Fjármögnun raforkusæstrengs komin á fullan skrið Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2014 21:11 Fjármögnun sæstrengs milli Íslands og Bretlands er komin á fullan skrið og er leidd af breskum fjárfestum og fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun segir að beðið sé eftir samkomulagi stjórnvalda þessara landa. Mikil alvara er að baki undirbúningsvinnu vegna sæstrengs milli Bretlands og Íslands og er fjármögnun langt komin, en frá þessu var greint í Kjarnanum á dögunum. Verkefnið hefur verið kallað The Atlantic Supergrid, eða Atlantshafsdreifikerfið. Verkefnið miðar að því að fjármagna og leggja 1000 kílómetra langan sæstreng milli landanna með stöðugri afkastagetu upp á 1,2 gígavattstundir, eða 1200 megavött, af raforku. Einn af þeim sem leiðir verkefnið í Bretlandi er Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu viljayfirlýsingu í maí 2012 um möguleikann álagningu sæstrengs.Landsvirkjun sér um orkuöflun en strengurinn fjármagnaður á markaði Fyrir réttum tveimur árum sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali við Stöð 2 að fyrirtækið þyrfti tvö ár til að meta kosti og galla við lagningu strengsins og hvort það borgaði sig að ráðast í verkefnið. Frá upphafi var gert ráð fyrir að Landsvirkjun sæi um orkuöflun en kæmi ekki að fjármögnun strengsins sjálfs sem yrði í höndum fjárfesta. Verkefnið gæti falið í sér mikla tekjuöflun fyrir þjóðarbúið með sölu á raforku til Bretlands. Núna hefur Landsvirkjun haft tvö ár til að meta kosti og galla þessa verkefnis. Er það mat ykkar að þetta sé raunhæft og hagkvæmt? „Það eru ennþá mjög jákvæð teikn á lofti að þetta geti verið mjög hagkvæmt fyrir Ísland til þess að gera meiri verðmæti út úr orkukostum landsins, en við erum ennþá að skoða þetta verkefni,“ segir Björgvin Skúli Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun í samtali við Stöð 2, en Björgvin Skúli hefur umsjón með verkefninu hjá fyrirtækinu.Ragnheiður Elín kortleggur næstu skref Nettó útflutningstekjur vegna strengsins gætu numið 7-76 milljörðum króna árlega samkvæmt skýrslu ráðgjafarhóps iðnaðarráðherra. Atvinnuveganefnd Alþingis skilaði umsögn um málið í byrjun árs þar sem lagt var til að það yrði skoðað áfram. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fundaði síðan í mars á þessu ári með Michael Fallon, núverandi orkumálaráðherra Bretlands. „Við áttum ágætis fund þar sem við fórum yfir stöðu þessa máls og það er greinilegur áhugi þeim megin, eins og fram hefur komið, en það er enginn þrýstingur eða tímapressa sem ég varð vör við. Við erum núna í ráðuneytinu að kortleggja næstu skref í málinu,“ segir Ragnheiður Elín. Hún segir að niðurstaða þeirrar vinnu ætti að liggja fyrir á næstu mánuðum. Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna varð kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Fjármögnun sæstrengs milli Íslands og Bretlands er komin á fullan skrið og er leidd af breskum fjárfestum og fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun segir að beðið sé eftir samkomulagi stjórnvalda þessara landa. Mikil alvara er að baki undirbúningsvinnu vegna sæstrengs milli Bretlands og Íslands og er fjármögnun langt komin, en frá þessu var greint í Kjarnanum á dögunum. Verkefnið hefur verið kallað The Atlantic Supergrid, eða Atlantshafsdreifikerfið. Verkefnið miðar að því að fjármagna og leggja 1000 kílómetra langan sæstreng milli landanna með stöðugri afkastagetu upp á 1,2 gígavattstundir, eða 1200 megavött, af raforku. Einn af þeim sem leiðir verkefnið í Bretlandi er Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu viljayfirlýsingu í maí 2012 um möguleikann álagningu sæstrengs.Landsvirkjun sér um orkuöflun en strengurinn fjármagnaður á markaði Fyrir réttum tveimur árum sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali við Stöð 2 að fyrirtækið þyrfti tvö ár til að meta kosti og galla við lagningu strengsins og hvort það borgaði sig að ráðast í verkefnið. Frá upphafi var gert ráð fyrir að Landsvirkjun sæi um orkuöflun en kæmi ekki að fjármögnun strengsins sjálfs sem yrði í höndum fjárfesta. Verkefnið gæti falið í sér mikla tekjuöflun fyrir þjóðarbúið með sölu á raforku til Bretlands. Núna hefur Landsvirkjun haft tvö ár til að meta kosti og galla þessa verkefnis. Er það mat ykkar að þetta sé raunhæft og hagkvæmt? „Það eru ennþá mjög jákvæð teikn á lofti að þetta geti verið mjög hagkvæmt fyrir Ísland til þess að gera meiri verðmæti út úr orkukostum landsins, en við erum ennþá að skoða þetta verkefni,“ segir Björgvin Skúli Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun í samtali við Stöð 2, en Björgvin Skúli hefur umsjón með verkefninu hjá fyrirtækinu.Ragnheiður Elín kortleggur næstu skref Nettó útflutningstekjur vegna strengsins gætu numið 7-76 milljörðum króna árlega samkvæmt skýrslu ráðgjafarhóps iðnaðarráðherra. Atvinnuveganefnd Alþingis skilaði umsögn um málið í byrjun árs þar sem lagt var til að það yrði skoðað áfram. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fundaði síðan í mars á þessu ári með Michael Fallon, núverandi orkumálaráðherra Bretlands. „Við áttum ágætis fund þar sem við fórum yfir stöðu þessa máls og það er greinilegur áhugi þeim megin, eins og fram hefur komið, en það er enginn þrýstingur eða tímapressa sem ég varð vör við. Við erum núna í ráðuneytinu að kortleggja næstu skref í málinu,“ segir Ragnheiður Elín. Hún segir að niðurstaða þeirrar vinnu ætti að liggja fyrir á næstu mánuðum.
Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna varð kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent