Viðskipti innlent

"Við erum flokkur sem er andvígur aðild“

Baldvin Þormóðsson skrifar
Við erum flokkur sem er andvígur aðild, við fórum í þá vinnu að láta vinna þessa skýrslu til að sjá hver staðan er.“ segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þetta segir hann í viðtalsþættinum Mín skoðun. 

„Niðurstaðan er sú að það ríkir mikil óvissa um þróun þess. Er það að þróast í sambandsríki? Ætlar Bretland að skilja sig út? Inn í hvað erum við að ganga?“ segir Frosti.

Umræðuefni þáttarins er þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, um að draga skuli aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka.

Síðan kemur það í ljós þegar menn fara að lesa skýrsluna, að það er ofboðsleg stutt komið þetta samningaferli. Það sem átti að takast á tveimur árum er ekki enn búið, á fjórum árum, að loka nema 11 af þeim 33 köflum sem eru til skoðunar.

Ingi Gunnar Jóhannsson, 55 ára útgefandi og tónlistarmaður, spyr Frosta hvort hann sé með samviskubit.

„Nagar ekki samviskubitið þig stundum, yfir því að segja ósatt? Hvað er það í raun og veru sem fær þig til þess telja sjálfum þér trú um að þú hafir einhvern rétt til þess að ljúga blákalt framan í þjóðina?

Mín afstaða er öllum ljós, og ég hef ekki sótt nein atkvæði á þeim grunni að ég sé evrópusinni. segir Frosti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×