Styttist í lækkun höfuðstóls húsnæðislána Heimir Már Pétursson skrifar 19. ágúst 2014 15:58 Frestur til að sækja um lækkun höfuðstóls húsnæðislána rennur út 1. september. Fólk gæti farið að sjá lækkun afborgana fyrir áramót. Fimmtíu og tvö þúsund umsóknir hafa borist um lækkun höfuðstóls húsnæðislána en í dag er tæpur hálfur mánuður þar til umsóknarfrestur rennur út. Umsækjendur gætu farið að sjá lækkun afborgana lána í október eða nóvember. Umfangsmesta aðgerð sem ríkisstjórnin hefur gripið til eru aðgerðir til lækkunar höfuðstóls húsnæðisskulda, en áætlað er að á næstu þremur árum leggi ríkissjóður til 80 milljarða króna í þeim tilgangi. Frestur til að sækja um lækkun höfuðstóls rennur út hinn 1. september eða eftir hálfan mánuð. Tryggvi Þór Herbertsson er verkefnisstjóri skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar. „Um höfuðstólsleiðréttinguna eru rétt um 52 þúsund umsóknir. Þar að baki standa í kringum 80 þúsund kennitölur. Þetta misræmi stafar að því að um hverja umsókn geta verið fleiri en einn umsækjandi, t.d. hjón og sambýlisfólk,“ segir Tryggvi Þór. Tæplega 17 þúsund manns hafi sótt um að nota séreignarsparnað til niðurfærslu lána, en fólk geti sótt um þessa aðgerð hvenær sem er á næstu þremur árum, en sparnaðurinn nýtist til lækkunar höfuðstóls lána frá þeim mánuði sem sótt er um. Tryggvi segir ómögulegt að átta sig á heildarupphæðinni á bakvið umsóknirnar um niðurgreiðslu höfuðstóls lána. „Við gerðum ráð fyrir að það yrði sirka 92 prósent þátttaka af þeim sem gætu sótt um. Við erum ekki komin þangað en við erum einhvers staðar í sjötíu og eitthvað eða áttatíu prósentum. En það eiga eftir að hellast inn umsóknir fram að mánaðarmótum, eigum við von á,“ segir Tryggvi Þór. Enn er gert ráð fyrir að hámarks leiðréttingin geti orðið fjórar milljónir króna og mun það ekki breytast þótt umsóknir færu yfir þá heildarfjárveitingu sem stjórnvöld ætla í aðgerðina að sögn Tryggva. Þegar umsóknarferlinu lýkur hefjast útreikningar og síðan tekur við tími þar sem fólk þarf að samþykkja niðurstöðuna og eftir það fara aðgerðirnar að virka með lækkun greiðslubyrði lána. „Við skulum segja það að í seinni hluta október, nóvember á þetta að fara að skýrast mjög mikið,“ segir Tryggvi Þór.Þannig að ef allt gengur að óskum gæti fólk farið að sjá lægri greiðslur strax í nóvember?„Já, við getum sagt að flestir ættu að fara að sjá lægri greiðslubyrði núna í nóvember, desember eitthvað svoleiðis,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson. Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Fimmtíu og tvö þúsund umsóknir hafa borist um lækkun höfuðstóls húsnæðislána en í dag er tæpur hálfur mánuður þar til umsóknarfrestur rennur út. Umsækjendur gætu farið að sjá lækkun afborgana lána í október eða nóvember. Umfangsmesta aðgerð sem ríkisstjórnin hefur gripið til eru aðgerðir til lækkunar höfuðstóls húsnæðisskulda, en áætlað er að á næstu þremur árum leggi ríkissjóður til 80 milljarða króna í þeim tilgangi. Frestur til að sækja um lækkun höfuðstóls rennur út hinn 1. september eða eftir hálfan mánuð. Tryggvi Þór Herbertsson er verkefnisstjóri skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar. „Um höfuðstólsleiðréttinguna eru rétt um 52 þúsund umsóknir. Þar að baki standa í kringum 80 þúsund kennitölur. Þetta misræmi stafar að því að um hverja umsókn geta verið fleiri en einn umsækjandi, t.d. hjón og sambýlisfólk,“ segir Tryggvi Þór. Tæplega 17 þúsund manns hafi sótt um að nota séreignarsparnað til niðurfærslu lána, en fólk geti sótt um þessa aðgerð hvenær sem er á næstu þremur árum, en sparnaðurinn nýtist til lækkunar höfuðstóls lána frá þeim mánuði sem sótt er um. Tryggvi segir ómögulegt að átta sig á heildarupphæðinni á bakvið umsóknirnar um niðurgreiðslu höfuðstóls lána. „Við gerðum ráð fyrir að það yrði sirka 92 prósent þátttaka af þeim sem gætu sótt um. Við erum ekki komin þangað en við erum einhvers staðar í sjötíu og eitthvað eða áttatíu prósentum. En það eiga eftir að hellast inn umsóknir fram að mánaðarmótum, eigum við von á,“ segir Tryggvi Þór. Enn er gert ráð fyrir að hámarks leiðréttingin geti orðið fjórar milljónir króna og mun það ekki breytast þótt umsóknir færu yfir þá heildarfjárveitingu sem stjórnvöld ætla í aðgerðina að sögn Tryggva. Þegar umsóknarferlinu lýkur hefjast útreikningar og síðan tekur við tími þar sem fólk þarf að samþykkja niðurstöðuna og eftir það fara aðgerðirnar að virka með lækkun greiðslubyrði lána. „Við skulum segja það að í seinni hluta október, nóvember á þetta að fara að skýrast mjög mikið,“ segir Tryggvi Þór.Þannig að ef allt gengur að óskum gæti fólk farið að sjá lægri greiðslur strax í nóvember?„Já, við getum sagt að flestir ættu að fara að sjá lægri greiðslubyrði núna í nóvember, desember eitthvað svoleiðis,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson.
Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira