Fjölbreytt tækifæri fyrir konur í sjávarútvegi Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2014 15:35 Um hundrað konur mættu á fundinn. Aðsend mynd Félagið Konur í sjávarútvegi hélt sinn fyrsta kynningarfund í síðustu viku í húsakynnum Íslandsbanka, sem er aðalbakhjarl félagsins. Í tilkynningu frá félaginu segir að mæting hafi verið framar vonum en á fundinum mættu um hundrað konur. „Tilgangur félagsins er að styrkja og efla konur sem starfa í sjávarútvegi ásamt því að gera þær sýnilegri innan iðnaðarins sem utan. Jákvæðni, samstaða og hjálpsemi eru meðal markmiða félagsins. Félagið hyggst ná markmiðum sínum með því að búa til öflugt tengslanet, virkja fleiri konur og skoða meðal annars menntamál kvenna í sjávarútvegi,“ segir í tilkynningunni. “Við vitum nú þegar af fjölmörgum öflugum konum sem starfa í sjávarútvegi og við ætlum okkur að styrkja þennan hóp en jafnframt laða fleiri konur til greinarinnar,” sagði Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustuskrifstofu Marel á Íslandi og talsmaður félagsins. Í tilkynningunni segir að í sjávarútvegi séu fjölbreytt tækifæri fyrir konur, hvort sem það er í framleiðslu, hugbúnaðargerð, veiðum,markaðstarfi, vísindum eða hvers kyns nýsköpum. „Framtíðin er því björt og tækifærin öll okkar. Við viljum því ná til sem flestra kvenna sem starfa í sjávarútvegi og tengdum greinum auk þeirra sem ætla að gera þetta að framtíðarvettvangi sínum ,“ sagði Berta. Á fundinum var fagráð félagsins kynnt en því er ætlað að vera stjórn félagsins innan handar og veita ráðgjöf við einstök verkefni. Einnig mun ráðið leiðbeina með stefnumótandi áherslur með það að leiðarljósi að efla ímynd og orðspor félagsins. Fagráð Kvenna í sjávarútvegi skipa Sigurður Ingi Jóhannsson, Birna Einarsdóttir, Hildur Árnadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Árella Eydís Guðmundsdóttir.Fagráð Kvenna í sjávarútvegi.Aðsend mynd Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Félagið Konur í sjávarútvegi hélt sinn fyrsta kynningarfund í síðustu viku í húsakynnum Íslandsbanka, sem er aðalbakhjarl félagsins. Í tilkynningu frá félaginu segir að mæting hafi verið framar vonum en á fundinum mættu um hundrað konur. „Tilgangur félagsins er að styrkja og efla konur sem starfa í sjávarútvegi ásamt því að gera þær sýnilegri innan iðnaðarins sem utan. Jákvæðni, samstaða og hjálpsemi eru meðal markmiða félagsins. Félagið hyggst ná markmiðum sínum með því að búa til öflugt tengslanet, virkja fleiri konur og skoða meðal annars menntamál kvenna í sjávarútvegi,“ segir í tilkynningunni. “Við vitum nú þegar af fjölmörgum öflugum konum sem starfa í sjávarútvegi og við ætlum okkur að styrkja þennan hóp en jafnframt laða fleiri konur til greinarinnar,” sagði Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustuskrifstofu Marel á Íslandi og talsmaður félagsins. Í tilkynningunni segir að í sjávarútvegi séu fjölbreytt tækifæri fyrir konur, hvort sem það er í framleiðslu, hugbúnaðargerð, veiðum,markaðstarfi, vísindum eða hvers kyns nýsköpum. „Framtíðin er því björt og tækifærin öll okkar. Við viljum því ná til sem flestra kvenna sem starfa í sjávarútvegi og tengdum greinum auk þeirra sem ætla að gera þetta að framtíðarvettvangi sínum ,“ sagði Berta. Á fundinum var fagráð félagsins kynnt en því er ætlað að vera stjórn félagsins innan handar og veita ráðgjöf við einstök verkefni. Einnig mun ráðið leiðbeina með stefnumótandi áherslur með það að leiðarljósi að efla ímynd og orðspor félagsins. Fagráð Kvenna í sjávarútvegi skipa Sigurður Ingi Jóhannsson, Birna Einarsdóttir, Hildur Árnadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Árella Eydís Guðmundsdóttir.Fagráð Kvenna í sjávarútvegi.Aðsend mynd
Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent