Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Kristján Már Unnarsson skrifar 11. desember 2014 20:45 Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og rætt við Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar CRI. Um tvö ár eru frá því tilraunaverksmiðja félagsins í Svartsengi við Grindavík tók til starfa. Fyrirtækið hefur nú gerst aðili að verkefni um að reisa samskonar verksmiðju í Þýskalandi, við kolaorkuver utan við Dortmund. Verksmiðjan mun framleiða metanól úr rafmagni og koltvísýringi úr útblæstri kolaorkuversins. Áætlað er að verkefnið kosti 11 milljónir evra, eða um 1.700 milljónir króna, og hefur það hlotið styrk úr Horizon 2020 rannsóknaráætlun Evrópusambandsins. Í viðtali við Stöð 2 sagði Benedikt að með verkefninu væri ætlunin að sýna fram á að tæknin virkaði með sama hætti í kolaorkuveri. -En er þetta kannski bara byrjunin á einhverju miklu stærra úti í heimi? „Það ætla ég rétt að vona. Okkar áætlanir ganga út á það að vera að byggja verksmiðjur, bæði hér á landi og erlendis,“ segir Benedikt Stefánsson.Metanól-verksmiðja Carbon Recycling í Svartsengi. Verið er að leggja lokahönd á stækkun hennar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í fréttatilkynningu félagsins í dag kemur fram að með tækni CRI sé dregið úr losun og koltvísýringi umbreytt í vistvænt fljótandi eldsneyti fyrir bensín- og dísilbíla. Meðal samstarfsaðila CRI í verkefninu séu Mitsubishi-fyrirtækið, evrópskir háskólar og rannsóknarstofnanir. Verkefnið er til þriggja eða fjögurra ára. Þáttur CRI í verkefninu lýtur að hönnun og uppsetningu á tilraunaverksmiðjunni sem byggir á þeirri tækni sem fyrirtækið hefur þróað á rannsóknarstofu sinni í Reykjavík og við smíði og rekstur eldsneytisverksmiðjunnar í Svartsengi. CRI framleiðir endurnýjanlegt og sjálfbært metanól í verksmiðju sinni í Svartsengi undir heitinu Vulcanol, sem er skrásett vörumerki. Hráefni til framleiðslunnar í Svartsengi eru vetni, sem framleitt er úr vatni með rafgreiningu, og koltvísýringur, sem unnin er úr útblæstri jarðvarmavirkjunar HS Orku. Eldsneytið er notað til lífdísilframleiðslu hér á landi og erlendis og til íblöndunar í bensín. CRI hóf starfsemi með rannsóknum og þróun aðferða til framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti árið 2006. Fyrirtækið er einkahlutafélag í eigu um 60 íslenskra og erlendra hluthafa. Verið er að leggja lokahönd á stækkun metanólverksmiðjunnar í Svartsengi. Höfuðstöðvar CRI eru við Borgartún í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa á fjórða tug starfsmanna og ráðgjafa. Mest lesið Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Sjá meira
Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og rætt við Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar CRI. Um tvö ár eru frá því tilraunaverksmiðja félagsins í Svartsengi við Grindavík tók til starfa. Fyrirtækið hefur nú gerst aðili að verkefni um að reisa samskonar verksmiðju í Þýskalandi, við kolaorkuver utan við Dortmund. Verksmiðjan mun framleiða metanól úr rafmagni og koltvísýringi úr útblæstri kolaorkuversins. Áætlað er að verkefnið kosti 11 milljónir evra, eða um 1.700 milljónir króna, og hefur það hlotið styrk úr Horizon 2020 rannsóknaráætlun Evrópusambandsins. Í viðtali við Stöð 2 sagði Benedikt að með verkefninu væri ætlunin að sýna fram á að tæknin virkaði með sama hætti í kolaorkuveri. -En er þetta kannski bara byrjunin á einhverju miklu stærra úti í heimi? „Það ætla ég rétt að vona. Okkar áætlanir ganga út á það að vera að byggja verksmiðjur, bæði hér á landi og erlendis,“ segir Benedikt Stefánsson.Metanól-verksmiðja Carbon Recycling í Svartsengi. Verið er að leggja lokahönd á stækkun hennar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í fréttatilkynningu félagsins í dag kemur fram að með tækni CRI sé dregið úr losun og koltvísýringi umbreytt í vistvænt fljótandi eldsneyti fyrir bensín- og dísilbíla. Meðal samstarfsaðila CRI í verkefninu séu Mitsubishi-fyrirtækið, evrópskir háskólar og rannsóknarstofnanir. Verkefnið er til þriggja eða fjögurra ára. Þáttur CRI í verkefninu lýtur að hönnun og uppsetningu á tilraunaverksmiðjunni sem byggir á þeirri tækni sem fyrirtækið hefur þróað á rannsóknarstofu sinni í Reykjavík og við smíði og rekstur eldsneytisverksmiðjunnar í Svartsengi. CRI framleiðir endurnýjanlegt og sjálfbært metanól í verksmiðju sinni í Svartsengi undir heitinu Vulcanol, sem er skrásett vörumerki. Hráefni til framleiðslunnar í Svartsengi eru vetni, sem framleitt er úr vatni með rafgreiningu, og koltvísýringur, sem unnin er úr útblæstri jarðvarmavirkjunar HS Orku. Eldsneytið er notað til lífdísilframleiðslu hér á landi og erlendis og til íblöndunar í bensín. CRI hóf starfsemi með rannsóknum og þróun aðferða til framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti árið 2006. Fyrirtækið er einkahlutafélag í eigu um 60 íslenskra og erlendra hluthafa. Verið er að leggja lokahönd á stækkun metanólverksmiðjunnar í Svartsengi. Höfuðstöðvar CRI eru við Borgartún í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa á fjórða tug starfsmanna og ráðgjafa.
Mest lesið Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Sjá meira