Vilja framleiða kísil, lífdísil og viðarkubba á Grundartanga Haraldur Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2014 09:04 Um 870 manns starfa hjá þeim tíu fyrirtækjum sem nú eru á Grundartanga í Hvalfirði. Nýtt spennivirki Landsnets á Grundartanga eykur líkur á að fyrirtækjum á svæðinu fjölgi. Þetta segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Fyrirtækið hefur að undanförnu fengið þó nokkrar fyrirspurnir um lóðir á Grundartanga en þær eru í eigu Faxaflóahafna. Fréttablaðið greindi í síðustu viku frá því að bandaríska fyrirtækið Silicor Materials hefði óskað eftir lóð á svæðinu undir sólarkísilverksmiðju sem gæti framleitt um sextán þúsund tonn af kísil á ári.Gísli Gíslason„Það mál er lengra komið en önnur sem eru annaðhvort í biðstöðu eða á frumstigi. Þar er um að ræða bæði innlenda og erlenda aðila sem vilja annaðhvort hefja sína eigin framleiðslu eða veita fyrirtækjum á svæðinu þjónustu. Ég á alveg eins von á því að áhugi fyrir svæðinu eigi eftir að aukast enn frekar með hækkandi sól og batnandi efnahagsástandi.“ Gísli vill ekki fara nánar út í þær fyrirspurnir sem enn eru á frumstigi en tvær umsóknir eru í biðstöðu. Þar er annars vegar um að ræða umsókn félagsins Quantum ehf., sem er í eigu innlendra aðila, um lóð undir þurrkun á timbri og framleiðslu á viðarkubbum. Hin umsóknin er frá öðru félagi í eigu innlendra aðila, Atlantic Green Energy, en forsvarsmenn þess vilja framleiða lífdísil á svæðinu. „Við fáum líka fyrirspurnir sem við teljum ekki tækar inn á svæðið og í haust settum við umsókn fyrirtækis sem óskaði eftir aðstöðu til niðurrifs á skipum í biðflokk.“ Faxaflóahafnir eiga nú í viðræðum við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar um breytingar á aðalskipulagi Grundartanga. „Við létum gera umhverfisúttekt á Grundartangasvæðinu í maí í fyrra og höfum lagt það til við sveitarstjórnina að breytt aðalskipulag taki mið af þeirri úttekt. Ný starfsemi sem fylgdi losun á brennisteinsdíoxíði eða flúor væri því ekki valkostur á Grundartanga og undir það myndi til dæmis falla kísilbræðsla,“ segir Gísli.Spennivirki Landsnets á GrundartangaMynd/Íris Ríkharðsdóttir verkfræðistofunni EfluNýtir betur núverandi flutningslínur Nýja spennivirkið er norðvestan við lóð Norðuráls á Grundartanga og er hugsað sem fyrsti áfangi í endurskipulagningu orkuafhendingar á svæðinu. Framkvæmdir hófust fyrir tveimur árum, þær hafa kostað um tvo milljarða króna og virkið verður formlega tekið í notkun næstkomandi þriðjudag. Virkið gerir Landsneti kleift að nýta betur núverandi flutningslínur, bæta spennustýringu og eykur flutningsgetu rafmagns inn á svæðið. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Nýtt spennivirki Landsnets á Grundartanga eykur líkur á að fyrirtækjum á svæðinu fjölgi. Þetta segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Fyrirtækið hefur að undanförnu fengið þó nokkrar fyrirspurnir um lóðir á Grundartanga en þær eru í eigu Faxaflóahafna. Fréttablaðið greindi í síðustu viku frá því að bandaríska fyrirtækið Silicor Materials hefði óskað eftir lóð á svæðinu undir sólarkísilverksmiðju sem gæti framleitt um sextán þúsund tonn af kísil á ári.Gísli Gíslason„Það mál er lengra komið en önnur sem eru annaðhvort í biðstöðu eða á frumstigi. Þar er um að ræða bæði innlenda og erlenda aðila sem vilja annaðhvort hefja sína eigin framleiðslu eða veita fyrirtækjum á svæðinu þjónustu. Ég á alveg eins von á því að áhugi fyrir svæðinu eigi eftir að aukast enn frekar með hækkandi sól og batnandi efnahagsástandi.“ Gísli vill ekki fara nánar út í þær fyrirspurnir sem enn eru á frumstigi en tvær umsóknir eru í biðstöðu. Þar er annars vegar um að ræða umsókn félagsins Quantum ehf., sem er í eigu innlendra aðila, um lóð undir þurrkun á timbri og framleiðslu á viðarkubbum. Hin umsóknin er frá öðru félagi í eigu innlendra aðila, Atlantic Green Energy, en forsvarsmenn þess vilja framleiða lífdísil á svæðinu. „Við fáum líka fyrirspurnir sem við teljum ekki tækar inn á svæðið og í haust settum við umsókn fyrirtækis sem óskaði eftir aðstöðu til niðurrifs á skipum í biðflokk.“ Faxaflóahafnir eiga nú í viðræðum við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar um breytingar á aðalskipulagi Grundartanga. „Við létum gera umhverfisúttekt á Grundartangasvæðinu í maí í fyrra og höfum lagt það til við sveitarstjórnina að breytt aðalskipulag taki mið af þeirri úttekt. Ný starfsemi sem fylgdi losun á brennisteinsdíoxíði eða flúor væri því ekki valkostur á Grundartanga og undir það myndi til dæmis falla kísilbræðsla,“ segir Gísli.Spennivirki Landsnets á GrundartangaMynd/Íris Ríkharðsdóttir verkfræðistofunni EfluNýtir betur núverandi flutningslínur Nýja spennivirkið er norðvestan við lóð Norðuráls á Grundartanga og er hugsað sem fyrsti áfangi í endurskipulagningu orkuafhendingar á svæðinu. Framkvæmdir hófust fyrir tveimur árum, þær hafa kostað um tvo milljarða króna og virkið verður formlega tekið í notkun næstkomandi þriðjudag. Virkið gerir Landsneti kleift að nýta betur núverandi flutningslínur, bæta spennustýringu og eykur flutningsgetu rafmagns inn á svæðið.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira