Leikstýrudraumurinn varð að veruleika Marín Manda skrifar 14. mars 2014 10:00 Tinna Hrafnsdóttir Tinna Hrafnsdóttir hefur verið umkringd leiklist meira og minna allt sitt líf. Nú er hún önnum kafin við að kenna leiklist og að leikstýra sínu fyrsta verki í Tjarnarbíói sem frumsýnt verður í apríl. Það var engin tilviljun að þetta leikverk varð fyrir valinu en það fjallar um málefni sem hún sjálf hefur sára reynslu af, að berjast við barnleysi. „Áhuginn á að leikstýra hefur blundað í mér frá því ég hóf nám í Leiklistarskóla Íslands. Ég ákvað að stíga skrefið til fulls þegar nýlega rak á fjörur mínar leikverk sem fjallar um málefni sem ég þekki vel af eigin raun. Að setja upp þetta leikrit gefur mér tækifæri til að beina athygli fólks að ákveðnum hluta veruleikans sem margir þekkja ekki en er þó aðstæður sem fjölmargir þurfa að glíma við, og mun fleiri en fólk almennt gerir sér grein fyrir,“ segir Tinna Hrafnsdóttir þegar talið berst að nýja leikverkinu Útundan, sem er frumraun hennar í leikstjórastólnum. Hún segir leikverkið hafa fengið sterk viðbrögð og góða dóma í Bretlandi þegar það var frumsýnt þar fyrir um það bil tveimur árum. Tinna fékk til liðs við sig nokkra leikara sem hún heldur upp á og segist afar þakklát fyrir þátttöku þeirra og það traust sem þeir bera til hennar.Var hugfangin af verkinu Leikhópinn Útundan mynda þau Arnmundar Ernst Backman, Benedikt Karl Gröndal, Björn Stefánsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Magnús Guðmundsson, María Heba Þorkelsdóttir og Svandís Dóra Einarsdóttir. „Þau voru tilbúin til að taka þátt í þessari uppsetningu með mér þótt ég hefði nánast ekkert fjármagn milli handanna. Leikverkið höfðaði sterklega til þeirra enda einstaklega vel skrifað. Það hefur því sannarlega verið mjög gaman og lærdómsríkt að leikstýra þessum frábæra hópi og ég bíð spennt eftir frumsýningunni,“ segir hún brosandi. Verkið fjallar um viðkvæmt málefni sem hrjáir mörg pör en sjálf var Tinna og sambýlismaður hennar að kljást við barnleysi í mörg ár. „Sagan snerti mig en í leikritinu er skyggnst inn í líf þriggja para á fertugsaldri sem þrá að eignast barn en tekst það ekki. Þau leita ýmissa leiða til að láta drauminn rætast og standa frammi fyrir margs konar erfiðum spurningum. Þetta er áhrifamikið og nærgöngult leikrit um sársaukann, örvæntinguna og vonina þegar það eðlilegasta og náttúrulegasta af öllu í lífinu er orðið heitasta óskin, fjarlægur draumur, takmark sem kannski mun aldrei nást. Ég er sannfærð um að þetta verk láti engan ósnortinn.“Tinna var tilnefnd til Eddunar fyrir hlutverk sitt í Veðramót sem er kvikmynd eftir Guðnýju Hallsdórsdóttur.Tilveran hættir ekki að vera grátbrosleg „Ég veit að margir eiga eftir að finna sjálfa sig í verkinu. Ekki bara fólk sem hefur þurft að kljást við barnleysi heldur líka fólk sem hefur þurft að mæta hindrunum í lífinu og takast á við mótlæti. Það að þurfa að hafa fyrir hlutum sem aðrir upplifa auðvelda og jafnvel sjálfsagða knýr okkur til að staldra við og hugsa hvað það er sem raunverulega skiptir máli,“ segir Tinna og skellir fram spurningum, hvort það sé vinnan, framinn, peningar eða tækifæri. „Eða er það kannski sú frumþörf mannsins að búa sér til hreiður, stofna fjölskyldu og eignast börn? Ef svo er, hvað er maður tilbúinn til að leggja á sig fyrir það? Getur ástin ein og sér nægt til að varðveita samband fólks ef draumurinn um að eignast barn saman verður ekki að veruleika? Hvernig fer fyrir ástinni frammi fyrir slíkum erfiðleikum og vonbrigðum?“ Tinna talar af reynslu og hefur fyrir löngu svarað þessum spurningum sjálf. Hún þráði að verða móðir og var ekki tilbúin að gefast upp á draumnum. Hún segir að þrátt fyrir að barnleysi geti valdið gífurlegu álagi á líf fólks og haft afdrifaríkar afleiðingar á sambönd þess og líðan þá hætti tilveran ekki að vera fáránleg, grátbrosleg og jafnvel fyndin. Fjölskyldan saman komin.Tabú að ræða um barnleysi Umræðan um barnleysi er ekki opinská hér á landi en Tinna segir að staðreyndin sé sú að í hinum vestræna heimi sé eitt af hverjum sex pörum að kljást við erfiðleika við að geta barn og fari vandamálið vaxandi. „Það er erfitt að fullyrða hvort lífsstíll nútímamannsins sé helsta ástæðan, en til að mynda einkennist líf okkar í dag af gríðarlegri notkun á ýmiss konar gerviefnum sem hjálpa ekki til. Við berum þau á okkur, innbyrðum þau og umgöngumst alla daga. Það sem eldri kynslóðir kölluðu mat köllum við lífrænan mat og sú vara flokkast í dag nánast undir munað. Það er dýrt að velja hollustuna. Markaðshyggjan færir okkur smátt og smátt fjær náttúrunni og það hefur slæm áhrif á eðlilega starfsemi líkamans. Það er kominn tími til að vekja athygli á þessari þróun, sérstaklega þar sem þetta er mjög viðkvæmt mál í lífi fólks og fáir vilja tjá sig um. Hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað. Við eigum að þora að tala um allar hliðar tilverunnar og þá getur máttur listarinnar og leikhússins hjálpað til við að opna umræðuna.” Tinna HrafnsdóttirGaf aldrei upp vonina um að verða móðir „Við sambýlismaður minn háðum sjálf langa baráttu við ófrjósemi. Eftir að hafa reynt að eignast barn í fimm ár með hjálp tæknifrjóvgunar tókst mér loksins að verða ófrísk og nú eigum við tvo yndislega tveggja ára tvíburadrengi sem ég þakka fyrir á hverjum degi. Þessi reynsla kenndi mér margt og setti hlutina í nýtt samhengi. Í baráttu sem þessari er mikilvægast af öllu að halda í vonina. Ég vildi trúa því að þetta myndi takast. Það var eitthvað sem sagði mér það, en um leið nærðist ég á sögum af pörum sem höfðu glímt við langvarandi ófrjósemi og á endanum náð að eignast barn saman. Ég er enn að kljást við ófrjósemi. Ég verð ekki ófrísk á náttúrulegan hátt og hef þurft að læra að lifa með því. Ég þarf að sætta mig við það hlutskipti að þurfa utanaðkomandi hjálp, án þess að upplifa mig óæðri, minnimáttar eða útundan. Ég vona því að saga mín veiti öðrum von sem eru í þessum sporum nú.“Draumur að fá tvö börn í einu Eftir fimm ára bið varð Tinna ófrísk af tvíburum og segir það stórkostlegt hlutskipti að vera tvíburamamma. „Mitt æðsta takmark er að reynast drengjunum okkar góð mamma og mér er það kannski sérstaklega hugleikið þar sem ég þurfti að bíða svo lengi eftir þeim. Þeir eru á góðum leikskóla á vegum Hjallastefnunnar og á meðan þeir eru þar sinni ég leiklistinni. Leikhúsheimurinn er þannig að maður þarf oft að skapa sér verkefni sjálfur, sýna frumkvæði og fá aðra í lið með sér. Sú staða getur falið í sér spennandi áskorun. Mig langar til að halda áfram að skapa, leika meira, leikstýra meira og skrifa meira – og þá ekki bara fyrir skúffuna. En eitt í einu. Allt tekur sinn tíma og hefur sinn tíma. Ég trúi því að flest allt hafi tilgang. Við erum hér til að læra. Sjálf hef ég ákveðið að reyna að nýta mína reynslu til að verða betri manneskja og með listsköpun leggja mitt af mörkum til að sýna að lífið er eins og það er – flókið, erfitt og sársaukafullt en um leið fallegt og stórkostlegt.“Partur af leikhópnum í verkinu Útundan.Meiri leiklist á döfinni Fram undan eru fleiri skemmtileg verkefni. Nýlega fékk Tinna ásamt leikkonunum Elmu Lísu Gunnarsdóttur og Maríu Hebu Þorkelsdóttur, styrk frá menntamálaráðuneytinu til að sviðsetja nýtt leikverk eftir Auði Övu Ólafsdóttur rithöfund. „Það verður sett upp á næsta leikári en hvar og hvenær hefur enn ekki verið ákveðið. Í þeirri sýningu verð ég í hópi leikaranna og hlakka mikið til. Mig grunar þó að leikstjórinn í mér muni halda áfram að reyna að finna leiðir til að láta til sín taka. Ég er líka með ýmis verkefni í bígerð, tengd kvikmyndabransanum, sem munu kannski finna sér farveg seinna ef tími gefst til.“Tvíburarnir heita Starkaður Máni og Jökull Þór. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Tinna Hrafnsdóttir hefur verið umkringd leiklist meira og minna allt sitt líf. Nú er hún önnum kafin við að kenna leiklist og að leikstýra sínu fyrsta verki í Tjarnarbíói sem frumsýnt verður í apríl. Það var engin tilviljun að þetta leikverk varð fyrir valinu en það fjallar um málefni sem hún sjálf hefur sára reynslu af, að berjast við barnleysi. „Áhuginn á að leikstýra hefur blundað í mér frá því ég hóf nám í Leiklistarskóla Íslands. Ég ákvað að stíga skrefið til fulls þegar nýlega rak á fjörur mínar leikverk sem fjallar um málefni sem ég þekki vel af eigin raun. Að setja upp þetta leikrit gefur mér tækifæri til að beina athygli fólks að ákveðnum hluta veruleikans sem margir þekkja ekki en er þó aðstæður sem fjölmargir þurfa að glíma við, og mun fleiri en fólk almennt gerir sér grein fyrir,“ segir Tinna Hrafnsdóttir þegar talið berst að nýja leikverkinu Útundan, sem er frumraun hennar í leikstjórastólnum. Hún segir leikverkið hafa fengið sterk viðbrögð og góða dóma í Bretlandi þegar það var frumsýnt þar fyrir um það bil tveimur árum. Tinna fékk til liðs við sig nokkra leikara sem hún heldur upp á og segist afar þakklát fyrir þátttöku þeirra og það traust sem þeir bera til hennar.Var hugfangin af verkinu Leikhópinn Útundan mynda þau Arnmundar Ernst Backman, Benedikt Karl Gröndal, Björn Stefánsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Magnús Guðmundsson, María Heba Þorkelsdóttir og Svandís Dóra Einarsdóttir. „Þau voru tilbúin til að taka þátt í þessari uppsetningu með mér þótt ég hefði nánast ekkert fjármagn milli handanna. Leikverkið höfðaði sterklega til þeirra enda einstaklega vel skrifað. Það hefur því sannarlega verið mjög gaman og lærdómsríkt að leikstýra þessum frábæra hópi og ég bíð spennt eftir frumsýningunni,“ segir hún brosandi. Verkið fjallar um viðkvæmt málefni sem hrjáir mörg pör en sjálf var Tinna og sambýlismaður hennar að kljást við barnleysi í mörg ár. „Sagan snerti mig en í leikritinu er skyggnst inn í líf þriggja para á fertugsaldri sem þrá að eignast barn en tekst það ekki. Þau leita ýmissa leiða til að láta drauminn rætast og standa frammi fyrir margs konar erfiðum spurningum. Þetta er áhrifamikið og nærgöngult leikrit um sársaukann, örvæntinguna og vonina þegar það eðlilegasta og náttúrulegasta af öllu í lífinu er orðið heitasta óskin, fjarlægur draumur, takmark sem kannski mun aldrei nást. Ég er sannfærð um að þetta verk láti engan ósnortinn.“Tinna var tilnefnd til Eddunar fyrir hlutverk sitt í Veðramót sem er kvikmynd eftir Guðnýju Hallsdórsdóttur.Tilveran hættir ekki að vera grátbrosleg „Ég veit að margir eiga eftir að finna sjálfa sig í verkinu. Ekki bara fólk sem hefur þurft að kljást við barnleysi heldur líka fólk sem hefur þurft að mæta hindrunum í lífinu og takast á við mótlæti. Það að þurfa að hafa fyrir hlutum sem aðrir upplifa auðvelda og jafnvel sjálfsagða knýr okkur til að staldra við og hugsa hvað það er sem raunverulega skiptir máli,“ segir Tinna og skellir fram spurningum, hvort það sé vinnan, framinn, peningar eða tækifæri. „Eða er það kannski sú frumþörf mannsins að búa sér til hreiður, stofna fjölskyldu og eignast börn? Ef svo er, hvað er maður tilbúinn til að leggja á sig fyrir það? Getur ástin ein og sér nægt til að varðveita samband fólks ef draumurinn um að eignast barn saman verður ekki að veruleika? Hvernig fer fyrir ástinni frammi fyrir slíkum erfiðleikum og vonbrigðum?“ Tinna talar af reynslu og hefur fyrir löngu svarað þessum spurningum sjálf. Hún þráði að verða móðir og var ekki tilbúin að gefast upp á draumnum. Hún segir að þrátt fyrir að barnleysi geti valdið gífurlegu álagi á líf fólks og haft afdrifaríkar afleiðingar á sambönd þess og líðan þá hætti tilveran ekki að vera fáránleg, grátbrosleg og jafnvel fyndin. Fjölskyldan saman komin.Tabú að ræða um barnleysi Umræðan um barnleysi er ekki opinská hér á landi en Tinna segir að staðreyndin sé sú að í hinum vestræna heimi sé eitt af hverjum sex pörum að kljást við erfiðleika við að geta barn og fari vandamálið vaxandi. „Það er erfitt að fullyrða hvort lífsstíll nútímamannsins sé helsta ástæðan, en til að mynda einkennist líf okkar í dag af gríðarlegri notkun á ýmiss konar gerviefnum sem hjálpa ekki til. Við berum þau á okkur, innbyrðum þau og umgöngumst alla daga. Það sem eldri kynslóðir kölluðu mat köllum við lífrænan mat og sú vara flokkast í dag nánast undir munað. Það er dýrt að velja hollustuna. Markaðshyggjan færir okkur smátt og smátt fjær náttúrunni og það hefur slæm áhrif á eðlilega starfsemi líkamans. Það er kominn tími til að vekja athygli á þessari þróun, sérstaklega þar sem þetta er mjög viðkvæmt mál í lífi fólks og fáir vilja tjá sig um. Hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað. Við eigum að þora að tala um allar hliðar tilverunnar og þá getur máttur listarinnar og leikhússins hjálpað til við að opna umræðuna.” Tinna HrafnsdóttirGaf aldrei upp vonina um að verða móðir „Við sambýlismaður minn háðum sjálf langa baráttu við ófrjósemi. Eftir að hafa reynt að eignast barn í fimm ár með hjálp tæknifrjóvgunar tókst mér loksins að verða ófrísk og nú eigum við tvo yndislega tveggja ára tvíburadrengi sem ég þakka fyrir á hverjum degi. Þessi reynsla kenndi mér margt og setti hlutina í nýtt samhengi. Í baráttu sem þessari er mikilvægast af öllu að halda í vonina. Ég vildi trúa því að þetta myndi takast. Það var eitthvað sem sagði mér það, en um leið nærðist ég á sögum af pörum sem höfðu glímt við langvarandi ófrjósemi og á endanum náð að eignast barn saman. Ég er enn að kljást við ófrjósemi. Ég verð ekki ófrísk á náttúrulegan hátt og hef þurft að læra að lifa með því. Ég þarf að sætta mig við það hlutskipti að þurfa utanaðkomandi hjálp, án þess að upplifa mig óæðri, minnimáttar eða útundan. Ég vona því að saga mín veiti öðrum von sem eru í þessum sporum nú.“Draumur að fá tvö börn í einu Eftir fimm ára bið varð Tinna ófrísk af tvíburum og segir það stórkostlegt hlutskipti að vera tvíburamamma. „Mitt æðsta takmark er að reynast drengjunum okkar góð mamma og mér er það kannski sérstaklega hugleikið þar sem ég þurfti að bíða svo lengi eftir þeim. Þeir eru á góðum leikskóla á vegum Hjallastefnunnar og á meðan þeir eru þar sinni ég leiklistinni. Leikhúsheimurinn er þannig að maður þarf oft að skapa sér verkefni sjálfur, sýna frumkvæði og fá aðra í lið með sér. Sú staða getur falið í sér spennandi áskorun. Mig langar til að halda áfram að skapa, leika meira, leikstýra meira og skrifa meira – og þá ekki bara fyrir skúffuna. En eitt í einu. Allt tekur sinn tíma og hefur sinn tíma. Ég trúi því að flest allt hafi tilgang. Við erum hér til að læra. Sjálf hef ég ákveðið að reyna að nýta mína reynslu til að verða betri manneskja og með listsköpun leggja mitt af mörkum til að sýna að lífið er eins og það er – flókið, erfitt og sársaukafullt en um leið fallegt og stórkostlegt.“Partur af leikhópnum í verkinu Útundan.Meiri leiklist á döfinni Fram undan eru fleiri skemmtileg verkefni. Nýlega fékk Tinna ásamt leikkonunum Elmu Lísu Gunnarsdóttur og Maríu Hebu Þorkelsdóttur, styrk frá menntamálaráðuneytinu til að sviðsetja nýtt leikverk eftir Auði Övu Ólafsdóttur rithöfund. „Það verður sett upp á næsta leikári en hvar og hvenær hefur enn ekki verið ákveðið. Í þeirri sýningu verð ég í hópi leikaranna og hlakka mikið til. Mig grunar þó að leikstjórinn í mér muni halda áfram að reyna að finna leiðir til að láta til sín taka. Ég er líka með ýmis verkefni í bígerð, tengd kvikmyndabransanum, sem munu kannski finna sér farveg seinna ef tími gefst til.“Tvíburarnir heita Starkaður Máni og Jökull Þór.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira