Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Kristján Már Unnarsson skrifar 11. desember 2014 20:45 Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og rætt við Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar CRI. Um tvö ár eru frá því tilraunaverksmiðja félagsins í Svartsengi við Grindavík tók til starfa. Fyrirtækið hefur nú gerst aðili að verkefni um að reisa samskonar verksmiðju í Þýskalandi, við kolaorkuver utan við Dortmund. Verksmiðjan mun framleiða metanól úr rafmagni og koltvísýringi úr útblæstri kolaorkuversins. Áætlað er að verkefnið kosti 11 milljónir evra, eða um 1.700 milljónir króna, og hefur það hlotið styrk úr Horizon 2020 rannsóknaráætlun Evrópusambandsins. Í viðtali við Stöð 2 sagði Benedikt að með verkefninu væri ætlunin að sýna fram á að tæknin virkaði með sama hætti í kolaorkuveri. -En er þetta kannski bara byrjunin á einhverju miklu stærra úti í heimi? „Það ætla ég rétt að vona. Okkar áætlanir ganga út á það að vera að byggja verksmiðjur, bæði hér á landi og erlendis,“ segir Benedikt Stefánsson.Metanól-verksmiðja Carbon Recycling í Svartsengi. Verið er að leggja lokahönd á stækkun hennar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í fréttatilkynningu félagsins í dag kemur fram að með tækni CRI sé dregið úr losun og koltvísýringi umbreytt í vistvænt fljótandi eldsneyti fyrir bensín- og dísilbíla. Meðal samstarfsaðila CRI í verkefninu séu Mitsubishi-fyrirtækið, evrópskir háskólar og rannsóknarstofnanir. Verkefnið er til þriggja eða fjögurra ára. Þáttur CRI í verkefninu lýtur að hönnun og uppsetningu á tilraunaverksmiðjunni sem byggir á þeirri tækni sem fyrirtækið hefur þróað á rannsóknarstofu sinni í Reykjavík og við smíði og rekstur eldsneytisverksmiðjunnar í Svartsengi. CRI framleiðir endurnýjanlegt og sjálfbært metanól í verksmiðju sinni í Svartsengi undir heitinu Vulcanol, sem er skrásett vörumerki. Hráefni til framleiðslunnar í Svartsengi eru vetni, sem framleitt er úr vatni með rafgreiningu, og koltvísýringur, sem unnin er úr útblæstri jarðvarmavirkjunar HS Orku. Eldsneytið er notað til lífdísilframleiðslu hér á landi og erlendis og til íblöndunar í bensín. CRI hóf starfsemi með rannsóknum og þróun aðferða til framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti árið 2006. Fyrirtækið er einkahlutafélag í eigu um 60 íslenskra og erlendra hluthafa. Verið er að leggja lokahönd á stækkun metanólverksmiðjunnar í Svartsengi. Höfuðstöðvar CRI eru við Borgartún í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa á fjórða tug starfsmanna og ráðgjafa. Mest lesið Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Sjá meira
Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og rætt við Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar CRI. Um tvö ár eru frá því tilraunaverksmiðja félagsins í Svartsengi við Grindavík tók til starfa. Fyrirtækið hefur nú gerst aðili að verkefni um að reisa samskonar verksmiðju í Þýskalandi, við kolaorkuver utan við Dortmund. Verksmiðjan mun framleiða metanól úr rafmagni og koltvísýringi úr útblæstri kolaorkuversins. Áætlað er að verkefnið kosti 11 milljónir evra, eða um 1.700 milljónir króna, og hefur það hlotið styrk úr Horizon 2020 rannsóknaráætlun Evrópusambandsins. Í viðtali við Stöð 2 sagði Benedikt að með verkefninu væri ætlunin að sýna fram á að tæknin virkaði með sama hætti í kolaorkuveri. -En er þetta kannski bara byrjunin á einhverju miklu stærra úti í heimi? „Það ætla ég rétt að vona. Okkar áætlanir ganga út á það að vera að byggja verksmiðjur, bæði hér á landi og erlendis,“ segir Benedikt Stefánsson.Metanól-verksmiðja Carbon Recycling í Svartsengi. Verið er að leggja lokahönd á stækkun hennar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í fréttatilkynningu félagsins í dag kemur fram að með tækni CRI sé dregið úr losun og koltvísýringi umbreytt í vistvænt fljótandi eldsneyti fyrir bensín- og dísilbíla. Meðal samstarfsaðila CRI í verkefninu séu Mitsubishi-fyrirtækið, evrópskir háskólar og rannsóknarstofnanir. Verkefnið er til þriggja eða fjögurra ára. Þáttur CRI í verkefninu lýtur að hönnun og uppsetningu á tilraunaverksmiðjunni sem byggir á þeirri tækni sem fyrirtækið hefur þróað á rannsóknarstofu sinni í Reykjavík og við smíði og rekstur eldsneytisverksmiðjunnar í Svartsengi. CRI framleiðir endurnýjanlegt og sjálfbært metanól í verksmiðju sinni í Svartsengi undir heitinu Vulcanol, sem er skrásett vörumerki. Hráefni til framleiðslunnar í Svartsengi eru vetni, sem framleitt er úr vatni með rafgreiningu, og koltvísýringur, sem unnin er úr útblæstri jarðvarmavirkjunar HS Orku. Eldsneytið er notað til lífdísilframleiðslu hér á landi og erlendis og til íblöndunar í bensín. CRI hóf starfsemi með rannsóknum og þróun aðferða til framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti árið 2006. Fyrirtækið er einkahlutafélag í eigu um 60 íslenskra og erlendra hluthafa. Verið er að leggja lokahönd á stækkun metanólverksmiðjunnar í Svartsengi. Höfuðstöðvar CRI eru við Borgartún í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa á fjórða tug starfsmanna og ráðgjafa.
Mest lesið Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Sjá meira