Viðskipti innlent

Stefán Ólafsson hættur í stjórn Íbúðalánasjóðs

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands.
Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands. MYND/GVA
Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, er hættur í stjórn Íbúðalánasjóðs en þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins í dag. Honum var veitt lausn úr stjórn sjóðsins á föstudaginn.

„Það liggur í því að ég er að taka að mér aukin verkefni á mínu fagsviði, bæði hér heima og erlendis,“ segir Stefán í samtali við VB.is aðspurður um ástæður þess að hann hætti í stjórninni. Hann segir að mikið vinnuálag fylgi því að sitja í stjórninni.

Töluverð hreyfing hefur verið á stjórn Íbúðarlánasjóðs að undanförnu en Rósa Guðbjartsdóttir hætti í stjórninni í haust eftir að hafa setið aðeins nokkra daga.

Kristrún Heimisdóttir baðst síðan lausnar frá stjórninni í byrjun desember þegar hún tók við starfi framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×