Sér fyrir endann á kreppunni Jón Júlíus Karlsson skrifar 5. mars 2014 20:00 Hagnaður Landsbankans á árinu 2013 nam tæpum 29 milljörðum króna. Bankastjóri Landsbankans segir að nú sé farið að sá fyrir endann á fjármálakreppunni á Íslandi. Hann óttast þó mikla skattbyrði íslenskra fjármálafyrirtækja. Það gekk vel hjá íslensku bönkunum á síðasta ári. Heildarhagnaður stóru bankanna þriggja nam tæpum 65 milljörðum króna. Landsbankinn skilar mestum hagnaði og er eini bankinn þar sem hagnaður eykst á milli ára. Ríkissjóður nýtur góðs af góðum rekstri Landsbankans og mun fá 20 milljarða króna í arð vegna reksturs ársins 2013. „Bæði eru tekjur að aukast og gjöld að lækka,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Hagnaður Landsbankans er 3,3 milljörðum meiri en á síðasta ári og skýrist það einkum af lækkun rekstrarkostnaðar. Útibú Landsbankans voru 50 talsins eftir sameiningu við Sparisjóðinn í Keflavík 2011. Starfsfólki bankans hefur fækkað á síðustu árum og útibú eru 34 í dag. „Það er búið að gera mikið. Við höfum hagrætt í höfuðstöðvum, fækkað útibúum og yfir línuna erum við að reyna að starfa með skilvirkari hætti,“ segir Steinþór.Greiddi 12 milljarða í skatt Landsbankinn greiddi 12,3 milljarða í skatta á síðasta ári og jókst skattheimtan um tæp 200% á milli ára. Steinþór telur að fjármálafyrirtæki geti ekki staðið undir svo mikilli skattbyrði til lengri tíma. „Það er skiljanlegt að það sé verið að skattleggja bankana á þessum tímapunkti. Við urðum fyrir gríðarlegum kostnað í þessu landi vegna hrunsins og ríkissjóður þurfti að taka á sig miklar byrgðir,“ segir Steinþór. „Þó hagnaðurinn sé góður núna þá verðum við til lengri tíma litið að huga að því að við séum ekki með of mikla skatta.“ Landsbankinn hefur greitt um 120 milljarða upp í skuld sína við gamla Landsbankann á síðustu tveimur árum. Steinþór segir að það muni taka mörg ár að greiða upp þá skuld sem stendur í tæpum 240 milljörðum í dag. Öllu bjartara sé hins hins vegar yfir íslenska fjármálamarkaðnum.Er kreppan búin? „Kreppan er sem betur fer að verða búin en erum þó ekki alveg komin út úr henni. Ríkissjóður er með miklar skuldir og mikil vaxtagjöld. Mörg heimili og fyrirtæki eru ekki enn búin að ná fótum sínum að nýju en vonandi klárum við þetta á þessu ári,“ sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Hagnaður Landsbankans á árinu 2013 nam tæpum 29 milljörðum króna. Bankastjóri Landsbankans segir að nú sé farið að sá fyrir endann á fjármálakreppunni á Íslandi. Hann óttast þó mikla skattbyrði íslenskra fjármálafyrirtækja. Það gekk vel hjá íslensku bönkunum á síðasta ári. Heildarhagnaður stóru bankanna þriggja nam tæpum 65 milljörðum króna. Landsbankinn skilar mestum hagnaði og er eini bankinn þar sem hagnaður eykst á milli ára. Ríkissjóður nýtur góðs af góðum rekstri Landsbankans og mun fá 20 milljarða króna í arð vegna reksturs ársins 2013. „Bæði eru tekjur að aukast og gjöld að lækka,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Hagnaður Landsbankans er 3,3 milljörðum meiri en á síðasta ári og skýrist það einkum af lækkun rekstrarkostnaðar. Útibú Landsbankans voru 50 talsins eftir sameiningu við Sparisjóðinn í Keflavík 2011. Starfsfólki bankans hefur fækkað á síðustu árum og útibú eru 34 í dag. „Það er búið að gera mikið. Við höfum hagrætt í höfuðstöðvum, fækkað útibúum og yfir línuna erum við að reyna að starfa með skilvirkari hætti,“ segir Steinþór.Greiddi 12 milljarða í skatt Landsbankinn greiddi 12,3 milljarða í skatta á síðasta ári og jókst skattheimtan um tæp 200% á milli ára. Steinþór telur að fjármálafyrirtæki geti ekki staðið undir svo mikilli skattbyrði til lengri tíma. „Það er skiljanlegt að það sé verið að skattleggja bankana á þessum tímapunkti. Við urðum fyrir gríðarlegum kostnað í þessu landi vegna hrunsins og ríkissjóður þurfti að taka á sig miklar byrgðir,“ segir Steinþór. „Þó hagnaðurinn sé góður núna þá verðum við til lengri tíma litið að huga að því að við séum ekki með of mikla skatta.“ Landsbankinn hefur greitt um 120 milljarða upp í skuld sína við gamla Landsbankann á síðustu tveimur árum. Steinþór segir að það muni taka mörg ár að greiða upp þá skuld sem stendur í tæpum 240 milljörðum í dag. Öllu bjartara sé hins hins vegar yfir íslenska fjármálamarkaðnum.Er kreppan búin? „Kreppan er sem betur fer að verða búin en erum þó ekki alveg komin út úr henni. Ríkissjóður er með miklar skuldir og mikil vaxtagjöld. Mörg heimili og fyrirtæki eru ekki enn búin að ná fótum sínum að nýju en vonandi klárum við þetta á þessu ári,“ sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira