Vinnum meira en aðrir en græðum minna Magnús Halldórsson skrifar 30. október 2012 14:50 Svein Harald Øygard, sem gegndi embætti seðbankastjóra Íslands frá febrúar mánuði 2009 fram í aprílmánuð sama ár, var einn þeirra sem kynnti skýrslu McKinsay, en hann vinnur hjá McKinsay í Noregi. Mynd/ GVA. Fjölþætt tækifæri eru til staðar í íslensku efnahagslífi til að ýta undir vöxt og framtíðarstyrk hagkerfisins, að mati McKinsey & Company, sem kynnti skýrslu sína um íslenskan efnahag, samsetningu hans og tækifæri til framtíðar, í dag. „Þrátt fyrir veigamikla styrkleika í hagkerfinu er þörf á umbótum á ýmsum sviðum. Framleiðni vinnuafls er 20% lægri á Íslandi en í helstu nágrannalöndum og umtalsverð tækifæri eru fyrir hendi til að auka arðsemi í fjármagnsfrekum atvinnugreinum," segir m.a. í tilkynningu vegna útgáfu skýrslunnar. Á blaðamannafundi sem McKinsay stóð fyrir í Höfðatorgi í dag kom fram í máli Klemens Hjartar, sem er í eigendahópi McKinsey í Danmörku, að lítil ávöxtun fengist á fé á ýmsum vígstöðum í hagkerfinu, meðal annars í orkugeiranum. Mikil tækifæri gætu verið í því fólgin að reyna að bæta arðsemi fjár í orkuiðnaði, þar helst með því að fá hærra verð fyrir raforku. Þar gæti sala um sæstreng inn til Evrópu verið góður kostur og haft víðtæk jákvæð efnhagsleg áhrif. Þá kom fram í máli Klemens að Íslendingar ynnu mikið en það skilaði sér samt ekki í meiri efnahagslegum ávinningi. Þá væri fermetrafjöldi í íslenskum smásölugeira næstum tvöfalt hærri en að meðaltali á Norðurlöndum, en gróðinn af hverjum starfsmanni og framlegð í geiranum í heild, væri samt sem áður minni en í samanburðarlöndunum. Skýrslan er unnin sjálfstætt af McKinsey, þ.e. að enginn fékk fyrirtækið til verksins heldur ákvað það sjálft að skoða íslenska hagkerfið og bera það saman bið önnur lönd, þ.e. helst Norðurlöndin. „Markmiðið með útgáfu skýrslunnar er fyrst og fremst að stuðla að málefnalegri og staðreyndamiðaðri umræðu um efnahagsmál og mikilvægi heildstæðrar sýnar á hagvaxtarstefnu ríkja," segir í tilkynningu frá McKinsey. Sjá má skýrslu McKinsey hér. Nánar verður fjallað um skýrslu McKinsey í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Fjölþætt tækifæri eru til staðar í íslensku efnahagslífi til að ýta undir vöxt og framtíðarstyrk hagkerfisins, að mati McKinsey & Company, sem kynnti skýrslu sína um íslenskan efnahag, samsetningu hans og tækifæri til framtíðar, í dag. „Þrátt fyrir veigamikla styrkleika í hagkerfinu er þörf á umbótum á ýmsum sviðum. Framleiðni vinnuafls er 20% lægri á Íslandi en í helstu nágrannalöndum og umtalsverð tækifæri eru fyrir hendi til að auka arðsemi í fjármagnsfrekum atvinnugreinum," segir m.a. í tilkynningu vegna útgáfu skýrslunnar. Á blaðamannafundi sem McKinsay stóð fyrir í Höfðatorgi í dag kom fram í máli Klemens Hjartar, sem er í eigendahópi McKinsey í Danmörku, að lítil ávöxtun fengist á fé á ýmsum vígstöðum í hagkerfinu, meðal annars í orkugeiranum. Mikil tækifæri gætu verið í því fólgin að reyna að bæta arðsemi fjár í orkuiðnaði, þar helst með því að fá hærra verð fyrir raforku. Þar gæti sala um sæstreng inn til Evrópu verið góður kostur og haft víðtæk jákvæð efnhagsleg áhrif. Þá kom fram í máli Klemens að Íslendingar ynnu mikið en það skilaði sér samt ekki í meiri efnahagslegum ávinningi. Þá væri fermetrafjöldi í íslenskum smásölugeira næstum tvöfalt hærri en að meðaltali á Norðurlöndum, en gróðinn af hverjum starfsmanni og framlegð í geiranum í heild, væri samt sem áður minni en í samanburðarlöndunum. Skýrslan er unnin sjálfstætt af McKinsey, þ.e. að enginn fékk fyrirtækið til verksins heldur ákvað það sjálft að skoða íslenska hagkerfið og bera það saman bið önnur lönd, þ.e. helst Norðurlöndin. „Markmiðið með útgáfu skýrslunnar er fyrst og fremst að stuðla að málefnalegri og staðreyndamiðaðri umræðu um efnahagsmál og mikilvægi heildstæðrar sýnar á hagvaxtarstefnu ríkja," segir í tilkynningu frá McKinsey. Sjá má skýrslu McKinsey hér. Nánar verður fjallað um skýrslu McKinsey í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira