Handbolti

Íslendingarnir sungu þjóðsönginn án undirspils | Myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stuðningsmenn Íslands í Álaborg í dag.
Stuðningsmenn Íslands í Álaborg í dag. Vísir/Daníel
Karlalandslið Íslands í handknattleik gerði jafntefli gegn Ungverjum á Evrópumótinu í dag. Íslenskir stuðningsmenn í Álaborg stóðu fyrir sínu.

Íslensku stuðningsmennirnir gáfu tóninn strax í upphafi þegar þjóðsöngur Íslands var leikinn. Líkt og í leiknum gegn Norðmönnum fékk þjóðsöngur Íslands ekki að klárast heldur var honum slaufað fyrir endurtekninguna í lokin.

Íslendingar í stúkunni sáu hins vegar til þess að þjóðsöngurinn var kláraður. Sungu þeir lokalínurnar af miklum krafti án undirspils og hefur vafalítið gæsahúð verið á flestum áhorfendum í höllinni og víðar. Leikmenn Íslands virtust einnig auka kraft sinn í söngnum í takt við landa sína í stúkunni.

Augnablikið magnaða má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×