Spá óðaverðbólgu í Miðgarði Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2014 10:44 Drekinn Smeyginn ræðir hér við hobbitan Bilbo. Skjáskot Í nýjum Markaðspunktum Greiningardeildar Arion banka er miklu verðhruni gulls og demanta spáð í Miðgarði, ævintýraheiminum sem J. R. R. Tolkien skapaði. Nái dvergarnir að endurheimta fjársjóð drekans Smeygin. Starfsmenn deildarinnar eru meðal þeirra 58.000 íslendinga sem séð hafa aðra kvikmyndina í þríleiknum um hobbitan yfir jólin. „Þótt myndin hafi verið hin besta skemmtun og erfitt annað en að hrífast með föruneyti dverganna sem reyna að endurheimta heimkynni sín í fjallinu Sindarin Erebor verður þó ekki hjá því vikist að hagræn áhrif farar þeirra gætu orðið mikil og jafnvel neikvæð,“ segir í markaðspunktum. Drekinn Smeyginn lúrir nefnilega á verulegum fjársjóði, sem gæti umturnað mörgum efnahagsstærðum og eignaverði í hagkerfi Miðgarðs væri honum ráðstafað hratt. „Í Markaðspunktum dagsins fjallar greiningardeild um það hvernig hobbitar, dvergar, álfar og aðrir fjárfestar í Miðgarði geta brynjað sig fyrir áhrifum þessa. Þeir lesendur Markaðspunkta sem eru ekkert af ofangreindu geta þó vonandi haft bæði gagn og gaman af vangaveltunum.“ Margir hafa reiknað út hve stór Smeygins er í raun, en samkvæmt nýjasta mati tímaritsins Forbes, sem gefur út lista yfir 15 ríkustu skáldsagnapersónur veraldar, var andvirði fjársjóðsins 6.300 milljarðar króna. Sem samsvarar hátt í ferfaldri landsframleiðslu Íslands. Erfitt er fyrir Greiningardeildina að segja til um hve stór fjársjóðurinn sé í hlutfalli við hagkerfi Miðgarðs, en þó er ljóst að í hlutfalli við íbúafjölda er um verulegar upphæðir að tefla, einkum í gulli.Stærstur hluti fjársjóðs Smeygins er úr gulli og silfri.Skjáskot af Markaðspunktum„Það er því eðlilegt að álykta sem svo að ef fjársjóðurinn kæmist í umferð, þá væri það ígildi þess að peningamagn ykist mjög, enda eru mýmörg dæmi þess í mannkynssögunni að gullmynt hafi verið notuð til greiðslumiðlunar.“ „Þannig mætti í raun líta á Smeyginn sem eins konar íhaldssaman seðlabankastjóra (n.k. Paul Volcker Miðgarðs) sem hert hefði verulega á peningalegu aðhaldi með því að leggjast á gullið. Með því að drepa drekann og dreifa gullinu um byggðir heimsins væri verið að slaka aftur á aðhaldsstigi peningastefnunnar, með þeim áhrifum að umsvif í hagkerfinu ykjust í fyrstu en óðaverðbólga tæki síðan við.“ Greiningardeildin setur hinsvegar ákveðna fyrirvara við greininguna, því fátt er til marks um að gull sé notað til greiðslumiðlunar í Miðgarði. Silfur virðist vera aðalgjaldmiðillinn í viðskiptum íbúa. Samanber myntina Castar, sem notuð er í ríkinu Gondor. „Reyndar er skammarlega lítið fjallað um skipan peningamála í bókum Tolkiens, og því er erfitt að fullyrða um það með vissu hver aðalgjaldmiðill Miðgarðs er – greiningardeild er opin fyrir frekari ábendingum um efnið.“ Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Sjá meira
Í nýjum Markaðspunktum Greiningardeildar Arion banka er miklu verðhruni gulls og demanta spáð í Miðgarði, ævintýraheiminum sem J. R. R. Tolkien skapaði. Nái dvergarnir að endurheimta fjársjóð drekans Smeygin. Starfsmenn deildarinnar eru meðal þeirra 58.000 íslendinga sem séð hafa aðra kvikmyndina í þríleiknum um hobbitan yfir jólin. „Þótt myndin hafi verið hin besta skemmtun og erfitt annað en að hrífast með föruneyti dverganna sem reyna að endurheimta heimkynni sín í fjallinu Sindarin Erebor verður þó ekki hjá því vikist að hagræn áhrif farar þeirra gætu orðið mikil og jafnvel neikvæð,“ segir í markaðspunktum. Drekinn Smeyginn lúrir nefnilega á verulegum fjársjóði, sem gæti umturnað mörgum efnahagsstærðum og eignaverði í hagkerfi Miðgarðs væri honum ráðstafað hratt. „Í Markaðspunktum dagsins fjallar greiningardeild um það hvernig hobbitar, dvergar, álfar og aðrir fjárfestar í Miðgarði geta brynjað sig fyrir áhrifum þessa. Þeir lesendur Markaðspunkta sem eru ekkert af ofangreindu geta þó vonandi haft bæði gagn og gaman af vangaveltunum.“ Margir hafa reiknað út hve stór Smeygins er í raun, en samkvæmt nýjasta mati tímaritsins Forbes, sem gefur út lista yfir 15 ríkustu skáldsagnapersónur veraldar, var andvirði fjársjóðsins 6.300 milljarðar króna. Sem samsvarar hátt í ferfaldri landsframleiðslu Íslands. Erfitt er fyrir Greiningardeildina að segja til um hve stór fjársjóðurinn sé í hlutfalli við hagkerfi Miðgarðs, en þó er ljóst að í hlutfalli við íbúafjölda er um verulegar upphæðir að tefla, einkum í gulli.Stærstur hluti fjársjóðs Smeygins er úr gulli og silfri.Skjáskot af Markaðspunktum„Það er því eðlilegt að álykta sem svo að ef fjársjóðurinn kæmist í umferð, þá væri það ígildi þess að peningamagn ykist mjög, enda eru mýmörg dæmi þess í mannkynssögunni að gullmynt hafi verið notuð til greiðslumiðlunar.“ „Þannig mætti í raun líta á Smeyginn sem eins konar íhaldssaman seðlabankastjóra (n.k. Paul Volcker Miðgarðs) sem hert hefði verulega á peningalegu aðhaldi með því að leggjast á gullið. Með því að drepa drekann og dreifa gullinu um byggðir heimsins væri verið að slaka aftur á aðhaldsstigi peningastefnunnar, með þeim áhrifum að umsvif í hagkerfinu ykjust í fyrstu en óðaverðbólga tæki síðan við.“ Greiningardeildin setur hinsvegar ákveðna fyrirvara við greininguna, því fátt er til marks um að gull sé notað til greiðslumiðlunar í Miðgarði. Silfur virðist vera aðalgjaldmiðillinn í viðskiptum íbúa. Samanber myntina Castar, sem notuð er í ríkinu Gondor. „Reyndar er skammarlega lítið fjallað um skipan peningamála í bókum Tolkiens, og því er erfitt að fullyrða um það með vissu hver aðalgjaldmiðill Miðgarðs er – greiningardeild er opin fyrir frekari ábendingum um efnið.“
Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Sjá meira