Innlent

Íslendingur handtekinn á Heathrow og látinn afplána tólf mánaða dóm

MYND/AFP
Íslendingur var í síðustu viku handtekinn á Heathrow flugvelli og settur í varðhald en maðurinn hafði flúið frá Bretlandi árið 2005 eftir að hafa verið ákærður fyrir líkamsárás.

Hann var dæmdur í tólf mánaða fangelsi á sínum tíma en hann var tvítugur þegar árásin átti sér stað.

Fjallað er um málið í breska miðlinum Kent Online og þar segir að dómari hafi í síðustu viku úrskurðað að hann þurfi nú að sitja af sér dóminn. Lögmaður mannsins reyndi að fá dóminn mildaðan en maðurinn er sagður farsæll viðskiptamaður í dag, búsettur í Þýskalandi.

Þá benti lögmaðurinn á að hann hafi margsinnis komið til Englands eftir atburðinn án nokkurra vandkvæða. Dómarinn sagði hinsvegar að réttlætið verði að hafa sinn gang, maðurinn hafi verið dæmdur í fangelsi á sínum tíma og því verði hann að una.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×