Rafbílar í sókn á meðan sala á metanbílum hrundi Haraldur Guðmundsson skrifar 16. janúar 2014 08:49 N1 á Bíldshöfða hefur selt metan í nokkur ár og Olís opnaði metanafgreiðslu í Mjódd í september. Vísir/GVA. Nýskráningum rafbíla fjölgaði um 258 prósent á síðasta ári miðað við árið 2011. Sala á nýjum metanbílum dróst aftur á móti saman um 64 prósent á sama tímabili og bifreiðum sem var breytt í metanbíla fækkaði úr 404 í 57. Þetta kemur fram í tölum frá Samgöngustofu.Runólfur Ólafsson og Özur Lárusson.Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, tengir aukna sölu á rafbílum við ákvörðun stjórnvalda um að fella niður virðisaukaskatt og vörugjöld á rafbílum. „Þá urðu bílarnir samkeppnishæfir í verði sem þeir eru annars ekki því þeir eru dýrari en aðrir bílar. Það skýrir þessa sprengingu í rafbílasölu sem við höfum séð á síðustu tveimur árum,“ segir Özur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), tekur undir með Özuri um áhrifin af aðgerðum stjórnvalda. „En á sama hátt er undarlegt að í nýrri löggjöf um vistvænt eldsneyti í samgöngum á landi er ekki gert ráð fyrir því að fjölgun rafbíla geti verið þáttur í að auka hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum á landi. Við hjá FÍB teljum að þar hafi stjórnvöld fúskað við lagagerðina,“ segir Runólfur. Samdráttur í sölu metanbíla á sér margar skýringar að mati Özurar og Runólfs. Özur nefnir meðal annars að fáir bílaframleiðendur selja metanbíla og aðgengi að metandælum er takmarkað. „Til skamms tíma var einungis hægt að kaupa metan á einum útsölustað og nú er búið að bæta við einni eða tveimur stöðvum. Síðan voru stofnuð hér hin og þessi fyrirtæki sem voru að breyta bílum í metanbíla. Það var misvel gert og það hafði auðvitað sín áhrif. Í mörgum tilvikum var um algjört fúsk að ræða og hreinlega með ólíkindum að sumum þessara fyrirtækja hafi verið leyft að breyta bílunum,“ segir Özur. Runólfur nefnir einnig breytingar á vörugjöldum bifreiða frá árinu 2011. „Þeim var breytt þannig að þau miðast ekki lengur við stærð bílvéla heldur mengun í útblæstri. Því eru fleiri ökutæki undir nýja mengunarviðmiðinu og metanbílar hafa því fengið aukna samkeppni frá neyslugrönnum bensín- og dísilbílum,“ segir Runólfur. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Nýskráningum rafbíla fjölgaði um 258 prósent á síðasta ári miðað við árið 2011. Sala á nýjum metanbílum dróst aftur á móti saman um 64 prósent á sama tímabili og bifreiðum sem var breytt í metanbíla fækkaði úr 404 í 57. Þetta kemur fram í tölum frá Samgöngustofu.Runólfur Ólafsson og Özur Lárusson.Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, tengir aukna sölu á rafbílum við ákvörðun stjórnvalda um að fella niður virðisaukaskatt og vörugjöld á rafbílum. „Þá urðu bílarnir samkeppnishæfir í verði sem þeir eru annars ekki því þeir eru dýrari en aðrir bílar. Það skýrir þessa sprengingu í rafbílasölu sem við höfum séð á síðustu tveimur árum,“ segir Özur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), tekur undir með Özuri um áhrifin af aðgerðum stjórnvalda. „En á sama hátt er undarlegt að í nýrri löggjöf um vistvænt eldsneyti í samgöngum á landi er ekki gert ráð fyrir því að fjölgun rafbíla geti verið þáttur í að auka hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum á landi. Við hjá FÍB teljum að þar hafi stjórnvöld fúskað við lagagerðina,“ segir Runólfur. Samdráttur í sölu metanbíla á sér margar skýringar að mati Özurar og Runólfs. Özur nefnir meðal annars að fáir bílaframleiðendur selja metanbíla og aðgengi að metandælum er takmarkað. „Til skamms tíma var einungis hægt að kaupa metan á einum útsölustað og nú er búið að bæta við einni eða tveimur stöðvum. Síðan voru stofnuð hér hin og þessi fyrirtæki sem voru að breyta bílum í metanbíla. Það var misvel gert og það hafði auðvitað sín áhrif. Í mörgum tilvikum var um algjört fúsk að ræða og hreinlega með ólíkindum að sumum þessara fyrirtækja hafi verið leyft að breyta bílunum,“ segir Özur. Runólfur nefnir einnig breytingar á vörugjöldum bifreiða frá árinu 2011. „Þeim var breytt þannig að þau miðast ekki lengur við stærð bílvéla heldur mengun í útblæstri. Því eru fleiri ökutæki undir nýja mengunarviðmiðinu og metanbílar hafa því fengið aukna samkeppni frá neyslugrönnum bensín- og dísilbílum,“ segir Runólfur.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira