Norðurþing undirbýr útboð lóða á Bakka Haraldur Guðmundsson skrifar 19. mars 2014 07:30 Gert er ráð fyrir að kísilmálmversmiðja PCC hefji starfsemi í byrjun árs 2017. Vísir/Pjetur „Það sem er einfaldlega að gerast er að hér er allt á fullu. Við erum að undirbúa útboð á lóðum á Bakka og hér er fullt af verktökum sem eru að skoða svæðið og meta stöðuna," segir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings. Landsvirkjun tilkynnti á mánudag um orkusamning fyrirtækisins og PCC Bakki Silicon hf. Orkufyrirtækið mun samkvæmt honum útvega rafmagn fyrir fjörutíu milljarða króna kísilmálmverksmiðju sem PCC hyggst reisa á Bakka við Húsavík. Mánuði áður var tilkynnt um samning Landsnets og PCC um raforkuflutninga og tveimur vikum síðar bárust fréttir af ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um að heimila ríkissjóði og Norðurþingi að veita fé til uppbyggingar iðnaðarhafna á Húsavík, verkefni upp á fjóra milljarða króna. Í síðustu viku samþykkti ESA síðan ríkisaðstoð til PCC vegna byggingar verksmiðjunnar. Orkusamningur Landsvirkjunar og PCC bíður nú samþykkis ESA. „Þetta er tilkynningaskylda en maður hefur ekki áhyggjur af þeim málum," segir Bergur. Bæjaryfirvöld ræða nú við önnur fyrirtæki sem hafa sýnt iðnaðaruppbyggingu á Bakka áhuga. Á meðal þeirra eru franska stórfyrirtækið Saint Gobain sem hefur óskað eftir lóð undir slípiefnaverksmiðju og íslenska félagið Klappir Development sem vill byggja og reka 120 þúsund tonna álver á svæðinu. Ingvar Unnsteinn Skúlason, framkvæmdastjóri Klappir Development, segir verkefnið í góðum farvegi og að félagið ræði nú við Landsvirkjun um orkusölu. „Það er ýmislegt í deiglunni sem ekki er tímabært að greina frá," segir Bergur spurður hvaða önnur fyrirtæki eigi nú í viðræðum við bæjaryfirvöld. „En það er þannig að við erum farin að finna fyrir öðrum umsvifum. Hér á Húsavík eru allt í einu komin þrjú endurskoðunarfyrirtæki, tvær verkfræðistofur og ýmis önnur fyrirtæki hafa komið hingað til að skoða aðstæður. Svo er verið að stækka hótel á staðnum um 4.700 fermetra og deiliskipuleggja fyrir öðru. Við erum því farin að finna fyrir þessum afleiddu áhrifum sem menn hafa óskað sér og það er mjög jákvætt," segir Bergur. Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
„Það sem er einfaldlega að gerast er að hér er allt á fullu. Við erum að undirbúa útboð á lóðum á Bakka og hér er fullt af verktökum sem eru að skoða svæðið og meta stöðuna," segir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings. Landsvirkjun tilkynnti á mánudag um orkusamning fyrirtækisins og PCC Bakki Silicon hf. Orkufyrirtækið mun samkvæmt honum útvega rafmagn fyrir fjörutíu milljarða króna kísilmálmverksmiðju sem PCC hyggst reisa á Bakka við Húsavík. Mánuði áður var tilkynnt um samning Landsnets og PCC um raforkuflutninga og tveimur vikum síðar bárust fréttir af ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um að heimila ríkissjóði og Norðurþingi að veita fé til uppbyggingar iðnaðarhafna á Húsavík, verkefni upp á fjóra milljarða króna. Í síðustu viku samþykkti ESA síðan ríkisaðstoð til PCC vegna byggingar verksmiðjunnar. Orkusamningur Landsvirkjunar og PCC bíður nú samþykkis ESA. „Þetta er tilkynningaskylda en maður hefur ekki áhyggjur af þeim málum," segir Bergur. Bæjaryfirvöld ræða nú við önnur fyrirtæki sem hafa sýnt iðnaðaruppbyggingu á Bakka áhuga. Á meðal þeirra eru franska stórfyrirtækið Saint Gobain sem hefur óskað eftir lóð undir slípiefnaverksmiðju og íslenska félagið Klappir Development sem vill byggja og reka 120 þúsund tonna álver á svæðinu. Ingvar Unnsteinn Skúlason, framkvæmdastjóri Klappir Development, segir verkefnið í góðum farvegi og að félagið ræði nú við Landsvirkjun um orkusölu. „Það er ýmislegt í deiglunni sem ekki er tímabært að greina frá," segir Bergur spurður hvaða önnur fyrirtæki eigi nú í viðræðum við bæjaryfirvöld. „En það er þannig að við erum farin að finna fyrir öðrum umsvifum. Hér á Húsavík eru allt í einu komin þrjú endurskoðunarfyrirtæki, tvær verkfræðistofur og ýmis önnur fyrirtæki hafa komið hingað til að skoða aðstæður. Svo er verið að stækka hótel á staðnum um 4.700 fermetra og deiliskipuleggja fyrir öðru. Við erum því farin að finna fyrir þessum afleiddu áhrifum sem menn hafa óskað sér og það er mjög jákvætt," segir Bergur.
Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira