Félagar úr Versló opna netverslun Ellý Ármanns skrifar 31. janúar 2014 13:30 Þrír félagar í Verzlunarskóla Íslands ætla sér stóra hluti þegar kemur að netverslun á Íslandi. 10. febrúar næstkomandi opna vinirnir umfangsmikla netverslun sem færir saman margar af flottustu fataverslunum landsins þar sem Íslendingar geta keypt tískufatnað allan sólarhringinn og fá vöruna senda frítt heim. Í byrjun ágúst á seinasta ári fórum við Viktor Margeirsson og Jón Hilmar Karlsson að spjalla um fatamarkaðinn á Íslandi og föt yfirleitt. Samræðurnar enduðu snemma í spjalli um netverslun og hvernig internetið hljóti að vera framtíð fataverslunar úti um allan heim. Fólk treystir vefsíðum meira og meira með hverjum deginum og því finnst miklu þægilegra að sjá öll fötin á einum stað án þess að upplifa stressið sem alltaf fylgir verslunarmiðstöðvum,“ segir Kjartan Þórisson spurður um ævintýri þeirra félaga sem lítur dagsins ljós þann 10. febrúar næstkomandi.Ísland á eftir í netvæðingu „Við skildum einfaldlega ekki af hverju Ísland var svona langt eftir á í netvæðingu fatamarkaðarins en auðvitað liggur svarið í því að fólk nennir ekki að fara inn á netverslanir einstakra verslana. Þegar fólk verslar á netinu vill það fyrst og fremst sjá úrval og fyrir litla fataverslun á Laugaveginum er erfitt að bjóða upp á mikið flæði af nýjum vörum. Fólk vill fá fullt af mismunandi fataverslunum, með mörg hundruð flíkur á einum stað svo að það geti auðveldlega skoðað hvað er „inn“ og hvað er yfirleitt til hérna heima fyrir,“ segir hann ákveðinn og bætir við: „Það er þess vegna sem við ákváðum að stofna Nomo og keyptum lén-ið www.nomo.is.“Kynntust í Verzló Þeir félagarnir sem eru allir 18 ára gamlir hafa núna þekkst í þrjú ár en þeir kynntust þegar þeir byrjuðu í Verzlunarskóla Íslands. „Það besta við Verzlunarskólann er líklega hversu auðvelt það er að komast í samband við hæfileikaríkt fólk sem er með svipuð áhugamál og maður sjálfur. Það er einmitt eitt af gildum fyrirtækisins; að stuðla að tækifærissköpun fyrir ungt og hæfileikaríkt fólk sem hefði kannski ekki fengið tækifæri annars staðar einungis vegna aldurs. Ljósmyndarinn okkar, Haukur Kristinsson, er til dæmis líka ungur strákur úr Verzló og hefur lengi haft áhuga á ljósmyndun en hefur kannski skort réttu tækifærin vegna aldurs.“Verslunareigendur spenntir „Hugmyndin er að færa allar flottustu fataverslanir landsins inn á eitt vefsölusvæði sem myndi þá virka eins og Kringlan á netinu. Ég ákvað sjálfur að læra vefsíðuhönnun og setti síðuna upp. Við gengum síðan upp Laugaveginn í grenjandi rigningu og bönkuðum á dyrnar hjá nokkrum verslunum sem voru í uppáhaldi. Hugmyndin var eins og himnasending fyrir verslunareigendur og þeir voru allir spenntir fyrir þessu. Núna eru 10 dagar í opnun sem er 10. febrúar og við erum með samstarfsverslanir á borð við Noland, Morrow, Suzie Q, Dúkkuhúsið, Karlmenn, Define The Line, Neon, Mótor & Míu, Corner, Epic!, Skarthúsið og síðan vorum við að loka samningi við NTC um að fá Smash og Deres inn í fjölskylduna fyrir opnun.“ „Þetta er búinn að vera einhver mesti rússíbani sem ég hef stigið inn í og við getum ekki beðið eftir opnuninni. Það eina sem þarf að gerast núna er að láta Ísland, bæði höfuðborgina og landsbyggðina, vita af því að íslenski fatamarkaðurinn sé við það að taka stórum breytingum.“ www.nomo.is. Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Glatkistunni lokað Menning Fleiri fréttir Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Sjá meira
Þrír félagar í Verzlunarskóla Íslands ætla sér stóra hluti þegar kemur að netverslun á Íslandi. 10. febrúar næstkomandi opna vinirnir umfangsmikla netverslun sem færir saman margar af flottustu fataverslunum landsins þar sem Íslendingar geta keypt tískufatnað allan sólarhringinn og fá vöruna senda frítt heim. Í byrjun ágúst á seinasta ári fórum við Viktor Margeirsson og Jón Hilmar Karlsson að spjalla um fatamarkaðinn á Íslandi og föt yfirleitt. Samræðurnar enduðu snemma í spjalli um netverslun og hvernig internetið hljóti að vera framtíð fataverslunar úti um allan heim. Fólk treystir vefsíðum meira og meira með hverjum deginum og því finnst miklu þægilegra að sjá öll fötin á einum stað án þess að upplifa stressið sem alltaf fylgir verslunarmiðstöðvum,“ segir Kjartan Þórisson spurður um ævintýri þeirra félaga sem lítur dagsins ljós þann 10. febrúar næstkomandi.Ísland á eftir í netvæðingu „Við skildum einfaldlega ekki af hverju Ísland var svona langt eftir á í netvæðingu fatamarkaðarins en auðvitað liggur svarið í því að fólk nennir ekki að fara inn á netverslanir einstakra verslana. Þegar fólk verslar á netinu vill það fyrst og fremst sjá úrval og fyrir litla fataverslun á Laugaveginum er erfitt að bjóða upp á mikið flæði af nýjum vörum. Fólk vill fá fullt af mismunandi fataverslunum, með mörg hundruð flíkur á einum stað svo að það geti auðveldlega skoðað hvað er „inn“ og hvað er yfirleitt til hérna heima fyrir,“ segir hann ákveðinn og bætir við: „Það er þess vegna sem við ákváðum að stofna Nomo og keyptum lén-ið www.nomo.is.“Kynntust í Verzló Þeir félagarnir sem eru allir 18 ára gamlir hafa núna þekkst í þrjú ár en þeir kynntust þegar þeir byrjuðu í Verzlunarskóla Íslands. „Það besta við Verzlunarskólann er líklega hversu auðvelt það er að komast í samband við hæfileikaríkt fólk sem er með svipuð áhugamál og maður sjálfur. Það er einmitt eitt af gildum fyrirtækisins; að stuðla að tækifærissköpun fyrir ungt og hæfileikaríkt fólk sem hefði kannski ekki fengið tækifæri annars staðar einungis vegna aldurs. Ljósmyndarinn okkar, Haukur Kristinsson, er til dæmis líka ungur strákur úr Verzló og hefur lengi haft áhuga á ljósmyndun en hefur kannski skort réttu tækifærin vegna aldurs.“Verslunareigendur spenntir „Hugmyndin er að færa allar flottustu fataverslanir landsins inn á eitt vefsölusvæði sem myndi þá virka eins og Kringlan á netinu. Ég ákvað sjálfur að læra vefsíðuhönnun og setti síðuna upp. Við gengum síðan upp Laugaveginn í grenjandi rigningu og bönkuðum á dyrnar hjá nokkrum verslunum sem voru í uppáhaldi. Hugmyndin var eins og himnasending fyrir verslunareigendur og þeir voru allir spenntir fyrir þessu. Núna eru 10 dagar í opnun sem er 10. febrúar og við erum með samstarfsverslanir á borð við Noland, Morrow, Suzie Q, Dúkkuhúsið, Karlmenn, Define The Line, Neon, Mótor & Míu, Corner, Epic!, Skarthúsið og síðan vorum við að loka samningi við NTC um að fá Smash og Deres inn í fjölskylduna fyrir opnun.“ „Þetta er búinn að vera einhver mesti rússíbani sem ég hef stigið inn í og við getum ekki beðið eftir opnuninni. Það eina sem þarf að gerast núna er að láta Ísland, bæði höfuðborgina og landsbyggðina, vita af því að íslenski fatamarkaðurinn sé við það að taka stórum breytingum.“ www.nomo.is.
Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Glatkistunni lokað Menning Fleiri fréttir Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Sjá meira