Telur ásakanir WOW ekki standast skoðun Jóhannes Stefánsson skrifar 31. janúar 2014 17:47 Skarphéðinn Berg er undrandi yfir framgöngu Skúla Mogensen, forstjóra Wow Air. Vísir/Kristján Sigurjónsson Skarphéðinn Berg Steinarsson fyrrverandi forstjóri Iceland Express segir Isavia ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. Hann furðar sig á viðbrögðum Skúla Mogensen við því að Wow Air hafi ekki hlotið brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli á þeim tíma sem þeir óskuðu eftir.Skúli Mogensen, forstjóri Wow Air, hefur síðustu daga meðal annars sakað Isavia um að „vernda hagsmuni og einokun Icelandair." Hann segir ákvörðun Isavia um að áfrýja niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem komst að því að Isavia skyldi úthluta Wow Air brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli „á milli kl 16:00 og 17:30 fyrir flug til áfangastaða í Bandaríkjum Norður-Ameríku," varna því að félagið geti hafið flug til Bandaríkjanna á þessu ári. Áfrýjunin frestar réttaráhrifum ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins, og því þarf Wow Air enn sem komið er að notast við brottfarartíma klukkan 17:50, samkvæmt úthlutun.Ekkert óvenjulegt við úthlutunina Skarphéðinn furðar sig á þessum viðbrögðum Wow Air, enda hafi Iceland Express ekki átt í neinum vandkvæðum með að sinna flugi til Boston og New York árið 2011 á sama tíma og Wow Air fékk úthlutað, eða kl 17:50. Þeir hafi þó þurft að færa morgunflug sín til Evrópu frá klukkan sjö að morgni til klukkan hálf níu, til að halda samhengi í flugáætluninni. Skarphéðinn undrast yfir því að Wow Air geti ekki gert slíkt hið sama, og bendir á að þessar breytingar hafi verið gerðar í góðu samstarfi við Isavia og Icelandair á sínum tíma. Á þeim tíma flýtti Icelandair sínum ferðum til að koma til móts við Iceland Express.Norsk flugmálayfirvöld á öðru máli en Wow AirSAS og norsk flugmálayfirvöld deildu fyrir um áratug síðan um sambærilegt mál á norskum flugvöllum. Fred Andreas Wister, sem annast samræmingu afgreiðslutíma á flugvöllum þar í landi, sagði í samtali við fréttavefinn Túristi.is að norsk yfirvöld gætu ekki beitt sér í slíkum málum, enda væri tímaúthlutun á flugvöllum hluti af sameiginlegum evrópskum reglum, sem hafi forgangsáhrif yfir innlendum lögum samkvæmt EES-samningnum. I ljósi þess hafi Norwegian á sínum tíma þurft að sætta sig við þá tíma sem þeir fengu úthlutað. Félagið hefur þrátt fyrir það dafnað og er meðal stærstu lággjaldaflugfélaga í Evrópu. Fréttavefurinn Túristi.is greinir frá. Tengdar fréttir WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39 Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Skarphéðinn Berg Steinarsson fyrrverandi forstjóri Iceland Express segir Isavia ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. Hann furðar sig á viðbrögðum Skúla Mogensen við því að Wow Air hafi ekki hlotið brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli á þeim tíma sem þeir óskuðu eftir.Skúli Mogensen, forstjóri Wow Air, hefur síðustu daga meðal annars sakað Isavia um að „vernda hagsmuni og einokun Icelandair." Hann segir ákvörðun Isavia um að áfrýja niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem komst að því að Isavia skyldi úthluta Wow Air brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli „á milli kl 16:00 og 17:30 fyrir flug til áfangastaða í Bandaríkjum Norður-Ameríku," varna því að félagið geti hafið flug til Bandaríkjanna á þessu ári. Áfrýjunin frestar réttaráhrifum ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins, og því þarf Wow Air enn sem komið er að notast við brottfarartíma klukkan 17:50, samkvæmt úthlutun.Ekkert óvenjulegt við úthlutunina Skarphéðinn furðar sig á þessum viðbrögðum Wow Air, enda hafi Iceland Express ekki átt í neinum vandkvæðum með að sinna flugi til Boston og New York árið 2011 á sama tíma og Wow Air fékk úthlutað, eða kl 17:50. Þeir hafi þó þurft að færa morgunflug sín til Evrópu frá klukkan sjö að morgni til klukkan hálf níu, til að halda samhengi í flugáætluninni. Skarphéðinn undrast yfir því að Wow Air geti ekki gert slíkt hið sama, og bendir á að þessar breytingar hafi verið gerðar í góðu samstarfi við Isavia og Icelandair á sínum tíma. Á þeim tíma flýtti Icelandair sínum ferðum til að koma til móts við Iceland Express.Norsk flugmálayfirvöld á öðru máli en Wow AirSAS og norsk flugmálayfirvöld deildu fyrir um áratug síðan um sambærilegt mál á norskum flugvöllum. Fred Andreas Wister, sem annast samræmingu afgreiðslutíma á flugvöllum þar í landi, sagði í samtali við fréttavefinn Túristi.is að norsk yfirvöld gætu ekki beitt sér í slíkum málum, enda væri tímaúthlutun á flugvöllum hluti af sameiginlegum evrópskum reglum, sem hafi forgangsáhrif yfir innlendum lögum samkvæmt EES-samningnum. I ljósi þess hafi Norwegian á sínum tíma þurft að sætta sig við þá tíma sem þeir fengu úthlutað. Félagið hefur þrátt fyrir það dafnað og er meðal stærstu lággjaldaflugfélaga í Evrópu. Fréttavefurinn Túristi.is greinir frá.
Tengdar fréttir WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39 Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39
Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02