Íþróttir í skjóli landráns og mannréttindabrota Sema Erla Serdar skrifar 29. október 2014 09:46 Íslenska landsliðið í handknattleik tekur í dag á móti því ísraelska í undankeppni EM 2016. Ísraelska landsliðið er mætt hingað til lands sem fulltrúar ríkis sem þekkt er fyrir grimmilegar árásir sínar á saklausa borgara Palestínu, fyrir aðskilnaðarstefnu, hernám og rán á palestínsku landi. Það er óviðeigandi sem og óhugnanlegt að ríki sem kemur fram af svo mikilli grimmd gagnvart annarri þjóð skuli fá að senda fulltrúa sína á íþróttakappleiki hingað til lands. Ísrael er eitt af örfáum ríkjum í heiminum sem hefur herskyldu jafnt fyrir karla og konur og er herskylda í Ísrael þrjú ár fyrir karlmenn og tvö ár fyrir konur. Því er verið að taka á móti tilvonandi og fyrrverandi hermönnum í her sem ítrekað stundar mannréttindarbrot og ofbeldi á Palestínumönnum og hefur að mati mannréttindarsamtaka framið stríðsglæpi í nýafstaðinni árás sinni á Gaza. Í 52 daga stórsókn Ísraela á Gaza á þessu ári létu um 2100 manns lífið, flestir óbreyttir borgarar og þar af meira en 500 börn. Ísraelsmenn láta þó ekki staðar numið þar en stuttu eftir að árásum þeirra á Gaza lauk kynntu ísraelsk stjórnvöld áætlun sína um byggingu nýrrar landtökubyggðar í Austur-Jerúsalem, á landi sem tilheyrir Palestínumönnum. Í fyrradag tilkynnti svo ísraelska ríkisstjórnin að 1000 nýjar íbúðir verði byggðar fyrir ísraelska landræningja í hverfum Palestínumanna í Austur-Jerúsalem. Í dag býr meira en hálf milljón Ísraelsmanna á palestínskum svæðum sem heyra undir hernumið land, en það er land sem Ísraelar hafa stolið af Palestínumönnum og ísraelskir landnemar hafa ólöglega sest að á. Flestir búa þeir á Vesturbakkanum, eða um 300.000 þeirra, sem dreifast á fleiri en hundrað landnemabyggðir. Flestar þessar landnemabyggðir eru byggðar á svæðum þar sem Ísraelsmenn hafa beitt hervaldi og ofbeldi til þess að gera landið upptækt. Þrátt fyrir það flytjast Ísraelar ekki einungis búferlum á stolin landsvæði, heldur starfa stærstu og helstu fyrirtæki Ísraelsmanna á hernumdum svæðum og njóta þannig ákveðinna forréttinda á kostnað Palestínumanna. Sem dæmi má nefna ísraelska fyrirtækið SodaStream, sem flestir Íslendingar ættu að þekkja, en frá árinu 1996 hefur SodaStream verið með stærstu verksmiðjuna sína í Mishor Adomim landnemabyggðinni á Vesturbakkanum. Í 49. grein Fjórða Genfarsáttmálans er skýrt tekið fram að bannað sé fyrir þegna hernámsveldis að setjast að á herteknum svæðum. Í 46. grein Haag sáttmálans er skýrt tekið fram að ólöglegt er að framkvæma eignaupptöku á landi og öðrum hlutum í einkaaeign á hernumdum svæðum. Í ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 465 er talað um að flutningur Ísraelsmanna á eigin þegnum til hernámsvæðanna sé alvarleg hrindrun í samningaviðræðum um frið og er krafist þess að Ísraelsmenn flytji til baka. Það er beinlínis andstætt íþróttaandanum að bjóða ísraelskt landslið velkomið til Íslands, á sama tíma og komið er í veg fyrir að palestínskir íþróttamenn geti stundað íþróttir eða leikið fyrir land sitt og þjóð. Hernám Ísraelshers í Palestínu og skerðing á ferðafrelsi íbúa herteknu svæðanna, sem og árásir á íþróttafólk, fangelsanir og eyðilegging á íþróttamannvirkjum, kemur í veg fyrir að palestínsk landslið og íþróttamenn geti keppt í sínu heimalandi og í fjölmörgum tilvikum á erlendum vettvangi. Dugar þar að líta til palestínska karlalandsliðsins í knattspyrnu, en liðsmenn þess hafa verið fangelsaðir og neitað um ferðaheimildir. Þá harmar hreyfingin BDS Ísland - sniðganga fyrir Palestínu þá staðreynd að verið sé að bjóða hingað til lands ísraelska landsliðinu á meðan þarlend stjórnvöld þverbrjóta alþjóðalög og mannréttindasáttmála, sem bæði Ísrael og Ísland eiga aðild að, sem og samþykktir Sameinuðu þjóðanna, með áratuga löngu hernámi og landráni í Palestínu. Ekkert ríki í heiminum hefur brotið fleiri samþykktir Sameinuðu þjóðanna en Ísrael, og ekkert bendir til þess að þeir hafi hug á að stöðva slíkt, samanber nýjar landtökubyggðir í Austur-Jersúalem. Með því að bjóða ísraelska landsliðið velkomið hingað til lands er Ísland og íslenska íþróttahreyfingin því miður í samstarfi við ríki sem ítrekað fremur mannréttindabrot og stríðsglæpi. Ísraelskar íþróttahreyfingar taka beinan þátt í að viðhalda, verja eða hvítþvo kúgun Ísraela á Palestínumönnum á sama tíma og Ísrael reynir gagngert að fegra ímynd sína á alþjóðavísu í gegnum slíkt samstarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik tekur í dag á móti því ísraelska í undankeppni EM 2016. Ísraelska landsliðið er mætt hingað til lands sem fulltrúar ríkis sem þekkt er fyrir grimmilegar árásir sínar á saklausa borgara Palestínu, fyrir aðskilnaðarstefnu, hernám og rán á palestínsku landi. Það er óviðeigandi sem og óhugnanlegt að ríki sem kemur fram af svo mikilli grimmd gagnvart annarri þjóð skuli fá að senda fulltrúa sína á íþróttakappleiki hingað til lands. Ísrael er eitt af örfáum ríkjum í heiminum sem hefur herskyldu jafnt fyrir karla og konur og er herskylda í Ísrael þrjú ár fyrir karlmenn og tvö ár fyrir konur. Því er verið að taka á móti tilvonandi og fyrrverandi hermönnum í her sem ítrekað stundar mannréttindarbrot og ofbeldi á Palestínumönnum og hefur að mati mannréttindarsamtaka framið stríðsglæpi í nýafstaðinni árás sinni á Gaza. Í 52 daga stórsókn Ísraela á Gaza á þessu ári létu um 2100 manns lífið, flestir óbreyttir borgarar og þar af meira en 500 börn. Ísraelsmenn láta þó ekki staðar numið þar en stuttu eftir að árásum þeirra á Gaza lauk kynntu ísraelsk stjórnvöld áætlun sína um byggingu nýrrar landtökubyggðar í Austur-Jerúsalem, á landi sem tilheyrir Palestínumönnum. Í fyrradag tilkynnti svo ísraelska ríkisstjórnin að 1000 nýjar íbúðir verði byggðar fyrir ísraelska landræningja í hverfum Palestínumanna í Austur-Jerúsalem. Í dag býr meira en hálf milljón Ísraelsmanna á palestínskum svæðum sem heyra undir hernumið land, en það er land sem Ísraelar hafa stolið af Palestínumönnum og ísraelskir landnemar hafa ólöglega sest að á. Flestir búa þeir á Vesturbakkanum, eða um 300.000 þeirra, sem dreifast á fleiri en hundrað landnemabyggðir. Flestar þessar landnemabyggðir eru byggðar á svæðum þar sem Ísraelsmenn hafa beitt hervaldi og ofbeldi til þess að gera landið upptækt. Þrátt fyrir það flytjast Ísraelar ekki einungis búferlum á stolin landsvæði, heldur starfa stærstu og helstu fyrirtæki Ísraelsmanna á hernumdum svæðum og njóta þannig ákveðinna forréttinda á kostnað Palestínumanna. Sem dæmi má nefna ísraelska fyrirtækið SodaStream, sem flestir Íslendingar ættu að þekkja, en frá árinu 1996 hefur SodaStream verið með stærstu verksmiðjuna sína í Mishor Adomim landnemabyggðinni á Vesturbakkanum. Í 49. grein Fjórða Genfarsáttmálans er skýrt tekið fram að bannað sé fyrir þegna hernámsveldis að setjast að á herteknum svæðum. Í 46. grein Haag sáttmálans er skýrt tekið fram að ólöglegt er að framkvæma eignaupptöku á landi og öðrum hlutum í einkaaeign á hernumdum svæðum. Í ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 465 er talað um að flutningur Ísraelsmanna á eigin þegnum til hernámsvæðanna sé alvarleg hrindrun í samningaviðræðum um frið og er krafist þess að Ísraelsmenn flytji til baka. Það er beinlínis andstætt íþróttaandanum að bjóða ísraelskt landslið velkomið til Íslands, á sama tíma og komið er í veg fyrir að palestínskir íþróttamenn geti stundað íþróttir eða leikið fyrir land sitt og þjóð. Hernám Ísraelshers í Palestínu og skerðing á ferðafrelsi íbúa herteknu svæðanna, sem og árásir á íþróttafólk, fangelsanir og eyðilegging á íþróttamannvirkjum, kemur í veg fyrir að palestínsk landslið og íþróttamenn geti keppt í sínu heimalandi og í fjölmörgum tilvikum á erlendum vettvangi. Dugar þar að líta til palestínska karlalandsliðsins í knattspyrnu, en liðsmenn þess hafa verið fangelsaðir og neitað um ferðaheimildir. Þá harmar hreyfingin BDS Ísland - sniðganga fyrir Palestínu þá staðreynd að verið sé að bjóða hingað til lands ísraelska landsliðinu á meðan þarlend stjórnvöld þverbrjóta alþjóðalög og mannréttindasáttmála, sem bæði Ísrael og Ísland eiga aðild að, sem og samþykktir Sameinuðu þjóðanna, með áratuga löngu hernámi og landráni í Palestínu. Ekkert ríki í heiminum hefur brotið fleiri samþykktir Sameinuðu þjóðanna en Ísrael, og ekkert bendir til þess að þeir hafi hug á að stöðva slíkt, samanber nýjar landtökubyggðir í Austur-Jersúalem. Með því að bjóða ísraelska landsliðið velkomið hingað til lands er Ísland og íslenska íþróttahreyfingin því miður í samstarfi við ríki sem ítrekað fremur mannréttindabrot og stríðsglæpi. Ísraelskar íþróttahreyfingar taka beinan þátt í að viðhalda, verja eða hvítþvo kúgun Ísraela á Palestínumönnum á sama tíma og Ísrael reynir gagngert að fegra ímynd sína á alþjóðavísu í gegnum slíkt samstarf.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar