi Bustion 3. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Berst við krabbamein Fótbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
Fjölnir komst upp í Dominos-deild karla í körfubolta á ný eftir annan sigur á Hetti, 98-81, í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum í kvöld. Liðin áttust við í úrslitaviðureign umspilsins um síðasta lausa sætið í Dominos-deildinni en Fjölnir vann fyrsta leikinn á heimavelli og einvígið því 2-0. Höttur byrjaði betur í kvöld og var fjórum stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 21-17. Fjölnismenn lögðu grunninn að sigrinum í öðrum leikhluta sem þeir unnu með 20 stiga mun, 33-13, en gestirnir voru yfir í hálfleik, 50-34. Hattarmenn sóttu heldur betur í sig veðrið í síðasta leiklutanum og minnkuðu muninn mest í sex stig, 84-78, en Fjölnismenn héldu út og fögnuðu úrvalsdeildarsæti í leikslok.Daron Lee Sims var stigahæstur Fjölnis með 27 stig og 18 fráköst en Páll Fannar Helgason var einnig öflugur og skoraði 25 stig. Hjá Hetti var Gerard Robinson stigahæstur með 26 stig og 14 fráköst og Andrés Kristleifsson skoraði 18 stig og tók 12 fráköst. Fjölnir fer upp úr 1. deildinni með Tindastóli en þetta eru sömu lið og féllu úr Dominos-deildinni á síðustu leiktíð. Bæði lið endurheimtu sæti sín eftir ársdvöl í næstefstu deild. Myndina af fögnuðu Fjölnismanna hér að ofan tók Gunnar Gunnarsson fyrir austurfrétt.is í kvöld.Höttur-Fjölnir 81-98 (21-17, 13-33, 22-25, 25-23)Höttur: Gerald Robinson 26/14 fráköst, Andrés Kristleifsson 18/8 fráköst, Austin Magnus Bracey 17/4 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 9/9 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 8/4 fráköst/5 stoðsendingar, Viðar Örn Hafsteinsson 3.Fjölnir: Daron Lee Sims 27/18 fráköst, Páll Fannar Helgason 25, Róbert Sigurðsson 15/5 stoðsendingar, Garðar Sveinbjörnsson 12/4 fráköst, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 10, Ólafur Torfason 3/11 fráköst/6 stoðsendingar, Andri Þór Skúlason 3, Davíð Ingi Bustion 3.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Berst við krabbamein Fótbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira