Viðskipti innlent

Eiginmaður ráðherra kallar Landsbankann skítabúllu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/GVA/Anton
Sigurður E. Vilhelmsson er ósáttur yfir 28,8 milljarða króna hagnaði sem Landsbankinn skilaði á liðnu ári.

Sigurður, sem er eiginmaður Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, lætur reiði sína í ljós á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segir hálft annað ár vera liðið síðan fyrrum félags- og tryggingamálaráðherra, Árni Páll Árnason, neyddi sig til að borga þeim hærri fjárhæð en hann vissulega skuldaði.

„Nú eru 18 mánuðir síðan ég fór fram á að þessi skítabúlla endurreiknaði ólöglega lánið mitt og endurgreiddi mér þá peninga sem Árni Páll neyddi mig til að borga þeim til viðbótar því sem ég sannanlega skuldaði þeim. Enn bólar ekkert á niðurstöðum og ég fæ ekkert annað en eilífar afsakanir. Slíkt hefur að vísu aldrei dugað mér þegar ég hef skuldað þeim pening.“

Landsbankinn tilkynnti um 28,8 milljarða króna hagnað á síðasta ári í tilkynningu til fjölmiðla í kvöld. Um 13 prósenta aukningu í hagnaði er að ræða á milli ára. Er hækkunin sögð einkum skýrast af hærri þjónustutekjum, virðisbreytingum lána og hlutabréf auk lækkunar á kostnaði.

Sigurður ræður fólki frá viðskiptum við Landsbankann.

„Það er nokkuð ljóst að þegar ég loksins fæ þá peninga sem ég á inni hjá þeim, með góðu eða illu, er aldarfjórðungs viðskiptum mínum við Landsbankann lokið. Ég mun aldrei mæla með að nokkur hefji viðskipti við bankann og jafnframt hvetja alla sem ég þekki að til að gera slíkt hið sama.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×