Telur ásakanir WOW ekki standast skoðun Jóhannes Stefánsson skrifar 31. janúar 2014 17:47 Skarphéðinn Berg er undrandi yfir framgöngu Skúla Mogensen, forstjóra Wow Air. Vísir/Kristján Sigurjónsson Skarphéðinn Berg Steinarsson fyrrverandi forstjóri Iceland Express segir Isavia ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. Hann furðar sig á viðbrögðum Skúla Mogensen við því að Wow Air hafi ekki hlotið brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli á þeim tíma sem þeir óskuðu eftir.Skúli Mogensen, forstjóri Wow Air, hefur síðustu daga meðal annars sakað Isavia um að „vernda hagsmuni og einokun Icelandair." Hann segir ákvörðun Isavia um að áfrýja niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem komst að því að Isavia skyldi úthluta Wow Air brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli „á milli kl 16:00 og 17:30 fyrir flug til áfangastaða í Bandaríkjum Norður-Ameríku," varna því að félagið geti hafið flug til Bandaríkjanna á þessu ári. Áfrýjunin frestar réttaráhrifum ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins, og því þarf Wow Air enn sem komið er að notast við brottfarartíma klukkan 17:50, samkvæmt úthlutun.Ekkert óvenjulegt við úthlutunina Skarphéðinn furðar sig á þessum viðbrögðum Wow Air, enda hafi Iceland Express ekki átt í neinum vandkvæðum með að sinna flugi til Boston og New York árið 2011 á sama tíma og Wow Air fékk úthlutað, eða kl 17:50. Þeir hafi þó þurft að færa morgunflug sín til Evrópu frá klukkan sjö að morgni til klukkan hálf níu, til að halda samhengi í flugáætluninni. Skarphéðinn undrast yfir því að Wow Air geti ekki gert slíkt hið sama, og bendir á að þessar breytingar hafi verið gerðar í góðu samstarfi við Isavia og Icelandair á sínum tíma. Á þeim tíma flýtti Icelandair sínum ferðum til að koma til móts við Iceland Express.Norsk flugmálayfirvöld á öðru máli en Wow AirSAS og norsk flugmálayfirvöld deildu fyrir um áratug síðan um sambærilegt mál á norskum flugvöllum. Fred Andreas Wister, sem annast samræmingu afgreiðslutíma á flugvöllum þar í landi, sagði í samtali við fréttavefinn Túristi.is að norsk yfirvöld gætu ekki beitt sér í slíkum málum, enda væri tímaúthlutun á flugvöllum hluti af sameiginlegum evrópskum reglum, sem hafi forgangsáhrif yfir innlendum lögum samkvæmt EES-samningnum. I ljósi þess hafi Norwegian á sínum tíma þurft að sætta sig við þá tíma sem þeir fengu úthlutað. Félagið hefur þrátt fyrir það dafnað og er meðal stærstu lággjaldaflugfélaga í Evrópu. Fréttavefurinn Túristi.is greinir frá. Tengdar fréttir WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39 Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Sjá meira
Skarphéðinn Berg Steinarsson fyrrverandi forstjóri Iceland Express segir Isavia ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. Hann furðar sig á viðbrögðum Skúla Mogensen við því að Wow Air hafi ekki hlotið brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli á þeim tíma sem þeir óskuðu eftir.Skúli Mogensen, forstjóri Wow Air, hefur síðustu daga meðal annars sakað Isavia um að „vernda hagsmuni og einokun Icelandair." Hann segir ákvörðun Isavia um að áfrýja niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem komst að því að Isavia skyldi úthluta Wow Air brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli „á milli kl 16:00 og 17:30 fyrir flug til áfangastaða í Bandaríkjum Norður-Ameríku," varna því að félagið geti hafið flug til Bandaríkjanna á þessu ári. Áfrýjunin frestar réttaráhrifum ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins, og því þarf Wow Air enn sem komið er að notast við brottfarartíma klukkan 17:50, samkvæmt úthlutun.Ekkert óvenjulegt við úthlutunina Skarphéðinn furðar sig á þessum viðbrögðum Wow Air, enda hafi Iceland Express ekki átt í neinum vandkvæðum með að sinna flugi til Boston og New York árið 2011 á sama tíma og Wow Air fékk úthlutað, eða kl 17:50. Þeir hafi þó þurft að færa morgunflug sín til Evrópu frá klukkan sjö að morgni til klukkan hálf níu, til að halda samhengi í flugáætluninni. Skarphéðinn undrast yfir því að Wow Air geti ekki gert slíkt hið sama, og bendir á að þessar breytingar hafi verið gerðar í góðu samstarfi við Isavia og Icelandair á sínum tíma. Á þeim tíma flýtti Icelandair sínum ferðum til að koma til móts við Iceland Express.Norsk flugmálayfirvöld á öðru máli en Wow AirSAS og norsk flugmálayfirvöld deildu fyrir um áratug síðan um sambærilegt mál á norskum flugvöllum. Fred Andreas Wister, sem annast samræmingu afgreiðslutíma á flugvöllum þar í landi, sagði í samtali við fréttavefinn Túristi.is að norsk yfirvöld gætu ekki beitt sér í slíkum málum, enda væri tímaúthlutun á flugvöllum hluti af sameiginlegum evrópskum reglum, sem hafi forgangsáhrif yfir innlendum lögum samkvæmt EES-samningnum. I ljósi þess hafi Norwegian á sínum tíma þurft að sætta sig við þá tíma sem þeir fengu úthlutað. Félagið hefur þrátt fyrir það dafnað og er meðal stærstu lággjaldaflugfélaga í Evrópu. Fréttavefurinn Túristi.is greinir frá.
Tengdar fréttir WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39 Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Sjá meira
WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39
Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02