Vodafone rukkar fyrir niðurhal á Google og YouTube Stefán Árni Pálsson skrifar 31. janúar 2014 07:00 Fjarskiptafyrirtækið Vodafone rukkar fyrir erlent niðurhal á síðum Google og YouTube. Notkun á þessum svæðum er oft á tíðum ekki skilgreind sem erlent niðurhal. Google hefur gefið netþjóna víðsvegar um heiminn og speglar sá netþjónn efni frá vefsíðum Google og Youtube. Þeir eru með íslenskar IP-tölur en fjarskiptafyrirtækin sjá um uppihald, rafmagn og gagnaflæði til og frá netþjónunum. Notkun á þessum svæðum ætti því ekki að vera skilgreind sem erlent niðurhal. Íslenskir notendur sækja efni á þessum svæðum innanlands. Um leið og einhver Íslendingur halar niður efni frá til að mynda á YouTube hefur það myndband verið vistað á umræddum netþjóni sem speglar því áfram. Vodafone hefur aftur á móti tekið þá ákvörðum að rukka sína viðskiptavini fyrir erlent niðurhal á umræddum svæðum Google og Youtube. „Allt efni sem vistað er hérlendis telst til innlends niðurhals hjá Símanum. Allt það sem sótt er utan landssteinanna er erlent. Ef vinsælt YouTube-efni er vistað innlands heyrir það til innlends niðurhals,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans í samtali við Vísi. „Síminn breytti ekki forsendum flokkunar milli erlends og innlends efnis til þess að geta talið Youtube-efni viðskiptavini sinna eftir að það var vistað á innlendum netþjóni. Við speglunina í maí minnkaði erlent niðurhal heimila hjá Símanum um 28%. Breytingin varð beinn ávinningur fyrir heimili og fyrirtæki í viðskiptum við Símann.“ Fjarskiptafyrirtækið Hringdu rukkar ekki fyrir erlent niðurhal á þessum svæðum líkt og Vodafone. „Hjá Hringdu höfum við verið með efnisspegla líkt og önnur fjarskiptafélög í þó nokkurn tíma til að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar, en það efni sem fer í gegnum speglana hjá Hringdu hefur ávallt verið flokkað sem innlent gagnamagn. Það er okkar álit að það sé eina rétta leiðin í meðhöndlun á því efni sem fer í speglana og munum við halda þeirri stefnu áfram,“ segir Játvarður Jökull Ingvarsson, framkvæmdarstjóri Hringdu, í samtali við Vísi. Það sama er upp á teninginum hjá fjarskipafyrirtækinu Tal og rukkar fyrirtækið ekki fyrir erlent niðurhal á Google og Youtube. „Niðurhal sem fer í gegnum speglunarþjónustu Google flokkast sem innlent niðurhal og eru viðskiptavinir Tals ekki rukkaðir fyrir það,“ segir Steinar Karl Kristjánsson, forstöðumaður verkefna- og tæknisvið hjá Tal, í samtali við Vísi. 365 býður einnig upp á netþjónustu og rukkar fyrirtækið ekki fyrir niðurhal á Google síðum og Youtube. Í því tilfelli styðst fyrirtækið einnig við samskonar speglun eða það sem kallast Google Cache netþjónn. Þess ber að geta að Vísir.is er í eigu 365. Af þeim fimm fjarskiptafyrirtækjum sem fréttastofa skoðaði var Vodafone eina fyrirtækið sem rukkaði fyrir erlent niðurhal á þessum svæðum. Fjarskiptafyrirtæki á borð við NOVA, sem býður upp á internetþjónustu í gegnum 3G og 4G, rukkar fyrir allt niðurhal hvort sem það er innanlands eða erlent niðurhal. Í þig tilfelli er ekki gerður greinarmunur á niðurhali yfirleitt. Þess í stað hefur Vodafone aukið innifalið gagnamagn allra netáskrifta og á sama tíma hækkar ekki verð á netþjónustu við breytinguna, en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Þetta muni stórauka erlent gagnamagn sem er innifalið í netáskriftarleiðum fyrirtækisins þann 1. febrúar. Aukningin nemur allt að 250 gígabætum, en hlutfallslega verður aukningin mest á minnstu áskriftarleiðinni. Þar mun innifalið gagnamagn fimmfaldast. Verð þjónustunnar mun haldast óbreytt. Breytingarnar eru eftirfarandi:Með þessu vill Vodafone bregðast við stóraukinni gagnamagnsnotkun viðskiptavina sinna undanfarin misseri. Fyrirtækið hefur einnig tekið ákvörðun um að hækka ekki verðskrá sína vegna almennrar fjarskiptaþjónustu nú í upphafi árs og stuðla þannig að stöðugu verðlagi í samfélaginu. Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Fjarskiptafyrirtækið Vodafone rukkar fyrir erlent niðurhal á síðum Google og YouTube. Notkun á þessum svæðum er oft á tíðum ekki skilgreind sem erlent niðurhal. Google hefur gefið netþjóna víðsvegar um heiminn og speglar sá netþjónn efni frá vefsíðum Google og Youtube. Þeir eru með íslenskar IP-tölur en fjarskiptafyrirtækin sjá um uppihald, rafmagn og gagnaflæði til og frá netþjónunum. Notkun á þessum svæðum ætti því ekki að vera skilgreind sem erlent niðurhal. Íslenskir notendur sækja efni á þessum svæðum innanlands. Um leið og einhver Íslendingur halar niður efni frá til að mynda á YouTube hefur það myndband verið vistað á umræddum netþjóni sem speglar því áfram. Vodafone hefur aftur á móti tekið þá ákvörðum að rukka sína viðskiptavini fyrir erlent niðurhal á umræddum svæðum Google og Youtube. „Allt efni sem vistað er hérlendis telst til innlends niðurhals hjá Símanum. Allt það sem sótt er utan landssteinanna er erlent. Ef vinsælt YouTube-efni er vistað innlands heyrir það til innlends niðurhals,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans í samtali við Vísi. „Síminn breytti ekki forsendum flokkunar milli erlends og innlends efnis til þess að geta talið Youtube-efni viðskiptavini sinna eftir að það var vistað á innlendum netþjóni. Við speglunina í maí minnkaði erlent niðurhal heimila hjá Símanum um 28%. Breytingin varð beinn ávinningur fyrir heimili og fyrirtæki í viðskiptum við Símann.“ Fjarskiptafyrirtækið Hringdu rukkar ekki fyrir erlent niðurhal á þessum svæðum líkt og Vodafone. „Hjá Hringdu höfum við verið með efnisspegla líkt og önnur fjarskiptafélög í þó nokkurn tíma til að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar, en það efni sem fer í gegnum speglana hjá Hringdu hefur ávallt verið flokkað sem innlent gagnamagn. Það er okkar álit að það sé eina rétta leiðin í meðhöndlun á því efni sem fer í speglana og munum við halda þeirri stefnu áfram,“ segir Játvarður Jökull Ingvarsson, framkvæmdarstjóri Hringdu, í samtali við Vísi. Það sama er upp á teninginum hjá fjarskipafyrirtækinu Tal og rukkar fyrirtækið ekki fyrir erlent niðurhal á Google og Youtube. „Niðurhal sem fer í gegnum speglunarþjónustu Google flokkast sem innlent niðurhal og eru viðskiptavinir Tals ekki rukkaðir fyrir það,“ segir Steinar Karl Kristjánsson, forstöðumaður verkefna- og tæknisvið hjá Tal, í samtali við Vísi. 365 býður einnig upp á netþjónustu og rukkar fyrirtækið ekki fyrir niðurhal á Google síðum og Youtube. Í því tilfelli styðst fyrirtækið einnig við samskonar speglun eða það sem kallast Google Cache netþjónn. Þess ber að geta að Vísir.is er í eigu 365. Af þeim fimm fjarskiptafyrirtækjum sem fréttastofa skoðaði var Vodafone eina fyrirtækið sem rukkaði fyrir erlent niðurhal á þessum svæðum. Fjarskiptafyrirtæki á borð við NOVA, sem býður upp á internetþjónustu í gegnum 3G og 4G, rukkar fyrir allt niðurhal hvort sem það er innanlands eða erlent niðurhal. Í þig tilfelli er ekki gerður greinarmunur á niðurhali yfirleitt. Þess í stað hefur Vodafone aukið innifalið gagnamagn allra netáskrifta og á sama tíma hækkar ekki verð á netþjónustu við breytinguna, en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Þetta muni stórauka erlent gagnamagn sem er innifalið í netáskriftarleiðum fyrirtækisins þann 1. febrúar. Aukningin nemur allt að 250 gígabætum, en hlutfallslega verður aukningin mest á minnstu áskriftarleiðinni. Þar mun innifalið gagnamagn fimmfaldast. Verð þjónustunnar mun haldast óbreytt. Breytingarnar eru eftirfarandi:Með þessu vill Vodafone bregðast við stóraukinni gagnamagnsnotkun viðskiptavina sinna undanfarin misseri. Fyrirtækið hefur einnig tekið ákvörðun um að hækka ekki verðskrá sína vegna almennrar fjarskiptaþjónustu nú í upphafi árs og stuðla þannig að stöðugu verðlagi í samfélaginu.
Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira