Viðskipti innlent

12% ársaukning íslenskra léna

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Rúmlega 76% .is-léna eru skráð á innlenda aðila.
Rúmlega 76% .is-léna eru skráð á innlenda aðila. Mynd/Úr safni
Nýskráð íslensk lén hjá ISNIC árið 2013 voru 9.881 talsins. Alls var 4.615 lénum eytt. Þetta kemur fram í árstölum ISNIC.

Nettófjölgun léna 2013 var því 5.266 lén móti 5.172 lénum 2012.

Heildarfjöldi skráðra .is-léna í árslok 2013 var 46.742 móti 41.106 ári áður, sem gerir um 12% ársaukningu.

Rúmlega 76% .is-léna eru skráð á innlenda aðila og eins og á undanförnum árum fjölgaði rétthöfum utan Íslands nokkuð hraðar en innlendum rétthöfum en innlendir rétthafar voru skráðir fyrir um 80% allra .is-léna fyrir ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×