Vilja aðhaldsaðgerðir í áfengis- og fíkniefnamálum Jóhannes Stefánsson skrifar 25. janúar 2014 09:56 Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt stefnuyfirlýsingu í áfengis- og fíkniefnamálum VÍSIR/Anton „Stefna og aðgerðir skulu byggjast á bestu fáanlegu vísindagögnum um skilvirkni og hagkvæmni," segir meðal annars í nýrri stefnuyfirlýsingu stjórnvalda í áfengis- og vímuvörnum. Nýja stefnan gildir til ársins 2020 og hefur verið samþykkt af Kristjáni Þór Júlíussyni, heilbrigðisráðherra. Stefnunni er meðal annars ætlað að tryggja jöfnuð, en hún er gefin út af velferðarráðuneytinu. Í stefnuyfirlýsingunni, sem er sú fyrsta sinnar tegundar síðan verkefnaáætlunin Ísland án eiturlyfja 2002 var samþykkt árið 1997, kemur meðal annars fram að ætlunin sé að takmarka aðgengi að áfengi og öðrum vímugjöfum með aðhaldsaðgerðum. „Það er meðal annars gert með aðhaldsaðgerðum varðandi sölufyrirkomulag áfengis, virkt eftirlit með notkun lyfseðilsskyldra lyfja, öflugri löggæslu og virku tolleftirliti," segir í stefnuyfirlýsingunni. Stefnan verður framkvæmd í samræmi við núgildandi löggjöf um ávana- og fíkniefni. Aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum munu byggja á stefnunni og aðgerðaáætlun sem verður gefin út í fyrsta skipti árið 2014. Hún mun gilda í tvö ár í senn.Aðgerðir byggi á bestu þekkingu Í stefnuyfirlýsingunni kemur fram að áfengisneysla Íslendinga sé undir meðaltali Evrópuþjóða, „og má ætla að sú aðhaldsstefna sem ríkt hefur hér á landi eigi sinn þátt í því." Þá segir einnig að „rannsóknir hafa sýnt að aðgerðir sem draga úr aðhaldi eru til þess fallnar að auka neyslu hvaða vímugjafa sem um ræðir." Í lokaorðum yfirlýsingarinnar segir að „mikilvægt er við alla ákvarðanatöku stjórnvalda er varðar áfengi, ólögleg vímuefni og misnotkun ávana- og fíknilyfja og vefaukandi stera að lýðheilsusjónarmið séu höfð að leiðarljósi ásamt bestu þekkingu á virkum og árangursríkum aðgerðum."Hörð andstaða við núverandi löggjafarstefnuÁ síðustu dögum hefur Vísir sagt frá ýmsum sem hafa eitthvað út á núverandi fíkniefnalöggjöf að setja. Einn þeirra er Pétur Þorsteinsson. Hann sagði í viðtali við Vísi að réttast væri að ráðast í „algjör sinnaskipti í fíknivörnum." Þá hefur þingflokkur Pírata haldið fram andstöðu sinni við refsistefnu í fíkniefnalöggjöf. Tengdar fréttir Ný stefnuyfirlýsing til marks um firringu Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir nýútgefna stefnuyfirlýsingu í fíkniefnamálum innihaldslausa og til marks um firringu. 25. janúar 2014 13:51 Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu Pétur Þorsteinsson er með þeim allra fyrstu sem kom fram á Íslandi og benti á að stríðið við dópið væri á villigötum – hann telur algera nauðsyn að menn opni fyrir þessu augu. 21. janúar 2014 11:44 Mansalsfórnarlömb dæmd Aðalheiður Ámundadóttir greinir viðhorfsbreytingu og vill að horfið verði frá refsistefnu í fíkniefnamálum; stefnu sem hún segir ómannúðlega og stórskaðlega. 23. janúar 2014 12:32 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
„Stefna og aðgerðir skulu byggjast á bestu fáanlegu vísindagögnum um skilvirkni og hagkvæmni," segir meðal annars í nýrri stefnuyfirlýsingu stjórnvalda í áfengis- og vímuvörnum. Nýja stefnan gildir til ársins 2020 og hefur verið samþykkt af Kristjáni Þór Júlíussyni, heilbrigðisráðherra. Stefnunni er meðal annars ætlað að tryggja jöfnuð, en hún er gefin út af velferðarráðuneytinu. Í stefnuyfirlýsingunni, sem er sú fyrsta sinnar tegundar síðan verkefnaáætlunin Ísland án eiturlyfja 2002 var samþykkt árið 1997, kemur meðal annars fram að ætlunin sé að takmarka aðgengi að áfengi og öðrum vímugjöfum með aðhaldsaðgerðum. „Það er meðal annars gert með aðhaldsaðgerðum varðandi sölufyrirkomulag áfengis, virkt eftirlit með notkun lyfseðilsskyldra lyfja, öflugri löggæslu og virku tolleftirliti," segir í stefnuyfirlýsingunni. Stefnan verður framkvæmd í samræmi við núgildandi löggjöf um ávana- og fíkniefni. Aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum munu byggja á stefnunni og aðgerðaáætlun sem verður gefin út í fyrsta skipti árið 2014. Hún mun gilda í tvö ár í senn.Aðgerðir byggi á bestu þekkingu Í stefnuyfirlýsingunni kemur fram að áfengisneysla Íslendinga sé undir meðaltali Evrópuþjóða, „og má ætla að sú aðhaldsstefna sem ríkt hefur hér á landi eigi sinn þátt í því." Þá segir einnig að „rannsóknir hafa sýnt að aðgerðir sem draga úr aðhaldi eru til þess fallnar að auka neyslu hvaða vímugjafa sem um ræðir." Í lokaorðum yfirlýsingarinnar segir að „mikilvægt er við alla ákvarðanatöku stjórnvalda er varðar áfengi, ólögleg vímuefni og misnotkun ávana- og fíknilyfja og vefaukandi stera að lýðheilsusjónarmið séu höfð að leiðarljósi ásamt bestu þekkingu á virkum og árangursríkum aðgerðum."Hörð andstaða við núverandi löggjafarstefnuÁ síðustu dögum hefur Vísir sagt frá ýmsum sem hafa eitthvað út á núverandi fíkniefnalöggjöf að setja. Einn þeirra er Pétur Þorsteinsson. Hann sagði í viðtali við Vísi að réttast væri að ráðast í „algjör sinnaskipti í fíknivörnum." Þá hefur þingflokkur Pírata haldið fram andstöðu sinni við refsistefnu í fíkniefnalöggjöf.
Tengdar fréttir Ný stefnuyfirlýsing til marks um firringu Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir nýútgefna stefnuyfirlýsingu í fíkniefnamálum innihaldslausa og til marks um firringu. 25. janúar 2014 13:51 Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu Pétur Þorsteinsson er með þeim allra fyrstu sem kom fram á Íslandi og benti á að stríðið við dópið væri á villigötum – hann telur algera nauðsyn að menn opni fyrir þessu augu. 21. janúar 2014 11:44 Mansalsfórnarlömb dæmd Aðalheiður Ámundadóttir greinir viðhorfsbreytingu og vill að horfið verði frá refsistefnu í fíkniefnamálum; stefnu sem hún segir ómannúðlega og stórskaðlega. 23. janúar 2014 12:32 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Ný stefnuyfirlýsing til marks um firringu Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir nýútgefna stefnuyfirlýsingu í fíkniefnamálum innihaldslausa og til marks um firringu. 25. janúar 2014 13:51
Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu Pétur Þorsteinsson er með þeim allra fyrstu sem kom fram á Íslandi og benti á að stríðið við dópið væri á villigötum – hann telur algera nauðsyn að menn opni fyrir þessu augu. 21. janúar 2014 11:44
Mansalsfórnarlömb dæmd Aðalheiður Ámundadóttir greinir viðhorfsbreytingu og vill að horfið verði frá refsistefnu í fíkniefnamálum; stefnu sem hún segir ómannúðlega og stórskaðlega. 23. janúar 2014 12:32