Viðskipti innlent

Engar eignir fundust upp í 2,5 milljarða gjaldþrot

Samúel Karl Ólason skrifar
Meðal annars tók Arnar þátt í uppbyggingu í Helgafellslandi.
Meðal annars tók Arnar þátt í uppbyggingu í Helgafellslandi. Mynd/GVA
Engar eignir fengust upp í 2,5 milljarða kröfur í þrotabú Arnars Sölvasonar. Gjaldþrotaskiptum lauk þann 18. desember. Í Lögbirtingarblaðinu kemur fram að allar kröfurnar hafi á endanum flokkaðar sem almennar.

Á vef Viðskiptablaðsins kemur fram að stærstu kröfurnar hafi verið 1,2 milljarða krafa frá gamla Landsbankanum og 800 miljóna krafa frá nýja Landsbankanum.

Arnar var úrskurðaður gjaldþrota í desember 2012 en hann byggði stærsta einbýlishús landsins sem staðsett er í Garðabæ og er nú fokhelt. Húsið er 930 fermetrar að stærð. Einnig vann Arnar að uppbyggingu á landi Helgafells við Mosfellsbæ þar sem um 1.000 íbúðir áttu að rísa. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×