Vinnum meira en aðrir en græðum minna Magnús Halldórsson skrifar 30. október 2012 14:50 Svein Harald Øygard, sem gegndi embætti seðbankastjóra Íslands frá febrúar mánuði 2009 fram í aprílmánuð sama ár, var einn þeirra sem kynnti skýrslu McKinsay, en hann vinnur hjá McKinsay í Noregi. Mynd/ GVA. Fjölþætt tækifæri eru til staðar í íslensku efnahagslífi til að ýta undir vöxt og framtíðarstyrk hagkerfisins, að mati McKinsey & Company, sem kynnti skýrslu sína um íslenskan efnahag, samsetningu hans og tækifæri til framtíðar, í dag. „Þrátt fyrir veigamikla styrkleika í hagkerfinu er þörf á umbótum á ýmsum sviðum. Framleiðni vinnuafls er 20% lægri á Íslandi en í helstu nágrannalöndum og umtalsverð tækifæri eru fyrir hendi til að auka arðsemi í fjármagnsfrekum atvinnugreinum," segir m.a. í tilkynningu vegna útgáfu skýrslunnar. Á blaðamannafundi sem McKinsay stóð fyrir í Höfðatorgi í dag kom fram í máli Klemens Hjartar, sem er í eigendahópi McKinsey í Danmörku, að lítil ávöxtun fengist á fé á ýmsum vígstöðum í hagkerfinu, meðal annars í orkugeiranum. Mikil tækifæri gætu verið í því fólgin að reyna að bæta arðsemi fjár í orkuiðnaði, þar helst með því að fá hærra verð fyrir raforku. Þar gæti sala um sæstreng inn til Evrópu verið góður kostur og haft víðtæk jákvæð efnhagsleg áhrif. Þá kom fram í máli Klemens að Íslendingar ynnu mikið en það skilaði sér samt ekki í meiri efnahagslegum ávinningi. Þá væri fermetrafjöldi í íslenskum smásölugeira næstum tvöfalt hærri en að meðaltali á Norðurlöndum, en gróðinn af hverjum starfsmanni og framlegð í geiranum í heild, væri samt sem áður minni en í samanburðarlöndunum. Skýrslan er unnin sjálfstætt af McKinsey, þ.e. að enginn fékk fyrirtækið til verksins heldur ákvað það sjálft að skoða íslenska hagkerfið og bera það saman bið önnur lönd, þ.e. helst Norðurlöndin. „Markmiðið með útgáfu skýrslunnar er fyrst og fremst að stuðla að málefnalegri og staðreyndamiðaðri umræðu um efnahagsmál og mikilvægi heildstæðrar sýnar á hagvaxtarstefnu ríkja," segir í tilkynningu frá McKinsey. Sjá má skýrslu McKinsey hér. Nánar verður fjallað um skýrslu McKinsey í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Sjá meira
Fjölþætt tækifæri eru til staðar í íslensku efnahagslífi til að ýta undir vöxt og framtíðarstyrk hagkerfisins, að mati McKinsey & Company, sem kynnti skýrslu sína um íslenskan efnahag, samsetningu hans og tækifæri til framtíðar, í dag. „Þrátt fyrir veigamikla styrkleika í hagkerfinu er þörf á umbótum á ýmsum sviðum. Framleiðni vinnuafls er 20% lægri á Íslandi en í helstu nágrannalöndum og umtalsverð tækifæri eru fyrir hendi til að auka arðsemi í fjármagnsfrekum atvinnugreinum," segir m.a. í tilkynningu vegna útgáfu skýrslunnar. Á blaðamannafundi sem McKinsay stóð fyrir í Höfðatorgi í dag kom fram í máli Klemens Hjartar, sem er í eigendahópi McKinsey í Danmörku, að lítil ávöxtun fengist á fé á ýmsum vígstöðum í hagkerfinu, meðal annars í orkugeiranum. Mikil tækifæri gætu verið í því fólgin að reyna að bæta arðsemi fjár í orkuiðnaði, þar helst með því að fá hærra verð fyrir raforku. Þar gæti sala um sæstreng inn til Evrópu verið góður kostur og haft víðtæk jákvæð efnhagsleg áhrif. Þá kom fram í máli Klemens að Íslendingar ynnu mikið en það skilaði sér samt ekki í meiri efnahagslegum ávinningi. Þá væri fermetrafjöldi í íslenskum smásölugeira næstum tvöfalt hærri en að meðaltali á Norðurlöndum, en gróðinn af hverjum starfsmanni og framlegð í geiranum í heild, væri samt sem áður minni en í samanburðarlöndunum. Skýrslan er unnin sjálfstætt af McKinsey, þ.e. að enginn fékk fyrirtækið til verksins heldur ákvað það sjálft að skoða íslenska hagkerfið og bera það saman bið önnur lönd, þ.e. helst Norðurlöndin. „Markmiðið með útgáfu skýrslunnar er fyrst og fremst að stuðla að málefnalegri og staðreyndamiðaðri umræðu um efnahagsmál og mikilvægi heildstæðrar sýnar á hagvaxtarstefnu ríkja," segir í tilkynningu frá McKinsey. Sjá má skýrslu McKinsey hér. Nánar verður fjallað um skýrslu McKinsey í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Sjá meira