Viðskipti innlent

Valitor veitir fimm styrki

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frá vinstri eru Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, Anna Rún Ingvarsdóttir, varaformaður stjórnar Valitor, Margrét Guðjónsdóttir, f.h. Eyglóar Dóru Davíðsdóttur, Sveinn Guðmundsson f.h. Hjartaheilla, Jón Þorsteinn Reynisson, Hrafnhildur Þórarinsdóttir, f.h. Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar og Anna María Daníelsdóttir, f.h. Björgunarsveitar Hafnarfjarðar.
Frá vinstri eru Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, Anna Rún Ingvarsdóttir, varaformaður stjórnar Valitor, Margrét Guðjónsdóttir, f.h. Eyglóar Dóru Davíðsdóttur, Sveinn Guðmundsson f.h. Hjartaheilla, Jón Þorsteinn Reynisson, Hrafnhildur Þórarinsdóttir, f.h. Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar og Anna María Daníelsdóttir, f.h. Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. mynd / valitor
Samfélagssjóður Valitor veitti á gamlársdag fimm styrki en hlutverk sjóðsins er að styðja við vandlega valin málefni sem bæta mannlíf og efla.

Að þessu sinni hlutu eftirtaldir aðilar styrk úr sjóðnum:

Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar til að aðstoða bágstaddar fjölskyldur í Hafnarfirði í formi matarkorta.

Hjartaheill vegna átaksins – Styrkjum hjartaþræðina – sem er söfnun fyrir nýju hjartaþræðingartæki á Landspítalann.

Eygló Dóra Davíðsdóttir til að stunda meistaranám í fiðluleik við Tónlistarháskólann í Lübeck.

Björgunarsveit Hafnarfjarðar til kaupa á búnaði í leitartæknikistu hópsins.



Jón Þ. Reynisson til að stunda harmonikunám við Det Kongelige Danske  Musikkonservatorium.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×