Aserta-málið: Málinu vísað frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2014 13:44 Frá þingfestingu málsins á síðasta ári. Vísir/GVA Gjaldeyrismáli sérstaks saksóknara gegn Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni var vísað frá héraðsdómi í dag. Málinu var vísað frá vegna óskýrleika í ákæru sérstaks saksóknara. Úrskurður var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 13 í dag. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir brot gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál og almennum hegningarlögum með því að hafa í sameiningu, á tímabilinu 25. mars 2009 til 2. nóvember 2009 haft milligöngu um gjaldeyrisviðskipti hér á landi án lögmætrar heimildar eða leyfis frá Seðlabanka Íslands. Um leið var þeim gefið að sök að hafa staðið í ólögmætum gjaldeyrisviðskiptum vegna fjármagnshreyfinga á milli landa með úttektum af reikningum í íslenskum krónum í fjármálafyrirtækjum hér á landi, eins og segir í ákærunni gegn þeim.Markús Máni Michaelsson.„Háttsemi ákærðu fólst í milligöngu um gjaldeyrisviðskipti með íslenskar krónur gegn erlendum gjaldeyri og fjármagnflutningum á íslenskum krónum til Íslands tengdum þeim gjaldeyrisviðskiptum. Ákærðu áttu allir þátt í að skipuleggja og hrinda í framkvæmd þeirri starfsemi og var hún rekin í nafni sænska félagsins Aserta AB sem ákærðu réðu yfir,“ sagði í ákærunni. Í ákærunni kom ennfremur fram að að fjórmenningarnir hefðu látið mótaðila greiða erlendan gjaldeyri inn á gjaldeyrisreikning Aserta hjá Skandinaviska Enskilde Banken í Svíþjóð. Á áðurnefndu tímabili voru þeir sakaðir um að hafa tekiðvið samtals 771 innborgun frá samtals 84 mótaðilum. Útgreiðslur til mótaðilana námu alls 14.345.875.280 krónum á tímabilinu. Kjör gjaldeyrisviðskiptana tóku mið af svonefndu aflandsgengi íslensku krónunnar á hverjum tíma, sem ávallt voru lægri en skráð gengi íslensku krónunnar á opinberum gjaldeyrismarkaði á Íslandi. Meðaltal þess gengismunar var að minnsta kosti 4,3 prósent og heildarágóði ákærðu var samkvæmt því að minnsta kosti rúmar 656 milljónir króna að því er kom fram í ákærunni. Tengdar fréttir Gætu verið dæmdir í allt að tveggja ára fangelsi Fjórmenningarnir sem eru ákærðir fyrir meiriháttar brot gegn lögum um gjaldeyrisviðskipti, geta átt von á allt að tveggja ára fangelsi verði þeir fundnir sekir um að hafa brotið lögin. 2. apríl 2013 15:46 Mættu ekki í fyrirtöku Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson, Markús Máni Michaelsson Maute og Ólafur Sigmundsson mættu ekki á fyrirtöku dómsmáls sérstaks saksóknara gegn þeim í héraðsdómi Reykjaness í morgun. 8. janúar 2014 11:25 Fékk greitt frá félagi sem hann rannsakaði Rannsakandi Fjármálaeftirlitsins fékk greitt fyrir að afla viðskipta fyrir Aserta. Forstöðumaður gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands fær ekki að bera vitni þar sem hann veitti sakborningum ráðgjöf um gjaldeyrisviðskipti. 10. október 2013 07:00 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku Sjá meira
Gjaldeyrismáli sérstaks saksóknara gegn Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni var vísað frá héraðsdómi í dag. Málinu var vísað frá vegna óskýrleika í ákæru sérstaks saksóknara. Úrskurður var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 13 í dag. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir brot gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál og almennum hegningarlögum með því að hafa í sameiningu, á tímabilinu 25. mars 2009 til 2. nóvember 2009 haft milligöngu um gjaldeyrisviðskipti hér á landi án lögmætrar heimildar eða leyfis frá Seðlabanka Íslands. Um leið var þeim gefið að sök að hafa staðið í ólögmætum gjaldeyrisviðskiptum vegna fjármagnshreyfinga á milli landa með úttektum af reikningum í íslenskum krónum í fjármálafyrirtækjum hér á landi, eins og segir í ákærunni gegn þeim.Markús Máni Michaelsson.„Háttsemi ákærðu fólst í milligöngu um gjaldeyrisviðskipti með íslenskar krónur gegn erlendum gjaldeyri og fjármagnflutningum á íslenskum krónum til Íslands tengdum þeim gjaldeyrisviðskiptum. Ákærðu áttu allir þátt í að skipuleggja og hrinda í framkvæmd þeirri starfsemi og var hún rekin í nafni sænska félagsins Aserta AB sem ákærðu réðu yfir,“ sagði í ákærunni. Í ákærunni kom ennfremur fram að að fjórmenningarnir hefðu látið mótaðila greiða erlendan gjaldeyri inn á gjaldeyrisreikning Aserta hjá Skandinaviska Enskilde Banken í Svíþjóð. Á áðurnefndu tímabili voru þeir sakaðir um að hafa tekiðvið samtals 771 innborgun frá samtals 84 mótaðilum. Útgreiðslur til mótaðilana námu alls 14.345.875.280 krónum á tímabilinu. Kjör gjaldeyrisviðskiptana tóku mið af svonefndu aflandsgengi íslensku krónunnar á hverjum tíma, sem ávallt voru lægri en skráð gengi íslensku krónunnar á opinberum gjaldeyrismarkaði á Íslandi. Meðaltal þess gengismunar var að minnsta kosti 4,3 prósent og heildarágóði ákærðu var samkvæmt því að minnsta kosti rúmar 656 milljónir króna að því er kom fram í ákærunni.
Tengdar fréttir Gætu verið dæmdir í allt að tveggja ára fangelsi Fjórmenningarnir sem eru ákærðir fyrir meiriháttar brot gegn lögum um gjaldeyrisviðskipti, geta átt von á allt að tveggja ára fangelsi verði þeir fundnir sekir um að hafa brotið lögin. 2. apríl 2013 15:46 Mættu ekki í fyrirtöku Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson, Markús Máni Michaelsson Maute og Ólafur Sigmundsson mættu ekki á fyrirtöku dómsmáls sérstaks saksóknara gegn þeim í héraðsdómi Reykjaness í morgun. 8. janúar 2014 11:25 Fékk greitt frá félagi sem hann rannsakaði Rannsakandi Fjármálaeftirlitsins fékk greitt fyrir að afla viðskipta fyrir Aserta. Forstöðumaður gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands fær ekki að bera vitni þar sem hann veitti sakborningum ráðgjöf um gjaldeyrisviðskipti. 10. október 2013 07:00 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku Sjá meira
Gætu verið dæmdir í allt að tveggja ára fangelsi Fjórmenningarnir sem eru ákærðir fyrir meiriháttar brot gegn lögum um gjaldeyrisviðskipti, geta átt von á allt að tveggja ára fangelsi verði þeir fundnir sekir um að hafa brotið lögin. 2. apríl 2013 15:46
Mættu ekki í fyrirtöku Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson, Markús Máni Michaelsson Maute og Ólafur Sigmundsson mættu ekki á fyrirtöku dómsmáls sérstaks saksóknara gegn þeim í héraðsdómi Reykjaness í morgun. 8. janúar 2014 11:25
Fékk greitt frá félagi sem hann rannsakaði Rannsakandi Fjármálaeftirlitsins fékk greitt fyrir að afla viðskipta fyrir Aserta. Forstöðumaður gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands fær ekki að bera vitni þar sem hann veitti sakborningum ráðgjöf um gjaldeyrisviðskipti. 10. október 2013 07:00