Körfubolti

Hamar sendir þriðja stigahæsta leikmann deildarinnar heim

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Di´Amber Johnson.
Di´Amber Johnson. Mynd/Pjetur

Hamar hefur nú bæst í hóp þeirra liða í Dominso-deild kvenna í körfubolta sem hefur skipt um erlendan leikmann en karfan.is segir frá því að Hvergerðingar hafa sent Di´Amber Johnson heim og í stað hennar mun hin bandaríska Chelsie Schweers klára tímabilið með Hamarsliðinu.

„Við teljum að við þurfum leikmann sem er meiri leiðtogi og eigum þannig meiri möguleika á að ná okkar markmiðum,“ sagði Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Hamars, í viðtali við karfan.is

Di´Amber Johnson var með 22,9 stig og 5,4 stoðsendingar að meðaltali í leik með Hamarsliðinu en hún er þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar og í fjórða sæti yfir flestar stoðsendingar.

Hamarsliðið er í 6. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Val sem situr í fjórða og síðasta sætinu inn í úrslitakeppnina.

Chelsie Schweers kemur úr Christopher Newport háskólanum sem spilar í 3. deild NCAA háskólakörfunnar en hún var auk þess með 13,0 stig að meðaltali með gríska liðinu Panathinaikos tímabilið 2011 til 2012. Schweers lék síðast með Toowoomba Mountanieers í Ástralíu á síðasta tímabili.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.