Kjötið beint til Japan Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. mars 2014 07:00 Í Hafnarfjarðarhöfn. Flutningaskipið Alma frá Nesskipum er á leið til Osaka í Japan með um tvö þúsund tonn af frosinn langreyð frá Hval hf. Fréttablaðið/Daníel Áfangastaður flutningaskipsins Ölmu, sem verið er að lesta með frosnum hvalafurðum í Hafnarfjarðarhöfn er Osaka í Japan. Af því má ráða að Hvalur hf. telji fullreyndar flutningaleiðir þar sem hvalkjötinu er umskipað í Evrópu eða Kanada. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, vakti á því athygli í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál á Alþingi í vikunni, að fyrir dyrum stæði ákvörðun Bandaríkjaforseta um refsiaðgerðir gagnvart Íslandi vegna þess að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnki skilvirkni samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu. Árni Þórður sagði stöðuna alvarlegri en áður þar sem sjávarútvegsráðherra hafi í desember gefið út nýjan fimm ára veiðikvóta á allt að 770 langreyðum. „Til viðbótar hafa borist fréttir þess efnis fullfermt flutningaskip af langreyðarkjöti frá Hval hf., með um tvö þúsund tonn, sé við það að leggja úr höfn í Hafnarfirði.“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, sagði stjórnvöld hafa einbeitt sér að því að koma réttum upplýsingum á framfæri við bandarísk stjórnvöld. „En þetta er áhyggjuefni, ég tek undir það með þingmanninum.“ Gunnar Bragi taldi hins vegar illgerlegt að grípa inn í útflutning Hvals enda sé nýtingarleyfi fyrir hendi. „Ég get ekki séð að við getum gripið inn í það með nokkrum hætti.“ Sigursteinn Másson, fulltrúi dýraverndarsamtakanna IFAW á Íslandi, bendir á að Evrópa hafi í fyrrasumar lokast Hval sem flutningaleið eftir að farmi var snúið til baka frá Hamborg og Rotterdam. Þá séu flutningar með umskipun í Kanada í hnút. „Nú virðist brugðið á það ráð að uppskipa þessu í einingum, ekki í gámum með það fyrir augum að fara alla leið.“ Jafnmikið magn af hvalkjöti segir Sigursteinn hins vegar viðbúið að valdi uppnámi á mörkuðum í Japan þar sem eftirspurn sé lítil eftir því. „Alla vega ef á að selja þetta á skömmum tíma.“ Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Áfangastaður flutningaskipsins Ölmu, sem verið er að lesta með frosnum hvalafurðum í Hafnarfjarðarhöfn er Osaka í Japan. Af því má ráða að Hvalur hf. telji fullreyndar flutningaleiðir þar sem hvalkjötinu er umskipað í Evrópu eða Kanada. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, vakti á því athygli í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál á Alþingi í vikunni, að fyrir dyrum stæði ákvörðun Bandaríkjaforseta um refsiaðgerðir gagnvart Íslandi vegna þess að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnki skilvirkni samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu. Árni Þórður sagði stöðuna alvarlegri en áður þar sem sjávarútvegsráðherra hafi í desember gefið út nýjan fimm ára veiðikvóta á allt að 770 langreyðum. „Til viðbótar hafa borist fréttir þess efnis fullfermt flutningaskip af langreyðarkjöti frá Hval hf., með um tvö þúsund tonn, sé við það að leggja úr höfn í Hafnarfirði.“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, sagði stjórnvöld hafa einbeitt sér að því að koma réttum upplýsingum á framfæri við bandarísk stjórnvöld. „En þetta er áhyggjuefni, ég tek undir það með þingmanninum.“ Gunnar Bragi taldi hins vegar illgerlegt að grípa inn í útflutning Hvals enda sé nýtingarleyfi fyrir hendi. „Ég get ekki séð að við getum gripið inn í það með nokkrum hætti.“ Sigursteinn Másson, fulltrúi dýraverndarsamtakanna IFAW á Íslandi, bendir á að Evrópa hafi í fyrrasumar lokast Hval sem flutningaleið eftir að farmi var snúið til baka frá Hamborg og Rotterdam. Þá séu flutningar með umskipun í Kanada í hnút. „Nú virðist brugðið á það ráð að uppskipa þessu í einingum, ekki í gámum með það fyrir augum að fara alla leið.“ Jafnmikið magn af hvalkjöti segir Sigursteinn hins vegar viðbúið að valdi uppnámi á mörkuðum í Japan þar sem eftirspurn sé lítil eftir því. „Alla vega ef á að selja þetta á skömmum tíma.“
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira