Misjöfn viðbrögð bílaumboða við lánakjörum BL Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 9. janúar 2014 13:16 Mynd/BL Hin bílaumboðin ætla að bregðast við nýrri leið BL við fjármögnun bílakaupa viðskiptavina sinna. BL hyggst bjóða vaxta- og kostnaðarlaus lán til kaupa á nýjum bílum sem sum umboðin telja örvæntingu en önnur hyggjast gera slíkt hið sama. „Við höfum engin áform uppi um að gefa peninga með þessum hætti, þetta er einhver örvænting held ég. Framlegð nýrra bíla er það lág, örfá prósent og menn bara gefa hana alla með svona löguðu,“ segir Björn Snædal Hólmsteinsson, fjármálastjóri bílaumboðsins Heklu, aðspurður um hvort umboðið hyggist feta í fótspor BL. Lán BL geta að hámarki numið 40 prósentum af andvirði nýs bíls. Þannig sparast 280 þúsund krónur á þremur árum sem annars hefðu farið í vexti og kostnað, ef nýja bifreiðin kostar 3,9 milljónir. „Þetta er frekar örvænting eða trix af því þeir sem þurfa lán fyrir bílakaupum þurfa yfirleitt hærra lán en 40 prósent og ég skil ekki hver á að kaupa þetta nema einhverjir örfáir,“ segir Björn Snædal.Loftur Ágústsson, markaðsstjóri BL, sagði í samtali við Fréttablaðið á þriðjudag að liðka þurfi til svo venjulegt fólk geti nýtt sér þá kosti sem nýir bílar hafa umfram gamla bíla. Björn Snædal segir að þessi lán séu ekki fyrir venjulegt fólk eins og lagt er upp með af BL heldur þurfi fólk að eiga fyrir 60 prósentum af verði bílsins. „Þeir selja lánin sem kostar þó nokkuð margar prósentur og síðan fara lánin þannig í gegnum annan aðila sem þarf að samþykkja lántakann og fleira sem þýðir að auðvitað getur ekki hver sem er fengið lánað,“ segir Björn. Hann segir Heklu ekki munu veita lán til bílakaupa með þessum hætti. „Ég skil ekki að ætla að gefa vextina. Þetta er bara rugl,“ segir Björn Snædal að lokum.Toyota mun bjóða upp á sambærilega vöru og BL.Toyota hyggst hins vegar fylgja í fótspor BL. „Við munum bjóða upp á sambærilega vöru,“ sagði Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota, í samtali við Fréttablaðið. Nákvæmlega hvað Toyota hyggst bjóða upp á vildi hann ekki gefa upp en það mun verða kynnt á bílasýningu þeirra um helgina.Björn Guðmundsson, markaðsstjóri Öskju, segir að þar sé verið að skoða þessi mál. „Þetta þarf allt að skoðast í samstarfi við lánafyrirtækin og við vitum ekki hvaða samning BL er með við lánafyrirtækið. En ef þetta er eitthvað sem markaðurinn vill þá munum við skoða þetta,“ segir Björn. Hann tekur í sama streng og Björn Snædal varðandi fyrir hverja lánin henta. „Þetta hentar alveg klárlega ekki öllum, þú þarft engu að síður að eiga 60 prósent af listaverðinu annaðhvort í öðrum bíl eða peningum. Eftirstöðvunum er svo skipt upp á 36 mánuði sem er mjög stíft. En þetta hentar örugglega fólki sem á eitthvert eigið fé og getur ráðið við þessa stífu endurgreiðslu, sem er auðvitað gott upp á eignamyndun. Það er alltaf betra að geta greitt niður lán hraðar en hægar,“ segir Björn. Hann segir Öskju skoða þetta mál með opnum hug og þau útiloki ekki að fara sömu leið og BL. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Hin bílaumboðin ætla að bregðast við nýrri leið BL við fjármögnun bílakaupa viðskiptavina sinna. BL hyggst bjóða vaxta- og kostnaðarlaus lán til kaupa á nýjum bílum sem sum umboðin telja örvæntingu en önnur hyggjast gera slíkt hið sama. „Við höfum engin áform uppi um að gefa peninga með þessum hætti, þetta er einhver örvænting held ég. Framlegð nýrra bíla er það lág, örfá prósent og menn bara gefa hana alla með svona löguðu,“ segir Björn Snædal Hólmsteinsson, fjármálastjóri bílaumboðsins Heklu, aðspurður um hvort umboðið hyggist feta í fótspor BL. Lán BL geta að hámarki numið 40 prósentum af andvirði nýs bíls. Þannig sparast 280 þúsund krónur á þremur árum sem annars hefðu farið í vexti og kostnað, ef nýja bifreiðin kostar 3,9 milljónir. „Þetta er frekar örvænting eða trix af því þeir sem þurfa lán fyrir bílakaupum þurfa yfirleitt hærra lán en 40 prósent og ég skil ekki hver á að kaupa þetta nema einhverjir örfáir,“ segir Björn Snædal.Loftur Ágústsson, markaðsstjóri BL, sagði í samtali við Fréttablaðið á þriðjudag að liðka þurfi til svo venjulegt fólk geti nýtt sér þá kosti sem nýir bílar hafa umfram gamla bíla. Björn Snædal segir að þessi lán séu ekki fyrir venjulegt fólk eins og lagt er upp með af BL heldur þurfi fólk að eiga fyrir 60 prósentum af verði bílsins. „Þeir selja lánin sem kostar þó nokkuð margar prósentur og síðan fara lánin þannig í gegnum annan aðila sem þarf að samþykkja lántakann og fleira sem þýðir að auðvitað getur ekki hver sem er fengið lánað,“ segir Björn. Hann segir Heklu ekki munu veita lán til bílakaupa með þessum hætti. „Ég skil ekki að ætla að gefa vextina. Þetta er bara rugl,“ segir Björn Snædal að lokum.Toyota mun bjóða upp á sambærilega vöru og BL.Toyota hyggst hins vegar fylgja í fótspor BL. „Við munum bjóða upp á sambærilega vöru,“ sagði Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota, í samtali við Fréttablaðið. Nákvæmlega hvað Toyota hyggst bjóða upp á vildi hann ekki gefa upp en það mun verða kynnt á bílasýningu þeirra um helgina.Björn Guðmundsson, markaðsstjóri Öskju, segir að þar sé verið að skoða þessi mál. „Þetta þarf allt að skoðast í samstarfi við lánafyrirtækin og við vitum ekki hvaða samning BL er með við lánafyrirtækið. En ef þetta er eitthvað sem markaðurinn vill þá munum við skoða þetta,“ segir Björn. Hann tekur í sama streng og Björn Snædal varðandi fyrir hverja lánin henta. „Þetta hentar alveg klárlega ekki öllum, þú þarft engu að síður að eiga 60 prósent af listaverðinu annaðhvort í öðrum bíl eða peningum. Eftirstöðvunum er svo skipt upp á 36 mánuði sem er mjög stíft. En þetta hentar örugglega fólki sem á eitthvert eigið fé og getur ráðið við þessa stífu endurgreiðslu, sem er auðvitað gott upp á eignamyndun. Það er alltaf betra að geta greitt niður lán hraðar en hægar,“ segir Björn. Hann segir Öskju skoða þetta mál með opnum hug og þau útiloki ekki að fara sömu leið og BL.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira