Fækkun stjórnenda bitnar á skólastarfi 6. október 2014 07:00 Anna Kristín segir óljóst hvort sameiningar hafi svarað kostnaði sem af þeim hlaust. Fréttablaðið/Ernir Efnahagskreppan bitnaði mest á stjórnun í skólastarfi, segir Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, um nýlega rannsókn starfsmanna Menntavísindasviðs. Rannsóknin fjallaði um áhrif efnahagskreppunnar á skólastarf í grunn-, leik- og framhaldsskólum í Reykjavík. „Stöðugildum deildarstjóra í grunnskólum Reykjavíkur hefur fækkað úr 84 árið 2007 í tæplega 40 árið 2013, eða um rúmlega helming, sem er mjög mikið,“ segir Anna Kristín. „Svona mikil fækkun stjórnenda eykur álag á stofnanirnar. Fækkunin hefur bitnað á þróunarstarfi og samstarfi við foreldra og öðru en beint lýtur að kennslu,“ segir Anna Kristín og bætir við að „verkefni sem áður var sinnt af deildarstjórum eru nú á hendi skólastjóra eða umsjónarkennara“. Þar að auki hafi stuðningskerfi skólanna dregist saman og tækifærum til símenntunar fækkað. Hins vegar hafi tekist að verja kennsluna sjálfa, enda sé fjöldi nemanda á hvert stöðugildi kennara svipaður og var árið 2005. Hrunið og niðurskurðurinn sem því fylgdi hafi ekki valdið kreppu í skólastarfi í þeim skilningi að því gildismati sem skólastarfið byggði á væri verulega ógnað. „Þótt það kæmi þreyta í skólastarfið þegar frá leið olli það ekki skólakreppu,“ segir hún. Aðspurð hvort sameiningar í grunn- og leikskólum hafi borgað sig segir Anna Kristín: „Ávinningurinn við sameiningar var bara sá sem ætlað var. Það átti bara að spara um eitt stöðugildi stjórnenda í hverri sameiningu.“ Hvort það hafi svarað þeim kostnaði sem hlaust af sameiningunum sé óljóst. „Þeir sem tóku þátt í rannsókninni sögðu ýmislegt hafa verið til bóta. Hins vegar hefði þurft meiri stuðning við sameininguna sjálfa. Það kostar að sameina en sá stuðningur kom ekki því farið var í sameiningar vegna niðurskurðar. Niðurskurðartími er líklega ekki besti tíminn fyrir sameiningar,“ segir Anna Kristín. Meiri óánægja virðist hafa verið í leikskólum en grunnskólum með sameiningarnar. „Þetta var svolítið erfitt í leikskólunum. Það var sums staðar svolítil sorg og mikill hiti í umræðunni. Það gæti verið af því að þetta eru minni stofnanir og hugsanlega viðkvæmari,“ segir Anna Kristín. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Efnahagskreppan bitnaði mest á stjórnun í skólastarfi, segir Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, um nýlega rannsókn starfsmanna Menntavísindasviðs. Rannsóknin fjallaði um áhrif efnahagskreppunnar á skólastarf í grunn-, leik- og framhaldsskólum í Reykjavík. „Stöðugildum deildarstjóra í grunnskólum Reykjavíkur hefur fækkað úr 84 árið 2007 í tæplega 40 árið 2013, eða um rúmlega helming, sem er mjög mikið,“ segir Anna Kristín. „Svona mikil fækkun stjórnenda eykur álag á stofnanirnar. Fækkunin hefur bitnað á þróunarstarfi og samstarfi við foreldra og öðru en beint lýtur að kennslu,“ segir Anna Kristín og bætir við að „verkefni sem áður var sinnt af deildarstjórum eru nú á hendi skólastjóra eða umsjónarkennara“. Þar að auki hafi stuðningskerfi skólanna dregist saman og tækifærum til símenntunar fækkað. Hins vegar hafi tekist að verja kennsluna sjálfa, enda sé fjöldi nemanda á hvert stöðugildi kennara svipaður og var árið 2005. Hrunið og niðurskurðurinn sem því fylgdi hafi ekki valdið kreppu í skólastarfi í þeim skilningi að því gildismati sem skólastarfið byggði á væri verulega ógnað. „Þótt það kæmi þreyta í skólastarfið þegar frá leið olli það ekki skólakreppu,“ segir hún. Aðspurð hvort sameiningar í grunn- og leikskólum hafi borgað sig segir Anna Kristín: „Ávinningurinn við sameiningar var bara sá sem ætlað var. Það átti bara að spara um eitt stöðugildi stjórnenda í hverri sameiningu.“ Hvort það hafi svarað þeim kostnaði sem hlaust af sameiningunum sé óljóst. „Þeir sem tóku þátt í rannsókninni sögðu ýmislegt hafa verið til bóta. Hins vegar hefði þurft meiri stuðning við sameininguna sjálfa. Það kostar að sameina en sá stuðningur kom ekki því farið var í sameiningar vegna niðurskurðar. Niðurskurðartími er líklega ekki besti tíminn fyrir sameiningar,“ segir Anna Kristín. Meiri óánægja virðist hafa verið í leikskólum en grunnskólum með sameiningarnar. „Þetta var svolítið erfitt í leikskólunum. Það var sums staðar svolítil sorg og mikill hiti í umræðunni. Það gæti verið af því að þetta eru minni stofnanir og hugsanlega viðkvæmari,“ segir Anna Kristín.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira