Segja samræmingarstjóra ekki horfa til samkeppnissjónarmiða Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. febrúar 2014 12:39 Samkeppniseftirlitið tekur undir sjónarmið WOW Air í ákvörðun sinni. Vísir/Valgarður/Anton Samkeppniseftirlitið vísar á bug ummælum Franks Holton, samræmingarstjóra Keflavíkurflugvallar, Kastrupflugvallar og Vágarflugvallar í Færeyjum sem hann lét falla í umfjöllun Vísis um úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli þann 8. febrúar. Þar segir Holton m.a. að WOW air hafi aldrei leitað til sín með kvörtunina áður en innlend samkeppnisyfirvöld voru fengin í málið og að Íslendingar séu búnir að framselja allt úthlutunarvald til alþjóðlegs samræmingarstjóra. Í fréttatilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu er þessum útskýringum hafnað og vísað til ákvörðunar nr. 25/2013 þar sem kemur fram að ítrekað hafi verið leitað sjónarmiða Franks Holton við meðferð málsins og að þeim hafi verið komið á framfæri. Samkeppniseftirlitið átti til að mynda fund með samræmingarstjóranum og að sú gagnaöflun hafi komið til viðbótar samskiptum við Isavia. Í niðurstöðum Samkeppniseftirlitsins kemur fram að núverandi fyrirkomulag úthlutunar á afgreiðslutímum á vellinum valdi því að erfitt er fyrir nýja aðila að byggja upp leiðakerfi í áætlunarflugi milli Íslands, Evrópu og Norður-Ameríku og að Frank Holton hafi ekki horft til samkeppnissjónarmiða við síðustu úthlutun. Í ákvörðuninni er rakið að Icelandair er og hefur verið veittur forgangur að ákjósanlegustu afgreiðslutímunum á flugvellinum á morgnana og síðdegis og keppinautar Icelandair eigi ekki möguleika á að keppa við félagið í Ameríkuflugi á eðlilegum samkeppnisgrundvelli. Í ákvörðuninni er rakið að í reglum um úthlutun afgreiðslutíma á Evrópska efnahagssvæðinu er að finna fyrirvara sem veitir innlendum samkeppnisyfirvöldum heimild til að krefjast breytinga á úthlutun afgreiðslutíma á grundvelli samkeppnislaga sem stangast á við ummæli Holtons. Með hliðsjón af þessum fyrirvara og ákvæðum samkeppnislaga mælti Samkeppniseftirlitið fyrir um úthlutun á afgreiðslutímum til WOW Air á álagstímum til að stuðla að því að samkeppni kæmist á í Ameríkuflugi. Tengdar fréttir Wow air ekki til Norður-Ameríku Flugfélagið Wow air hefur frestað Norður-Ameríkuflugi sínu sem átti að hefjast í maí 2014 fram á næsta sumar. Einnig verður hætt við flug til Stokkhólms. 5. febrúar 2014 08:00 Harma að Wow air sjái sér ekki fært að efna til samkeppni Isavia sendir frá sér yfirlýsingu vegna málefna Wow air. 5. febrúar 2014 13:59 Segir WOW Air geta sjálfum sér um kennt Samræmingastjóri Keflavíkurflugvallar sakar WOW Air um ósveigjanleika og segir þá sjálfa hafa komið sér í þá stöðu að þurfa að aflýsa flugum til Bandaríkjanna. 8. febrúar 2014 13:48 „Almennt séð hafa farþegar sýnt skilning á málinu“ WOW air verður að hætta við flug til Stokkhólms. Fyrirtækið verður að fylgja reglum Flugmálastjórnar varðandi breytingar á flugáætlunum. 6. febrúar 2014 17:27 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Samkeppniseftirlitið vísar á bug ummælum Franks Holton, samræmingarstjóra Keflavíkurflugvallar, Kastrupflugvallar og Vágarflugvallar í Færeyjum sem hann lét falla í umfjöllun Vísis um úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli þann 8. febrúar. Þar segir Holton m.a. að WOW air hafi aldrei leitað til sín með kvörtunina áður en innlend samkeppnisyfirvöld voru fengin í málið og að Íslendingar séu búnir að framselja allt úthlutunarvald til alþjóðlegs samræmingarstjóra. Í fréttatilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu er þessum útskýringum hafnað og vísað til ákvörðunar nr. 25/2013 þar sem kemur fram að ítrekað hafi verið leitað sjónarmiða Franks Holton við meðferð málsins og að þeim hafi verið komið á framfæri. Samkeppniseftirlitið átti til að mynda fund með samræmingarstjóranum og að sú gagnaöflun hafi komið til viðbótar samskiptum við Isavia. Í niðurstöðum Samkeppniseftirlitsins kemur fram að núverandi fyrirkomulag úthlutunar á afgreiðslutímum á vellinum valdi því að erfitt er fyrir nýja aðila að byggja upp leiðakerfi í áætlunarflugi milli Íslands, Evrópu og Norður-Ameríku og að Frank Holton hafi ekki horft til samkeppnissjónarmiða við síðustu úthlutun. Í ákvörðuninni er rakið að Icelandair er og hefur verið veittur forgangur að ákjósanlegustu afgreiðslutímunum á flugvellinum á morgnana og síðdegis og keppinautar Icelandair eigi ekki möguleika á að keppa við félagið í Ameríkuflugi á eðlilegum samkeppnisgrundvelli. Í ákvörðuninni er rakið að í reglum um úthlutun afgreiðslutíma á Evrópska efnahagssvæðinu er að finna fyrirvara sem veitir innlendum samkeppnisyfirvöldum heimild til að krefjast breytinga á úthlutun afgreiðslutíma á grundvelli samkeppnislaga sem stangast á við ummæli Holtons. Með hliðsjón af þessum fyrirvara og ákvæðum samkeppnislaga mælti Samkeppniseftirlitið fyrir um úthlutun á afgreiðslutímum til WOW Air á álagstímum til að stuðla að því að samkeppni kæmist á í Ameríkuflugi.
Tengdar fréttir Wow air ekki til Norður-Ameríku Flugfélagið Wow air hefur frestað Norður-Ameríkuflugi sínu sem átti að hefjast í maí 2014 fram á næsta sumar. Einnig verður hætt við flug til Stokkhólms. 5. febrúar 2014 08:00 Harma að Wow air sjái sér ekki fært að efna til samkeppni Isavia sendir frá sér yfirlýsingu vegna málefna Wow air. 5. febrúar 2014 13:59 Segir WOW Air geta sjálfum sér um kennt Samræmingastjóri Keflavíkurflugvallar sakar WOW Air um ósveigjanleika og segir þá sjálfa hafa komið sér í þá stöðu að þurfa að aflýsa flugum til Bandaríkjanna. 8. febrúar 2014 13:48 „Almennt séð hafa farþegar sýnt skilning á málinu“ WOW air verður að hætta við flug til Stokkhólms. Fyrirtækið verður að fylgja reglum Flugmálastjórnar varðandi breytingar á flugáætlunum. 6. febrúar 2014 17:27 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Wow air ekki til Norður-Ameríku Flugfélagið Wow air hefur frestað Norður-Ameríkuflugi sínu sem átti að hefjast í maí 2014 fram á næsta sumar. Einnig verður hætt við flug til Stokkhólms. 5. febrúar 2014 08:00
Harma að Wow air sjái sér ekki fært að efna til samkeppni Isavia sendir frá sér yfirlýsingu vegna málefna Wow air. 5. febrúar 2014 13:59
Segir WOW Air geta sjálfum sér um kennt Samræmingastjóri Keflavíkurflugvallar sakar WOW Air um ósveigjanleika og segir þá sjálfa hafa komið sér í þá stöðu að þurfa að aflýsa flugum til Bandaríkjanna. 8. febrúar 2014 13:48
„Almennt séð hafa farþegar sýnt skilning á málinu“ WOW air verður að hætta við flug til Stokkhólms. Fyrirtækið verður að fylgja reglum Flugmálastjórnar varðandi breytingar á flugáætlunum. 6. febrúar 2014 17:27