Vodafone rukkar fyrir niðurhal á Google og YouTube Stefán Árni Pálsson skrifar 31. janúar 2014 07:00 Fjarskiptafyrirtækið Vodafone rukkar fyrir erlent niðurhal á síðum Google og YouTube. Notkun á þessum svæðum er oft á tíðum ekki skilgreind sem erlent niðurhal. Google hefur gefið netþjóna víðsvegar um heiminn og speglar sá netþjónn efni frá vefsíðum Google og Youtube. Þeir eru með íslenskar IP-tölur en fjarskiptafyrirtækin sjá um uppihald, rafmagn og gagnaflæði til og frá netþjónunum. Notkun á þessum svæðum ætti því ekki að vera skilgreind sem erlent niðurhal. Íslenskir notendur sækja efni á þessum svæðum innanlands. Um leið og einhver Íslendingur halar niður efni frá til að mynda á YouTube hefur það myndband verið vistað á umræddum netþjóni sem speglar því áfram. Vodafone hefur aftur á móti tekið þá ákvörðum að rukka sína viðskiptavini fyrir erlent niðurhal á umræddum svæðum Google og Youtube. „Allt efni sem vistað er hérlendis telst til innlends niðurhals hjá Símanum. Allt það sem sótt er utan landssteinanna er erlent. Ef vinsælt YouTube-efni er vistað innlands heyrir það til innlends niðurhals,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans í samtali við Vísi. „Síminn breytti ekki forsendum flokkunar milli erlends og innlends efnis til þess að geta talið Youtube-efni viðskiptavini sinna eftir að það var vistað á innlendum netþjóni. Við speglunina í maí minnkaði erlent niðurhal heimila hjá Símanum um 28%. Breytingin varð beinn ávinningur fyrir heimili og fyrirtæki í viðskiptum við Símann.“ Fjarskiptafyrirtækið Hringdu rukkar ekki fyrir erlent niðurhal á þessum svæðum líkt og Vodafone. „Hjá Hringdu höfum við verið með efnisspegla líkt og önnur fjarskiptafélög í þó nokkurn tíma til að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar, en það efni sem fer í gegnum speglana hjá Hringdu hefur ávallt verið flokkað sem innlent gagnamagn. Það er okkar álit að það sé eina rétta leiðin í meðhöndlun á því efni sem fer í speglana og munum við halda þeirri stefnu áfram,“ segir Játvarður Jökull Ingvarsson, framkvæmdarstjóri Hringdu, í samtali við Vísi. Það sama er upp á teninginum hjá fjarskipafyrirtækinu Tal og rukkar fyrirtækið ekki fyrir erlent niðurhal á Google og Youtube. „Niðurhal sem fer í gegnum speglunarþjónustu Google flokkast sem innlent niðurhal og eru viðskiptavinir Tals ekki rukkaðir fyrir það,“ segir Steinar Karl Kristjánsson, forstöðumaður verkefna- og tæknisvið hjá Tal, í samtali við Vísi. 365 býður einnig upp á netþjónustu og rukkar fyrirtækið ekki fyrir niðurhal á Google síðum og Youtube. Í því tilfelli styðst fyrirtækið einnig við samskonar speglun eða það sem kallast Google Cache netþjónn. Þess ber að geta að Vísir.is er í eigu 365. Af þeim fimm fjarskiptafyrirtækjum sem fréttastofa skoðaði var Vodafone eina fyrirtækið sem rukkaði fyrir erlent niðurhal á þessum svæðum. Fjarskiptafyrirtæki á borð við NOVA, sem býður upp á internetþjónustu í gegnum 3G og 4G, rukkar fyrir allt niðurhal hvort sem það er innanlands eða erlent niðurhal. Í þig tilfelli er ekki gerður greinarmunur á niðurhali yfirleitt. Þess í stað hefur Vodafone aukið innifalið gagnamagn allra netáskrifta og á sama tíma hækkar ekki verð á netþjónustu við breytinguna, en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Þetta muni stórauka erlent gagnamagn sem er innifalið í netáskriftarleiðum fyrirtækisins þann 1. febrúar. Aukningin nemur allt að 250 gígabætum, en hlutfallslega verður aukningin mest á minnstu áskriftarleiðinni. Þar mun innifalið gagnamagn fimmfaldast. Verð þjónustunnar mun haldast óbreytt. Breytingarnar eru eftirfarandi:Með þessu vill Vodafone bregðast við stóraukinni gagnamagnsnotkun viðskiptavina sinna undanfarin misseri. Fyrirtækið hefur einnig tekið ákvörðun um að hækka ekki verðskrá sína vegna almennrar fjarskiptaþjónustu nú í upphafi árs og stuðla þannig að stöðugu verðlagi í samfélaginu. Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Fjarskiptafyrirtækið Vodafone rukkar fyrir erlent niðurhal á síðum Google og YouTube. Notkun á þessum svæðum er oft á tíðum ekki skilgreind sem erlent niðurhal. Google hefur gefið netþjóna víðsvegar um heiminn og speglar sá netþjónn efni frá vefsíðum Google og Youtube. Þeir eru með íslenskar IP-tölur en fjarskiptafyrirtækin sjá um uppihald, rafmagn og gagnaflæði til og frá netþjónunum. Notkun á þessum svæðum ætti því ekki að vera skilgreind sem erlent niðurhal. Íslenskir notendur sækja efni á þessum svæðum innanlands. Um leið og einhver Íslendingur halar niður efni frá til að mynda á YouTube hefur það myndband verið vistað á umræddum netþjóni sem speglar því áfram. Vodafone hefur aftur á móti tekið þá ákvörðum að rukka sína viðskiptavini fyrir erlent niðurhal á umræddum svæðum Google og Youtube. „Allt efni sem vistað er hérlendis telst til innlends niðurhals hjá Símanum. Allt það sem sótt er utan landssteinanna er erlent. Ef vinsælt YouTube-efni er vistað innlands heyrir það til innlends niðurhals,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans í samtali við Vísi. „Síminn breytti ekki forsendum flokkunar milli erlends og innlends efnis til þess að geta talið Youtube-efni viðskiptavini sinna eftir að það var vistað á innlendum netþjóni. Við speglunina í maí minnkaði erlent niðurhal heimila hjá Símanum um 28%. Breytingin varð beinn ávinningur fyrir heimili og fyrirtæki í viðskiptum við Símann.“ Fjarskiptafyrirtækið Hringdu rukkar ekki fyrir erlent niðurhal á þessum svæðum líkt og Vodafone. „Hjá Hringdu höfum við verið með efnisspegla líkt og önnur fjarskiptafélög í þó nokkurn tíma til að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar, en það efni sem fer í gegnum speglana hjá Hringdu hefur ávallt verið flokkað sem innlent gagnamagn. Það er okkar álit að það sé eina rétta leiðin í meðhöndlun á því efni sem fer í speglana og munum við halda þeirri stefnu áfram,“ segir Játvarður Jökull Ingvarsson, framkvæmdarstjóri Hringdu, í samtali við Vísi. Það sama er upp á teninginum hjá fjarskipafyrirtækinu Tal og rukkar fyrirtækið ekki fyrir erlent niðurhal á Google og Youtube. „Niðurhal sem fer í gegnum speglunarþjónustu Google flokkast sem innlent niðurhal og eru viðskiptavinir Tals ekki rukkaðir fyrir það,“ segir Steinar Karl Kristjánsson, forstöðumaður verkefna- og tæknisvið hjá Tal, í samtali við Vísi. 365 býður einnig upp á netþjónustu og rukkar fyrirtækið ekki fyrir niðurhal á Google síðum og Youtube. Í því tilfelli styðst fyrirtækið einnig við samskonar speglun eða það sem kallast Google Cache netþjónn. Þess ber að geta að Vísir.is er í eigu 365. Af þeim fimm fjarskiptafyrirtækjum sem fréttastofa skoðaði var Vodafone eina fyrirtækið sem rukkaði fyrir erlent niðurhal á þessum svæðum. Fjarskiptafyrirtæki á borð við NOVA, sem býður upp á internetþjónustu í gegnum 3G og 4G, rukkar fyrir allt niðurhal hvort sem það er innanlands eða erlent niðurhal. Í þig tilfelli er ekki gerður greinarmunur á niðurhali yfirleitt. Þess í stað hefur Vodafone aukið innifalið gagnamagn allra netáskrifta og á sama tíma hækkar ekki verð á netþjónustu við breytinguna, en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Þetta muni stórauka erlent gagnamagn sem er innifalið í netáskriftarleiðum fyrirtækisins þann 1. febrúar. Aukningin nemur allt að 250 gígabætum, en hlutfallslega verður aukningin mest á minnstu áskriftarleiðinni. Þar mun innifalið gagnamagn fimmfaldast. Verð þjónustunnar mun haldast óbreytt. Breytingarnar eru eftirfarandi:Með þessu vill Vodafone bregðast við stóraukinni gagnamagnsnotkun viðskiptavina sinna undanfarin misseri. Fyrirtækið hefur einnig tekið ákvörðun um að hækka ekki verðskrá sína vegna almennrar fjarskiptaþjónustu nú í upphafi árs og stuðla þannig að stöðugu verðlagi í samfélaginu.
Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira