NBA: Ekkert lát á sigurgöngum Spurs og Clippers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2014 07:15 Blake Griffin og Chris Paul. Vísir/AP Los Angeles Clippers og San Antonio Spurs héldu sigurgöngum sínum áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Miami Heat vann Houston þökk sé skotsýningu Ray Allen í lokin, Dallas vann Durant og félagar í OKC og Anthony Davis var með 40/20 leik í sigri Pelíkananna.Blake Griffin var með 21 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann 102-80 sigur á Cleveland Cavaliers en þetta var ellefti sigurleikur Clippers-liðsins í röð. Chris Paul gaf 15 stoðsendingar og skoraði 11 af 16 stgium sínum á síðustu sex mínútunum. Clippers-liðið hefur ekki tapað síðan 21. febrúar og jafnaði með þessu metið yfir lengstu sigurgöngu tímabilsins en bæði San Antonio Spurs og Portland Trailblazers tókst að vinna ellefu leiki í röð fyrr á þessu tímabili.Manu Ginobili skoraði 21 stig þegar San Antonio Spurs vann sinn tíunda leik í röð og varð ennfremur fyrsta liðið til þess að vinna 50 leiki á tímabilinu. Spurs vann 122-104 sigur á Utah Jazz en liðið hitti úr 62,8 prósent skota sinna í leiknum. Tony Parker var með 18 stig og Tim Duncan skoraði 16 stig.Ray Allen skoraði 14 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Miami Heat vann 113-104 heimasigur á Houston Rockets. LeBron James og Dwyane Wade voru báðir með 24 stig í leiknum en þetta var aðeins annar sigur Miami-liðsins í síðustu sjö leikjum. James Harden skoraði 30 stig fyrir Houston og Dwight Howard var með 21 stig og 14 fráköst í þriðja tapi Houston í röð.Anthony Davis var með 40 stig og 21 frákast þegar New Orleans Pelicans vann 121-120 sigur á Boston Celtics eftir framlengdan leik en þetta voru tvö persónuleg met hjá Davis sem er kominn í hóp bestu kraftframherja deildarinnar. Jeff Green skoraði 39 stig fyrir Boston en það dugði ekki til og liðið tapaði fjórða leik sínum í röð.Stephen Curry var með 28 af 37 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Golden State Warriors vann 113-112 sigur á Portland Trailblazers. Klay Thompson skoraði 27 stig og þar á meðal sigurkörfuna 11,1 sekúndum fyrir leikslok. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Golden State sem er einum og hálfum leik á eftir Portland í baráttunnum um fimmta sætið í Vesturdeildinni.Dallas Mavericks var búið að tapa sjö deildarleikjum í röð á móti Oklahoma City Thunder þegar liðið vann 109-86 sigur í leik liðanna í Oklahoma City í nótt. Shawn Marion skoraði 19 stig fyrir Dallas og Vince Carter var með 18 stig. Kevin Durant skoraði 30 stig og fór yfir 25 stig í 26. leiknum í röð en því hafði enginn náð síðan að Michael Jordan tókst það í 40 leikjum í röð tímabilið 1986 til 1987.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Milwaukee Bucks - Charlotte Bobcats 92-101 Toronto Raptors - Phoenix Suns 113-121 Miami Heat - Houston Rockets 113-104 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 121-120 (framlengt) Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 104-102 Oklahoma City Thunder - Dallas Mavericks 86-109 San Antonio Spurs - Utah Jazz 122-104 Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 112-113 Los Angeles Clippers - Cleveland Cavaliers 102-80Staðan í NBA-deildinni: NBA Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Los Angeles Clippers og San Antonio Spurs héldu sigurgöngum sínum áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Miami Heat vann Houston þökk sé skotsýningu Ray Allen í lokin, Dallas vann Durant og félagar í OKC og Anthony Davis var með 40/20 leik í sigri Pelíkananna.Blake Griffin var með 21 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann 102-80 sigur á Cleveland Cavaliers en þetta var ellefti sigurleikur Clippers-liðsins í röð. Chris Paul gaf 15 stoðsendingar og skoraði 11 af 16 stgium sínum á síðustu sex mínútunum. Clippers-liðið hefur ekki tapað síðan 21. febrúar og jafnaði með þessu metið yfir lengstu sigurgöngu tímabilsins en bæði San Antonio Spurs og Portland Trailblazers tókst að vinna ellefu leiki í röð fyrr á þessu tímabili.Manu Ginobili skoraði 21 stig þegar San Antonio Spurs vann sinn tíunda leik í röð og varð ennfremur fyrsta liðið til þess að vinna 50 leiki á tímabilinu. Spurs vann 122-104 sigur á Utah Jazz en liðið hitti úr 62,8 prósent skota sinna í leiknum. Tony Parker var með 18 stig og Tim Duncan skoraði 16 stig.Ray Allen skoraði 14 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Miami Heat vann 113-104 heimasigur á Houston Rockets. LeBron James og Dwyane Wade voru báðir með 24 stig í leiknum en þetta var aðeins annar sigur Miami-liðsins í síðustu sjö leikjum. James Harden skoraði 30 stig fyrir Houston og Dwight Howard var með 21 stig og 14 fráköst í þriðja tapi Houston í röð.Anthony Davis var með 40 stig og 21 frákast þegar New Orleans Pelicans vann 121-120 sigur á Boston Celtics eftir framlengdan leik en þetta voru tvö persónuleg met hjá Davis sem er kominn í hóp bestu kraftframherja deildarinnar. Jeff Green skoraði 39 stig fyrir Boston en það dugði ekki til og liðið tapaði fjórða leik sínum í röð.Stephen Curry var með 28 af 37 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Golden State Warriors vann 113-112 sigur á Portland Trailblazers. Klay Thompson skoraði 27 stig og þar á meðal sigurkörfuna 11,1 sekúndum fyrir leikslok. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Golden State sem er einum og hálfum leik á eftir Portland í baráttunnum um fimmta sætið í Vesturdeildinni.Dallas Mavericks var búið að tapa sjö deildarleikjum í röð á móti Oklahoma City Thunder þegar liðið vann 109-86 sigur í leik liðanna í Oklahoma City í nótt. Shawn Marion skoraði 19 stig fyrir Dallas og Vince Carter var með 18 stig. Kevin Durant skoraði 30 stig og fór yfir 25 stig í 26. leiknum í röð en því hafði enginn náð síðan að Michael Jordan tókst það í 40 leikjum í röð tímabilið 1986 til 1987.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Milwaukee Bucks - Charlotte Bobcats 92-101 Toronto Raptors - Phoenix Suns 113-121 Miami Heat - Houston Rockets 113-104 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 121-120 (framlengt) Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 104-102 Oklahoma City Thunder - Dallas Mavericks 86-109 San Antonio Spurs - Utah Jazz 122-104 Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 112-113 Los Angeles Clippers - Cleveland Cavaliers 102-80Staðan í NBA-deildinni:
NBA Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira