Miðaldra hippar í Ameríkuævintýri Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 14. mars 2014 10:00 Hjónin á fjallsbrún ofan við Pasadena með útsýni yfir Los Angeles. Prestarnir og hjónin Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson seldu hús sitt og bíla síðastliðið sumar og fluttu vestur til Pasadena í Kaliforníu. Það vekur athygli þegar fólk eins og þau Jóna Hrönn og Bjarni, bæði sóknarprestar, hún í Garðabæ og hann í Laugarneskirkju, rífur sig upp með rótum og heldur á vit ævintýranna. „Við prestar erum svo lánsamir, eins og fleiri starfstéttir, að einu sinni á starfsævinni eigum við kost á níu mánaða námsleyfi,“ segir Jóna Hrönn. „Fyrir nokkrum árum vorum við hjón á ferð í Kaliforníu og þá hétum við því að þegar að okkur kæmi í þessum efnum skyldum við verja tímanum í Suður-Kaliforníu.“ „Hvers vegna að eyða níu námsleyfismánuðum í vondu veðri ef annað er í boði?“ spyr Bjarni.Hjónin rákust að sjálfsögðu á Elvis sjálfan í Nashville á leið sinni um suðurríkin.Keyrt yfir Bandaríkin Þau hjónin lögðu í hann í lok ágúst í fyrra og byrjuðu á því að keyra þvert yfir Bandaríkin. „Við fórum ekki einföldustu leiðina því við flugum til Boston, stóðum þar í þriggja daga basli við að finna traustan bíl á góðu verði og koma á hann númeraplötu. Mörgum Ameríkananum þykir það fáránlegt að fara akandi yfir Bandaríkin en Íslendingurinn veit að það er draumur sérhvers manns,“ segir Jóna Hrönn og hlær. „Við lögðum leið okkar í stórum boga sunnanvert yfir Bandaríkin og það var einkar upplýsandi að aka úr hverju fylkinu í annað, sjá brag mannlífsins breytast ásamt landslagi og gróðurfari, nema hvað Starbucks og McDonalds hefur sama svipinn alla leið. Við náðum ákvörðunarstað mánuði síðar og komum okkur fyrir í námsmannaíbúð hér við Fuller-háskólann í Pasadena.“Nemar á ný Jóna Hrönn er gestanemandi við guðfræðideild Fuller-háskóla þar sem hún sækir einkum tíma í sálgæslu- og fjölskyldumeðferð ásamt list- og helgisiðafræðum. Bjarni er gestur við deildina og vinnur að doktorsritgerð í siðfræði. „Í ritgerðinni skoða ég hvaða þættir í menningu okkar valdi og viðhaldi fátækt og vinn hana undir handleiðslu míns íslenska prófessors við guðfræðideild HÍ, dr. Sólveigar Önnu Bóasdóttur,“ segir Bjarni. Samfélag hlutleysisÞað kostar átak að fara út úr fastmótuðu mynstri og hefja nýtt líf eins og þau Jóna Hrönn og Bjarni gerðu enda tala þau um sjálf sig sem miðaldra hippa. Þeim finnst bandarískur veruleiki vera heillandi vegna þeirrar staðreyndar að það er ekki hægt að alhæfa um hann. „Hér má finna flest það versta og besta í veröldinni og gesturinn skynjar að samtímis því sem fólk temur sér kurteisi við ókunnuga og almennan velvilja þá er hann gjörsamlega á eigin vegum og það horfir enginn á ferðamanninn til þess að vega hann eða meta á nokkurn hátt,“ segir Jóna Hrönn. Bjarni bætir við að í Bandaríkjunum ríki samfélag langþróaðs hlutleysis þar sem kjörorðið er umburðarlyndi og boðorðið er „þú skalt ekki dæma“. „Þetta gerir það að verkum að almenn samskipti ganga vel fyrir sig en ókunnugt fólk tengist ef til vill meira að forminu til en innihaldinu. Jafnvel þótt einhver segi þér frá aðstæðum sínum í strætóskýlinu þá segir hann þér ekki alla sögu sína og fer varlega í að deila skoðunum. Persónuleg gildi eru meira einkamál hér en heima.“Það virðast býsna margir falla niður á milli samfélagsmöskvanna í hinu bandaríska samfélagi,“ segir Jóna Hrönn.Margir strandaðir í tilverunniJóna Hrönn segir að sér hafi brugðið við, komandi frá norrænu landi, að upplifa ástandið sem ríkir á mörgum strætóbekknum þar vestra þar sem fólk hefur komið sér fyrir og er alls ekki að fara neitt af því að það er svo augljóslega strandað í tilverunni. „Mér virðist áberandi margt af þessu fólki vera með ómeðhöndlaða geðsjúkdóma eða líkamlegar fatlanir og það er enginn að gera þeim gott nema einhver líknarsamtök sem hafa ekki getu til annars en að lina sárasta sviðann. Það virðast býsna margir falla niður á milli samfélagsmöskvanna í hinu bandaríska samfélagi.“Flókin ákvörðun og breytingarMiðaldurshipparnir tveir ætla að snúa heim á leið í lok maí og aka þá sem leið liggur yfir miðríkin. „Þar mun vera fagurt landslag og gott mannlíf ekki síður en í suðurhlutanum. Svo þarf að selja bílinn í Boston og koma sér heim til ástvinanna og alls sem skiptir mestu máli. Ég verð komin til starfa í Garðaprestakalli um mitt sumar, er búin að bóka brúðkaup langt fram á haust svo það verða nóg verkefni.“ Hún segir Bjarna vera hippann í sambandinu, en hann ætlar að halda áfram að umvenda lífi sínu. „Ég kem að vísu heim í sumar til þess að þjóna kirkjunni fram á haustið, en ég hef tekið þá flóknu ákvörðun að kveðja embætti sóknarprests í Laugarneskirkju eftir sextán ára þjónustu og einhenda mér í að ljúka doktorsnámi,“ segir hann.Málefni fátækra hugleikin„Laugarneskirkja hefur bara einn prest í þjónustu og ekki hægt að deila byrðum svo ég verð að velja á milli rannsóknarvinnunnar og þjónustunnar við söfnuðinn. Málefni fátækra á Íslandi hafa legið lengi á mér, núna þykist ég hafa í höndum efni sem geti stutt við samfélagsþroska okkar hvað þetta varðar og ég ætla bara að vanda mig.“ Til hliðar við ritgerðarsmíðina ætlar Bjarni að opna ráðgjafarstofu í samvinnu við son þeirra hjóna, Andra, en hann starfar sem sálfræðingur. „Það verður þó ekki annað en hlutastarf hjá okkur feðgum. Hver veit nema ég skreppi líka í makríl til Vestmannaeyja ef þeir vilja fá mig í Vinnslustöðinni,“ segir Bjarni og brosir. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Prestarnir og hjónin Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson seldu hús sitt og bíla síðastliðið sumar og fluttu vestur til Pasadena í Kaliforníu. Það vekur athygli þegar fólk eins og þau Jóna Hrönn og Bjarni, bæði sóknarprestar, hún í Garðabæ og hann í Laugarneskirkju, rífur sig upp með rótum og heldur á vit ævintýranna. „Við prestar erum svo lánsamir, eins og fleiri starfstéttir, að einu sinni á starfsævinni eigum við kost á níu mánaða námsleyfi,“ segir Jóna Hrönn. „Fyrir nokkrum árum vorum við hjón á ferð í Kaliforníu og þá hétum við því að þegar að okkur kæmi í þessum efnum skyldum við verja tímanum í Suður-Kaliforníu.“ „Hvers vegna að eyða níu námsleyfismánuðum í vondu veðri ef annað er í boði?“ spyr Bjarni.Hjónin rákust að sjálfsögðu á Elvis sjálfan í Nashville á leið sinni um suðurríkin.Keyrt yfir Bandaríkin Þau hjónin lögðu í hann í lok ágúst í fyrra og byrjuðu á því að keyra þvert yfir Bandaríkin. „Við fórum ekki einföldustu leiðina því við flugum til Boston, stóðum þar í þriggja daga basli við að finna traustan bíl á góðu verði og koma á hann númeraplötu. Mörgum Ameríkananum þykir það fáránlegt að fara akandi yfir Bandaríkin en Íslendingurinn veit að það er draumur sérhvers manns,“ segir Jóna Hrönn og hlær. „Við lögðum leið okkar í stórum boga sunnanvert yfir Bandaríkin og það var einkar upplýsandi að aka úr hverju fylkinu í annað, sjá brag mannlífsins breytast ásamt landslagi og gróðurfari, nema hvað Starbucks og McDonalds hefur sama svipinn alla leið. Við náðum ákvörðunarstað mánuði síðar og komum okkur fyrir í námsmannaíbúð hér við Fuller-háskólann í Pasadena.“Nemar á ný Jóna Hrönn er gestanemandi við guðfræðideild Fuller-háskóla þar sem hún sækir einkum tíma í sálgæslu- og fjölskyldumeðferð ásamt list- og helgisiðafræðum. Bjarni er gestur við deildina og vinnur að doktorsritgerð í siðfræði. „Í ritgerðinni skoða ég hvaða þættir í menningu okkar valdi og viðhaldi fátækt og vinn hana undir handleiðslu míns íslenska prófessors við guðfræðideild HÍ, dr. Sólveigar Önnu Bóasdóttur,“ segir Bjarni. Samfélag hlutleysisÞað kostar átak að fara út úr fastmótuðu mynstri og hefja nýtt líf eins og þau Jóna Hrönn og Bjarni gerðu enda tala þau um sjálf sig sem miðaldra hippa. Þeim finnst bandarískur veruleiki vera heillandi vegna þeirrar staðreyndar að það er ekki hægt að alhæfa um hann. „Hér má finna flest það versta og besta í veröldinni og gesturinn skynjar að samtímis því sem fólk temur sér kurteisi við ókunnuga og almennan velvilja þá er hann gjörsamlega á eigin vegum og það horfir enginn á ferðamanninn til þess að vega hann eða meta á nokkurn hátt,“ segir Jóna Hrönn. Bjarni bætir við að í Bandaríkjunum ríki samfélag langþróaðs hlutleysis þar sem kjörorðið er umburðarlyndi og boðorðið er „þú skalt ekki dæma“. „Þetta gerir það að verkum að almenn samskipti ganga vel fyrir sig en ókunnugt fólk tengist ef til vill meira að forminu til en innihaldinu. Jafnvel þótt einhver segi þér frá aðstæðum sínum í strætóskýlinu þá segir hann þér ekki alla sögu sína og fer varlega í að deila skoðunum. Persónuleg gildi eru meira einkamál hér en heima.“Það virðast býsna margir falla niður á milli samfélagsmöskvanna í hinu bandaríska samfélagi,“ segir Jóna Hrönn.Margir strandaðir í tilverunniJóna Hrönn segir að sér hafi brugðið við, komandi frá norrænu landi, að upplifa ástandið sem ríkir á mörgum strætóbekknum þar vestra þar sem fólk hefur komið sér fyrir og er alls ekki að fara neitt af því að það er svo augljóslega strandað í tilverunni. „Mér virðist áberandi margt af þessu fólki vera með ómeðhöndlaða geðsjúkdóma eða líkamlegar fatlanir og það er enginn að gera þeim gott nema einhver líknarsamtök sem hafa ekki getu til annars en að lina sárasta sviðann. Það virðast býsna margir falla niður á milli samfélagsmöskvanna í hinu bandaríska samfélagi.“Flókin ákvörðun og breytingarMiðaldurshipparnir tveir ætla að snúa heim á leið í lok maí og aka þá sem leið liggur yfir miðríkin. „Þar mun vera fagurt landslag og gott mannlíf ekki síður en í suðurhlutanum. Svo þarf að selja bílinn í Boston og koma sér heim til ástvinanna og alls sem skiptir mestu máli. Ég verð komin til starfa í Garðaprestakalli um mitt sumar, er búin að bóka brúðkaup langt fram á haust svo það verða nóg verkefni.“ Hún segir Bjarna vera hippann í sambandinu, en hann ætlar að halda áfram að umvenda lífi sínu. „Ég kem að vísu heim í sumar til þess að þjóna kirkjunni fram á haustið, en ég hef tekið þá flóknu ákvörðun að kveðja embætti sóknarprests í Laugarneskirkju eftir sextán ára þjónustu og einhenda mér í að ljúka doktorsnámi,“ segir hann.Málefni fátækra hugleikin„Laugarneskirkja hefur bara einn prest í þjónustu og ekki hægt að deila byrðum svo ég verð að velja á milli rannsóknarvinnunnar og þjónustunnar við söfnuðinn. Málefni fátækra á Íslandi hafa legið lengi á mér, núna þykist ég hafa í höndum efni sem geti stutt við samfélagsþroska okkar hvað þetta varðar og ég ætla bara að vanda mig.“ Til hliðar við ritgerðarsmíðina ætlar Bjarni að opna ráðgjafarstofu í samvinnu við son þeirra hjóna, Andra, en hann starfar sem sálfræðingur. „Það verður þó ekki annað en hlutastarf hjá okkur feðgum. Hver veit nema ég skreppi líka í makríl til Vestmannaeyja ef þeir vilja fá mig í Vinnslustöðinni,“ segir Bjarni og brosir.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira