Ólympíuhugsjónin vegur þyngst og er í forgrunni Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2014 13:58 Illugi Gunnarsson er að pakka en á hádegi á morgun mun hann sitja fund með íþróttamálaráðherrum þeim sem mæta á Ólympíuleikana. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Dmitry Kozak, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, hefur varað íþróttamenn sem og áhorfendur sérstaklega við því að vekja athygli á réttindum og málefnum samkynhneigðra meðan á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí stendur. Kozak vísar í stofnskrá Ólympíuleikanna en þar kveður á um að bannað sé vera með áróður á meðan á leikunum stendur. Þá nefnir hann einnig ákvæði í rússneskum lögum sem kveða á um hið sama: að bannað sé að tengja áróður íþróttaviðburðum. Spurt er hvort þetta geti ekki orðið til að binda hendur þeirra stjórnmálamanna sem hugsanlega vilja koma á framfæri athugasemdum við mannréttindabrot rússneskra stjórnvalda. „Ég ætla ekkert að tjá mig sérstaklega um þetta. Ég er ekki búinn að sjá þessa athugasemd Kozaks og ætla að geyma það að bregðast við þessu. Ég held að þetta sé allt þekkt. Ekkert nýtt. Þetta er eitthvað sem menn vita,“ segir Illugi Gunnarsson íþróttamálaráðherra sem er á leið til Sotsjí en Vísir náði í hann þá er hann er var að undirbúa brottför.Ef möguleiki býðst Illugi segir að ef einhver möguleiki kemur upp, þá mun hann koma á framfæri athugasemdum. „Afstaða mín til þessara stefnu rússneskra stjórnvalda er sú sama og annarra, mér þykir hún ógeðfelld framkoma þeirra gagnvart samkynhneigðum. Það liggur fyrir og enginn þarf að velkjast í vafa um það.“En, muntu koma þeirri skoðun þinni sérstaklega á framfæri? „Ég hef sagt, bæði í þinginu og annars staðar, að ef það er möguleiki til þess, þá myndi ég vilja gera það. En það þarf þá að vera til þess möguleiki.“ Íþróttamálaráðherrann lendir í Rússlandi á morgun, snemma dags og situr þá hádegisfund með öðrum íþróttamálaráðherrum sem mæta á leikana. Hann segir tilhlökkun ríkjandi. „En, enn og aftur. Ég hef sagt að með engum hætti er hægt að líta svo á að með því að fara á Ólympíuleika séu menn þar með að skrifa undir stefnu stjórnvalda þar sem leikarnir eru haldnir. Með engum hætti. Við erum þarna í boði ólympíunefndarinnar og erum þarna til að taka þátt í ólympíuleikum, og að styðja við ólympíuhugsjónina. Það er þetta sem það snýst um.“Ólympíuhugsjónin aðalatriðið Illugi segist ekki hafa fundið annað en að það sé ágætur stuðningur við þá afstöðu að þó menn mæti til Sotsjí sé með engum hætti verið að skrifa uppá einhverja stefnu rússneskra stjórnvalda í mannréttindamálum heldur er þátttaka í þessum einstæða íþróttaviðburði sem þetta er burtséð frá því. „Ég hef bent á það að það eru ólympíuhugsjónin sem þarna gengur fyrir. Því miður er víða pottur brotinn í mannréttindum í heiminum. Sem dæmi má nefna að sumarólympíuleikarnir verða næst í Brasilíu og þar hefur komið fram gagnrýni á hvernig þeir haga sér gagnvart fátæku fólki, verið að jafna heilu hverfin við jörðu. Ýmislegt sem menn vildu ekki skrifa uppá en enn og aftur, það er ólympíuhugsjónin sem mér finnst vera hér í forgrunni. Ábyggilega eru einhverjir sem hefðu kosið að við færum ekki en mér finnst hitt vega þyngra.“ Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrr í dag að Dmitry Kozak, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, hefur varað íþróttamenn sem og áhorfendur sérstaklega við því að vekja athygli á réttindum og málefnum samkynhneigðra meðan á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí stendur. Kozak vísar í stofnskrá Ólympíuleikanna en þar kveður á um að bannað sé vera með áróður á meðan á leikunum stendur. Þá nefnir hann einnig ákvæði í rússneskum lögum sem kveða á um hið sama: að bannað sé að tengja áróður íþróttaviðburðum. Spurt er hvort þetta geti ekki orðið til að binda hendur þeirra stjórnmálamanna sem hugsanlega vilja koma á framfæri athugasemdum við mannréttindabrot rússneskra stjórnvalda. „Ég ætla ekkert að tjá mig sérstaklega um þetta. Ég er ekki búinn að sjá þessa athugasemd Kozaks og ætla að geyma það að bregðast við þessu. Ég held að þetta sé allt þekkt. Ekkert nýtt. Þetta er eitthvað sem menn vita,“ segir Illugi Gunnarsson íþróttamálaráðherra sem er á leið til Sotsjí en Vísir náði í hann þá er hann er var að undirbúa brottför.Ef möguleiki býðst Illugi segir að ef einhver möguleiki kemur upp, þá mun hann koma á framfæri athugasemdum. „Afstaða mín til þessara stefnu rússneskra stjórnvalda er sú sama og annarra, mér þykir hún ógeðfelld framkoma þeirra gagnvart samkynhneigðum. Það liggur fyrir og enginn þarf að velkjast í vafa um það.“En, muntu koma þeirri skoðun þinni sérstaklega á framfæri? „Ég hef sagt, bæði í þinginu og annars staðar, að ef það er möguleiki til þess, þá myndi ég vilja gera það. En það þarf þá að vera til þess möguleiki.“ Íþróttamálaráðherrann lendir í Rússlandi á morgun, snemma dags og situr þá hádegisfund með öðrum íþróttamálaráðherrum sem mæta á leikana. Hann segir tilhlökkun ríkjandi. „En, enn og aftur. Ég hef sagt að með engum hætti er hægt að líta svo á að með því að fara á Ólympíuleika séu menn þar með að skrifa undir stefnu stjórnvalda þar sem leikarnir eru haldnir. Með engum hætti. Við erum þarna í boði ólympíunefndarinnar og erum þarna til að taka þátt í ólympíuleikum, og að styðja við ólympíuhugsjónina. Það er þetta sem það snýst um.“Ólympíuhugsjónin aðalatriðið Illugi segist ekki hafa fundið annað en að það sé ágætur stuðningur við þá afstöðu að þó menn mæti til Sotsjí sé með engum hætti verið að skrifa uppá einhverja stefnu rússneskra stjórnvalda í mannréttindamálum heldur er þátttaka í þessum einstæða íþróttaviðburði sem þetta er burtséð frá því. „Ég hef bent á það að það eru ólympíuhugsjónin sem þarna gengur fyrir. Því miður er víða pottur brotinn í mannréttindum í heiminum. Sem dæmi má nefna að sumarólympíuleikarnir verða næst í Brasilíu og þar hefur komið fram gagnrýni á hvernig þeir haga sér gagnvart fátæku fólki, verið að jafna heilu hverfin við jörðu. Ýmislegt sem menn vildu ekki skrifa uppá en enn og aftur, það er ólympíuhugsjónin sem mér finnst vera hér í forgrunni. Ábyggilega eru einhverjir sem hefðu kosið að við færum ekki en mér finnst hitt vega þyngra.“
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira