Landsbankinn hagnast um 28,8 milljarða Haraldur Guðmundsson skrifar 4. mars 2014 16:58 Eigið fé Landsbankans hækkaði um sjö prósent frá áramótum 2012 þrátt fyrir tíu milljarða króna arðgreiðslu á árinu 2013. Vísir/GVA Hagnaður Landsbankans nam 28,8 milljörðum króna eftir skatta á árinu 2013 samanborið við 25,5 milljarða króna á árinu 2012. Það er aukning um 13 prósent milli ára. Í tilkynningu bankans um ársuppgjör 2013 segir að aukningin skýrist einkum af hærri þjónustutekjum, virðisbreytingum lána og hlutabréfa auk lækkunar á kostnaði. Eigið fé bankans nam í lok árs 2013 um 241,4 milljörðum króna. Það hefur hækkað um 7 prósent frá áramótum 2012 þrátt fyrir 10 milljarða króna arðgreiðslu á árinu. Heildareignir bankans námu 1.152 milljörðum í lok árs 2013, hreinar vaxtatekjur námu 34,3 milljörðum króna og þjónustutekjur 5,3 milljörðum.Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir í tilkynningunni að afkoma bankans sé góð og að hún sýni traustan rekstur á öllum sviðum. „Tekjur bankans fara hækkandi og á sama tíma hefur verið dregið verulega úr rekstrarkostnaði. Arðsemi eigin fjár er ágæt þrátt fyrir hátt eiginfjárhlutfall. Vegna traustrar lausafjárstöðu í erlendri mynt greiddi bankinn annað árið í röð stóra fjárhæð inn á skuld sína við LBI hf. Þá greiddi Landsbankinn um 10 milljarða króna í arð á árinu og bankaráð hefur samþykkt að leggja til við aðalfund bankans að greiddur verði 20 milljarða króna arður vegna reksturs ársins 2013. Hagur eigenda, þar með ríkissjóðs sem stærsta eiganda, af góðum rekstri bankans blasir því við,“ segir Steinþór. Hann segir íþyngjandi skatta hafa verið lagða á fjármálafyrirtæki og að á árinu 2013 hafi reiknaðir skattar Landsbankans hækkað um 8,2 milljarð króna miðað við árið á undan og nemi nú 12,3 milljörðum. „Augljóst er að svo þungir skattar kunna að hafa áhrif á kjör til viðskiptavina til lengri tíma,“ segir Steinþór. Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira
Hagnaður Landsbankans nam 28,8 milljörðum króna eftir skatta á árinu 2013 samanborið við 25,5 milljarða króna á árinu 2012. Það er aukning um 13 prósent milli ára. Í tilkynningu bankans um ársuppgjör 2013 segir að aukningin skýrist einkum af hærri þjónustutekjum, virðisbreytingum lána og hlutabréfa auk lækkunar á kostnaði. Eigið fé bankans nam í lok árs 2013 um 241,4 milljörðum króna. Það hefur hækkað um 7 prósent frá áramótum 2012 þrátt fyrir 10 milljarða króna arðgreiðslu á árinu. Heildareignir bankans námu 1.152 milljörðum í lok árs 2013, hreinar vaxtatekjur námu 34,3 milljörðum króna og þjónustutekjur 5,3 milljörðum.Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir í tilkynningunni að afkoma bankans sé góð og að hún sýni traustan rekstur á öllum sviðum. „Tekjur bankans fara hækkandi og á sama tíma hefur verið dregið verulega úr rekstrarkostnaði. Arðsemi eigin fjár er ágæt þrátt fyrir hátt eiginfjárhlutfall. Vegna traustrar lausafjárstöðu í erlendri mynt greiddi bankinn annað árið í röð stóra fjárhæð inn á skuld sína við LBI hf. Þá greiddi Landsbankinn um 10 milljarða króna í arð á árinu og bankaráð hefur samþykkt að leggja til við aðalfund bankans að greiddur verði 20 milljarða króna arður vegna reksturs ársins 2013. Hagur eigenda, þar með ríkissjóðs sem stærsta eiganda, af góðum rekstri bankans blasir því við,“ segir Steinþór. Hann segir íþyngjandi skatta hafa verið lagða á fjármálafyrirtæki og að á árinu 2013 hafi reiknaðir skattar Landsbankans hækkað um 8,2 milljarð króna miðað við árið á undan og nemi nú 12,3 milljörðum. „Augljóst er að svo þungir skattar kunna að hafa áhrif á kjör til viðskiptavina til lengri tíma,“ segir Steinþór.
Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira