Viðskipti erlent

Höfundur Bitcoin fundinn

Karl Ólafur skrifar
Rafeyririnn Bitcoin hefur verið vinsæll meðal netverja og sérlega þó áhættufjárfesta.
Rafeyririnn Bitcoin hefur verið vinsæll meðal netverja og sérlega þó áhættufjárfesta. Mynd/AFP
Fréttamaður bandaríska vikublaðisins Newsweek hefur í tvo mánuði reynt að hafa uppi á hinum eftirsótta frumkvöðli rafeyrisins Bitcoin, og kann nú loks að hafa fundið hann.

Maðurinn hefur hingað til aðeins verið þekktur undir nafninu Satoshi Nakamoto, en eftir að hann birti sína fyrstu grein um rafeyrinn árið 2008 hefur sú ályktun verið dregin að nafnið sé dulnefni.

Newsweek fullyrðir að rétt nafn mannsins sé í raun Satoshi Nakamoto, eða öllu heldur Dorian S. Nakamoto, 64 ára gamall bandaríkjamaður af japönskum uppruna.

Nakamoto staðfestir í raun ekki að hann sé hinn eftirsótti hugmyndasmiður Bitcoin, en í viðtali Newsweek um málið segir hann: Ég hef engin afskipti af því lengur og get ekki rætt það. Umsjón þess hefur verið falin til annarra. Þau hafa yfirráð yfir því núna. Ég hef engin tengsl lengur.

Fjölskyldan ekki hissa

Aðspurð talar dóttir Nakamoto um að það kæmi sér ekki á óvart að faðir sinn sé höfundur rafeyrisins. Bróðir Nakamoto talar um hann sem bráðgáfaðan tölvunar- og stærðfræðing.

Umfjöllun Newsweek minnist einnig á að frjálshyggjuskoðanir Nakamoto séu í samræmi við eiginleika Bitcoin, en sérstaða rafeyrisins byggir á því að ríkisstjórnir geta ómögulega haft áhrif á fjármagn í umferð né tekið skatt af viðskiptum með rafeyrinn.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×