Viðskipti innlent

Vægi Icelandair minnkar milli ára

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Vægi Wow Air fór úr tíu prósentum upp í fimmtán.
Vægi Wow Air fór úr tíu prósentum upp í fimmtán. Mynd/Friðrik
Vægi Icelandair í flugumferð á Keflavíkurflugvelli hefur minnkað milli ára. Þannig stóð félagið fyrir fimm af hverjum sex brottförum frá Keflavík í desember árið 2012 en hlutfallið er núna tæp 74 prósent. Vefsíðan Túristi.is segir frá þessu.

Vægi Wow Air fór úr tíu prósentum upp í fimmtán og hlutdeild Easy Jet af ferðunum er nú 6,5 prósent en var tæp tvö prósent í desember árið 2012.

Icelandair og Wow Air fjölguðu hvort um sig brottförum sínum um fimmtíu talsins og nemur það aukningu um tíund hjá Icelandair. Þetta er hins vegar nærri því tvöföldun á umsvifum Wow Air milli ára. Easy Jet fór úr tíu brottförum í 45.

Öll þau fimm flugfélög sem fljúga héðan allt árið um kring bættu við sig ferðum í samanburði við sama tíma árið 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×