Viðskipti innlent

Blendin viðbrögð við ræðu Sigmundar Davíðs

Jakob Bjarnar skrifar
Hreggviður Jónsson hlustar forviða á forsætisráðherra á Viðskiptaþingi í gær.
Hreggviður Jónsson hlustar forviða á forsætisráðherra á Viðskiptaþingi í gær. visir/pjetur
Ræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Viðskiptaþingi í gær hefur vakið mikla athygli. Þeir sem Vísir hefur rætt við telja ræðuna hafa verið verulega á skjön við tilefnið. Nokkur eftirvænting ríkti meðal fundarmanna en þetta var í fyrsta skipti í fjögur ár sem forsætisráherra heiðrar samkomuna með nærveru sinni.

Hreggviður Jónsson er formaður Viðskiptaráðs Íslands: „Mér fannst hann vera að gera upp fortíðina gagnvart sjálfum sér og öðrum. Ég átti von á því að hann myndi blása meira svona til sameiginlegrar sóknar. Fjalla um þau verkefni sem við gætum verið að leysa saman.“

Hreggviður segir að menn almennt, þeir sem á þinginu voru, hafi verið forviða.

„Ég held að að menn séu almennt svipaðrar skoðunar og ég. Menn áttu kannski von á því að þarna yrði talað meira um það sem framundan er, það sem við þurfum að fara að takast á við,“ segir Hreggviður og vísar í því sambandi til vettvangs sem gengur undir nafninu samráðsvettvangur. „Vinnan sem fór í gang í kjölfar McKinsey-skýrslunni í fyrra; sameiginlegur vettvangur atvinnulífs, stjórnvalda og launþegahreyfingar sem eru að ræða sameiginleg mál sem við viljum komast áfram með.“

Til marks um viðbrögðin; Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, skrifaði leiðara sem birtist í dag og fjallar um ræður Hreggviðs annars vegar og ræðu Sigmundar Davíðs hins vegar. Þar segir meðal annars: „Þeir sem bjuggust við að fá þau svör [um hver væri peningastefna stjórnvalda] í ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Viðskiptaþinginu urðu fyrir vonbrigðum. Ráðherrann varði drjúgum hluta ræðu sinnar í kvartanir og skammir.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.