Eigendur stærstu útgerðanna fá í sinn hlut tvöfalt á við veiðigjöldin Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. nóvember 2014 07:00 Veiðigjöld eru mun lægri en arðurinn sem greiddur er til eigenda Arðgreiðslur HB Granda, kvótahæsta útgerðarfélags á Íslandi, til eigenda sinna vegna síðasta rekstrarárs voru um það bil tvöfalt hærri en félagið greiddi í veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2013/2014. Í heild greiddi félagið eigendum sínum rétt liðlega 1,3 milljarða króna í veiðigjald og sérstakt veiðigjald. Aftur á móti greiddi félagið eigendum sínum rétt liðlega 17,2 milljónir evra, eða um 2,7 milljarða króna, í arð vegna síðasta rekstrarárs. Þá er miðað við gengi evrunnar eins og það var á lokadegi ársins. Arðgreiðslur Samherja Ísland og Síldarvinnslunnar til eigenda sinna eru jafnvel enn hærri í hlutfalli við veiðigjöld, en fyrrnefnda félagið er í 90 prósenta eigu Samherja hf. og síðarnefnda í 45 prósenta eigu þess sama félags. Samherji Ísland greiddi tæplega 892 milljónir króna í veiðigjöld en eigendur félagsins fengu greidda rúma tvo milljarða króna í arð. Síldarvinnslan greiddi aftur á móti tæplega 720 milljónir króna í veiðigjöld og rúma tvo milljarða í arð. Málið horfir öðruvísi við þegar horft er til félaganna Þorbjörns í Grindavík og FISK Seafood á Sauðárkróki. Þorbjörn greiddi engan arð en greiddi 365 milljónir króna í heildarveiðigjöld. FISK Seafood greiddi 333 milljónir króna í heildarveiðigjöld en 266 milljónir rúmar í arð. Samkvæmt lögum um veiðigjöld frá árinu 2012 er veiðigjald lagt á útgerðir með tvennum hætti. Annars vegar er almennt veiðigjald og hins vegar sérstakt veiðigjald. Almenna gjaldinu er ætlað að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu. Sérstaka veiðigjaldinu er ætlað að tryggja þjóðinni hlutdeild í þeim umframarði sem nýting takmarkaðrar auðlindar getur skapað. Sjávarútvegsfyrirtækin eru einu fyrirtæki á landinu sem greiða sérstakt gjald fyrir afnot af náttúruauðlindum. Að auki greiða fyrirtækin tekjuskatt eins og önnur fyrirtæki. Í skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveginn sem kom út í gær segir að þegar opinber gjöld sjávarútvegsfélaga eru skoðuð í heild sést að þau námu í fyrra 28 milljörðum króna. Veiðigjaldið vó þar þyngst, nam um 9,7 milljörðum króna og skiptist þannig að 4,9 milljarðar voru almennt veiðigjald og 4,8 milljarðar sérstakt veiðigjald. Veiðigjöldin urðu í fyrsta sinn hærri en tekjuskatturinn á árinu 2010 og hafa verið það alla tíð síðan.Frá Vestmannaeyjum. Ísfélag Vestmannaeyjar greiðir fjórðu hæstu veiðigjöldin en er ellefta kvótahæsta fyrirtækiðVísir/Óskar FriðrikssonÍsfélagið greiddi fjórðu hæstu veiðigjöldinRöð kvótahæstu útgerðanna er sannarlega ekki hin sama og röð þeirra fyrirtækja sem greiða hæstu veiðigjöldin. Það félag sem greiðir fjórðu hæstu veiðigjöldin, á eftir HB Granda, Samherja og Síldarvinnslunni, er Ísfélag Vestmannaeyja. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á dögunum nam hagnaður Ísfélagsins í fyrra 3,3 milljörðum króna eftir skatt. Félagið gerir upp í Bandaríkjadölum og nam hagnaðurinn í þeirri mynt 26,44 milljónum. Fyrirtækið greiddi samtals 709 milljónir króna í veiðigjöld og sérstök veiðigjöld. Í ársreikningi fyrir árið 2013 eru ekki gefnar upp upplýsingar um arðgreiðslur í ár fyrir síðasta rekstrarár. Arðgreiðslur í fyrra fyrir árið 2012 voru 1,15 milljarðar. Ísfélagið er hins vegar ellefta fyrirtækið í röðinni yfir kvótahæstu fyrirtækin. Auk Ísfélagsins greiða Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum, Skinney-Þinganes og Eskja hærri veiðigjöld en Þorbjörn og FISK-Seafood. Þá greiðir Brim einnig hærri veiðigjöld en FISK. Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Arðgreiðslur HB Granda, kvótahæsta útgerðarfélags á Íslandi, til eigenda sinna vegna síðasta rekstrarárs voru um það bil tvöfalt hærri en félagið greiddi í veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2013/2014. Í heild greiddi félagið eigendum sínum rétt liðlega 1,3 milljarða króna í veiðigjald og sérstakt veiðigjald. Aftur á móti greiddi félagið eigendum sínum rétt liðlega 17,2 milljónir evra, eða um 2,7 milljarða króna, í arð vegna síðasta rekstrarárs. Þá er miðað við gengi evrunnar eins og það var á lokadegi ársins. Arðgreiðslur Samherja Ísland og Síldarvinnslunnar til eigenda sinna eru jafnvel enn hærri í hlutfalli við veiðigjöld, en fyrrnefnda félagið er í 90 prósenta eigu Samherja hf. og síðarnefnda í 45 prósenta eigu þess sama félags. Samherji Ísland greiddi tæplega 892 milljónir króna í veiðigjöld en eigendur félagsins fengu greidda rúma tvo milljarða króna í arð. Síldarvinnslan greiddi aftur á móti tæplega 720 milljónir króna í veiðigjöld og rúma tvo milljarða í arð. Málið horfir öðruvísi við þegar horft er til félaganna Þorbjörns í Grindavík og FISK Seafood á Sauðárkróki. Þorbjörn greiddi engan arð en greiddi 365 milljónir króna í heildarveiðigjöld. FISK Seafood greiddi 333 milljónir króna í heildarveiðigjöld en 266 milljónir rúmar í arð. Samkvæmt lögum um veiðigjöld frá árinu 2012 er veiðigjald lagt á útgerðir með tvennum hætti. Annars vegar er almennt veiðigjald og hins vegar sérstakt veiðigjald. Almenna gjaldinu er ætlað að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu. Sérstaka veiðigjaldinu er ætlað að tryggja þjóðinni hlutdeild í þeim umframarði sem nýting takmarkaðrar auðlindar getur skapað. Sjávarútvegsfyrirtækin eru einu fyrirtæki á landinu sem greiða sérstakt gjald fyrir afnot af náttúruauðlindum. Að auki greiða fyrirtækin tekjuskatt eins og önnur fyrirtæki. Í skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveginn sem kom út í gær segir að þegar opinber gjöld sjávarútvegsfélaga eru skoðuð í heild sést að þau námu í fyrra 28 milljörðum króna. Veiðigjaldið vó þar þyngst, nam um 9,7 milljörðum króna og skiptist þannig að 4,9 milljarðar voru almennt veiðigjald og 4,8 milljarðar sérstakt veiðigjald. Veiðigjöldin urðu í fyrsta sinn hærri en tekjuskatturinn á árinu 2010 og hafa verið það alla tíð síðan.Frá Vestmannaeyjum. Ísfélag Vestmannaeyjar greiðir fjórðu hæstu veiðigjöldin en er ellefta kvótahæsta fyrirtækiðVísir/Óskar FriðrikssonÍsfélagið greiddi fjórðu hæstu veiðigjöldinRöð kvótahæstu útgerðanna er sannarlega ekki hin sama og röð þeirra fyrirtækja sem greiða hæstu veiðigjöldin. Það félag sem greiðir fjórðu hæstu veiðigjöldin, á eftir HB Granda, Samherja og Síldarvinnslunni, er Ísfélag Vestmannaeyja. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á dögunum nam hagnaður Ísfélagsins í fyrra 3,3 milljörðum króna eftir skatt. Félagið gerir upp í Bandaríkjadölum og nam hagnaðurinn í þeirri mynt 26,44 milljónum. Fyrirtækið greiddi samtals 709 milljónir króna í veiðigjöld og sérstök veiðigjöld. Í ársreikningi fyrir árið 2013 eru ekki gefnar upp upplýsingar um arðgreiðslur í ár fyrir síðasta rekstrarár. Arðgreiðslur í fyrra fyrir árið 2012 voru 1,15 milljarðar. Ísfélagið er hins vegar ellefta fyrirtækið í röðinni yfir kvótahæstu fyrirtækin. Auk Ísfélagsins greiða Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum, Skinney-Þinganes og Eskja hærri veiðigjöld en Þorbjörn og FISK-Seafood. Þá greiðir Brim einnig hærri veiðigjöld en FISK.
Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira