Viðskipti innlent

Frá Hátækni til IMC Íslands

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Magnús Viðar Skúlason verður í tæknideild IMC Íslands.
Magnús Viðar Skúlason verður í tæknideild IMC Íslands. Mynd/IMC Ísland
Magnús Viðar Skúlason hefur verið ráðinn í tæknideild fjarskiptafyrirtækisins IMC Ísland ehf. frá og með 5. desember síðastliðinn.

IMC Ísland þjónustar Alterna, Hringdu, Símafélagið og Hringiðuna með farsíma en höfuðstöðvar IMC Ísland eru í Borgartúni 31.

IMC Ísland rekur sitt eigið símakerfi og dreifikerfi fyrir landsbyggðina en er að auki með reikisamninga við Vodafone og Símann.

Magnús starfaði áður hjá Hátækni sem vefstjóri og sérfræðingur í Nokia-lausnum en hann hóf störf hjá Hátækni árið 2002.
Í tilkynningu frá IMC Ísland segir að auk áðurnefndrar starfsreynslu hafi Magnús BA-gráðu í ensku frá Háskóla Íslands frá árinu 2004. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×