Margfalt metár hjá hitaveitunni á höfuðborgarsvæðinu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. janúar 2014 16:28 Mynd/GVA Árið 2013 var margfalt metár í hitaveiturekstri Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í frétt Orkuveitunnar. Heitvatnsnotkun á ári hefur aldrei verið meiri en í heild notuðu fólk og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu liðlega 78 milljónir rúmmetra af heitu vatni árið 2013. Átta mánuðir ársins 2013 voru metmánuðir, það er að aldrei hafði notkunin verið meiri í þeim mánuði. Ef notkun hvers mánaðar er borin saman við meðaltal áranna 2006 til 2012 kemur í ljós að alla mánuði ársins, nema í febrúar, var notkunin yfir meðallagi.Þann 6. desember var metrennsli um hitaveituæðarnar í borginni. Um kvöldmatarleytið þennan föstudag náði klukkustundarrennslið 16.087 rúmmetrum á klukkustund. Það gera um 270 rúmmetra á sekúndu og svarar til rennsli Elliðaánna af heitu vatni streymdu í híbýli á höfuðborgarsvæðinu, frá Hafnarfirði í suðri til Kjalarness í norðri. Meðalrennsli Elliðaánna er 4,75 rúmmetrar á sekúndu. Fyrra klukkustundarmet var frá árinu 2008 og nam 15.614 rúmmetrum á klukkustund.Nærtækustu skýringuna á þessu segir Orkuveitan vera að finna í veðurfarsyfirliti Veðurstofu Íslands. Þar segir meðal annars að sumarið hafi verið talið óhagstætt um landið sunnan- og vestanvert, óvenjusnarpt kuldakast hafi gert um mánaðamót apríl og maí, dauf tíð sunnanlands í júní og þungbúið veður og þrálát úrkoma syðra í ágúst. Umhleypingar voru í nóvember og kuldakast í byrjun desember. En þótt meðalhiti ársins 2013 hafi verið yfir meðaltali áranna 1961-1990, þá sinnir hitaveitan talsvert fleirum og meira húsnæði nú en á því árabili. Um 90% heita vatnsins eru nýtt til húshitunar og tengslin á milli lofthita og heitavatnsnotkunar því sterk.Mynd/Orkuveita Reykjavíkur Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Árið 2013 var margfalt metár í hitaveiturekstri Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í frétt Orkuveitunnar. Heitvatnsnotkun á ári hefur aldrei verið meiri en í heild notuðu fólk og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu liðlega 78 milljónir rúmmetra af heitu vatni árið 2013. Átta mánuðir ársins 2013 voru metmánuðir, það er að aldrei hafði notkunin verið meiri í þeim mánuði. Ef notkun hvers mánaðar er borin saman við meðaltal áranna 2006 til 2012 kemur í ljós að alla mánuði ársins, nema í febrúar, var notkunin yfir meðallagi.Þann 6. desember var metrennsli um hitaveituæðarnar í borginni. Um kvöldmatarleytið þennan föstudag náði klukkustundarrennslið 16.087 rúmmetrum á klukkustund. Það gera um 270 rúmmetra á sekúndu og svarar til rennsli Elliðaánna af heitu vatni streymdu í híbýli á höfuðborgarsvæðinu, frá Hafnarfirði í suðri til Kjalarness í norðri. Meðalrennsli Elliðaánna er 4,75 rúmmetrar á sekúndu. Fyrra klukkustundarmet var frá árinu 2008 og nam 15.614 rúmmetrum á klukkustund.Nærtækustu skýringuna á þessu segir Orkuveitan vera að finna í veðurfarsyfirliti Veðurstofu Íslands. Þar segir meðal annars að sumarið hafi verið talið óhagstætt um landið sunnan- og vestanvert, óvenjusnarpt kuldakast hafi gert um mánaðamót apríl og maí, dauf tíð sunnanlands í júní og þungbúið veður og þrálát úrkoma syðra í ágúst. Umhleypingar voru í nóvember og kuldakast í byrjun desember. En þótt meðalhiti ársins 2013 hafi verið yfir meðaltali áranna 1961-1990, þá sinnir hitaveitan talsvert fleirum og meira húsnæði nú en á því árabili. Um 90% heita vatnsins eru nýtt til húshitunar og tengslin á milli lofthita og heitavatnsnotkunar því sterk.Mynd/Orkuveita Reykjavíkur
Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira