Verkföll fara í bóklestur, leiklist, fiskvinnslu og mikið "tjill“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 22. mars 2014 12:30 Verkfall framhaldsskólakennara sem nú stendur yfir er langt í frá hið fyrsta sinnar tegundar og nokkurn veginn allir Íslendingar eiga sína verkfallssögu að segja. Blaðamaður ræddi við fjóra þjóðþekkta einstaklinga um þeirra verkfall, hvernig tímanum var eytt og hvort það hefði haft einhverjar afleiðingar í för með sér í lífi þeirra.Þorgerður Katrín GunnarsdóttirVísir/DaníelÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra og forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs SA:Hlustaði mikið á diskóÞorgerður var á síðasta ári í Menntaskólanum við Sund árið 1984 þegar verkfall skall á sem stóð yfir í 26 daga. „Á þessum árum lentum við svolítið í ýmiss konar verkföllum. Ég man eftir mjólkurverkfalli þarna stuttu áður. Stúdentsveturinn minn var þetta ár og það var bara þannig að maður fór ekkert í skólann og var bara að tjilla. Ég las mjög mikið og vann upp mikið af bókum sem mig hafði langað að lesa – allt annað en skólabækur. Svo sinnti ég líka hestunum mínum miklu betur en ég hafði gert. Þetta var á diskótímabilinu og ég hlustaði mikið á diskó en mér hefur alltaf þótt gaman að dansa. Maður hlustaði meira á tónlist þarna en áður. Ég hlustaði mikið á Bowie og Bubba og bara svona það sem fólkið í kringum mig var að hlusta á. Þetta var á tíma þar sem bjórinn var ekki kominn, þannig að það voru harðari drykkjuefni í gangi og það voru nokkrir sem bara hættu í náminu og fóru í sukk og svínarí. Það eru nefnilega mjög slæmar hliðar á verkföllum, menn verða að gera allt til að ná saman. Ég var ármaður MS þarna, formaður nemendafélagsins, ég man að mér rann svolítið í skap þegar ég flutti útskriftarræðuna, þar skammaði ég kennarana svolítið og sagði að það ætti ekki að nota saklausa nemendur í kjarabaráttu og var örugglega orðin reið út í ráðuneytið líka. Má kannski segja að ég hafi verið reið ung kona og hafi viljað klára hlutina og hætta þessari dellu. Þetta var ekki vinsælt og það voru einhverjir kennarar sem gengu út – sem er alveg skiljanlegt.“Þorsteinn Guðmundsson grínisti og sonur hans Hlynur Þorsteinsson nemi.Vísir/DaníelÞorsteinn Guðmundsson, leikari og grínisti:Ætlaði í lögfræði ef leiklistin misheppnaðistÞorsteinn var á lokaári sínu í Menntaskólanum í Reykjavík árið 1987 en verkfallið það ár stóð í hálfan mánuð. „Verkfallið er mér mjög minnisstætt. Þetta var búið að vera næstum árlegt dæmi og við vorum orðin dálítið þreytt á þessu en þetta var nokkurn veginn inni í stúdentsprófunum hjá mér. Ég var reyndar ekkert mikið að spá í þetta af því að ég var í inntökuprófum í Leiklistarskólanum á sama tíma. En planið hjá mér var að ef ég kæmist ekki inn í leiklistina þá ætlaði ég í lögfræði í háskólanum. Sem betur fer fyrir þjóðina, þar sem af tvennu illu er örugglega betra að hafa mig í leiklistinni. Á verkfallstímanum var ég að leika í leikriti í Hallgrímskirkju hjá Guðrúnu Ásmundsdóttur um prestinn Kaj Munk, sem var nokkuð vinsæl sýning, og í verkfallinu fórum við með það til Danmerkur. Ég var eiginlega í öllu nema að hugsa um námið, þetta hentaði mér ágætlega. En þar fyrir utan voru þessi verkföll orðin ansi þreytandi. Ég rétt skreið síðan yfir mörkin á stúdentsprófinu, komst inn í Leiklistarskólann, afþakkaði lögfræðina og fór til útlanda að leika með Guðrúnu Ásmunds, Arnari Jónssyni og fleirum. Það má segja að þetta hafi verið tímamótavor hjá mér. Það vill svo skemmtilega til að ég var að útskrifast úr MR þetta verkfallsvor og núna er sonur minn, Hlynur Þorsteinsson, að útskrifast úr Fjölbraut í Ármúla. Hann er ekkert þjakaður af áhyggjum en þetta gæti haft áhrif ef þetta dregst á langinn. Það væri mjög óheppilegt þar sem hann stefnir á háskólann í haust og þetta gæti líka haft áhrif á sumarvinnuna.“Ilmur KristjánsdóttirVísir/ValliIlmur Kristjánsdóttir, leikkona og frambjóðandiÍslendingar verða að hafa unnið í fiski Ilmur var í Menntaskólanum við Hamrahlíð á fyrsta ári vorið 1995 þegar verkfall hófst sem stóð í um sex vikur. „Við biðum svona eitthvað eftir því að þetta myndi leysast en svo stefndi ekkert í það og við ákváðum, ég og vinkona mín Æsa Guðrún Bjarnadóttir, að fara í heimsreisu: „Fjalar og Galar skoðar heiminn.“ En það var síðan ákveðið að Fjalar og Galar myndu frekar fara að vinna í fiski í Grundarfirði. Við fengum vinnu í frystihúsinu í Grundarfirði og bjuggum þar í verbúð. Þetta var svona meira nútímaleg verbúð þar sem við bjuggum í raðhúsi en með okkur bjó pólsk kona, maður frá Suður-Afríku og önnur stelpa frá Þorlákshöfn. Við vorum að verka úthafskarfa, pilla rækju, ormahreinsa og pakka og maður náttúrulega lærði inn á þetta frystihúsadót allt saman sem var mjög gaman og ég er mjög þakklát fyrir þessa reynslu. Þetta er eitthvað sem manni fannst maður þurfa að hafa gert sem Íslendingur – að vinna í fiski – og ég kláraði það þarna þessa önn, gat hakað í það hólf. Verkfallið leystist þarna um vorið en við ákváðum að vera þarna áfram og vorum út sumarið. Fórum svo aftur í MH næsta haust. Þetta markaði alveg spor, maður missti þarna út heila önn og var auðvitað lengur í náminu fyrir vikið. En okkur fannst þetta bara mjög spennandi, við vorum á fyrsta ári í menntaskóla, bara 16 ára, og það var bara ævintýri að „þurfa“ að fara að heiman og vinna í fiski. Ég á engar slæmar minningar frá þessum tíma.“Sólmundur Hólm SólmundarsonVísir/StefánSólmundur Hólm,útvarpsmaður, grínisti og viðskiptafræðingurMálabrautargemlingur sem vissi ekkert hvað hann ætlaði að gera Sólmundur var í Menntaskólanum við Sund árið 2000 þegar framhaldsskólakennarar voru átta vikur í verkfalli. „Ég var náttúrulega bara mjög spenntur og vongóður um að það yrði af verkfallinu. Vonaðist til þess að samningar myndu ekki nást í tæka tíð, þetta var eitt af fáum skiptum sem maður fylgdist með fréttum á þessum tíma og sem betur fer tókst það ekki. Ég var sem sagt vongóður um að fá frí og þess vegna á ég bágt með að skilja hversu skynsamir krakkar eru orðnir í dag – maður sá þetta fyrir sér sem paradís. Ég var búinn að lenda í verkfalli í grunnskóla og vissi hvað þetta yrði skemmtilegt. Svo kom að þessu og þetta stóðst allar væntingar. Maður náttúrulega svaf bara endalaust. Á þessum tíma voru engar skyldur hjá manni, ég var nýorðinn sautján ára, bara pjakkur, sem þurfti ekki að hugsa um nokkurn skapaðan hlut. Engin ábyrgð, ég bjó einn með móður minni, það voru engar kröfur um innkomu, þurfti ekki að skaffa fyrir einn eða neinn og ekkert sem beið manns nema geggjað tjill. Ég var að vinna sem dyravörður í Regnboganum á þessum tíma og vinur minn, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, kom á hverju kvöldi. Hvorugur okkar var í fastri vinnu, en flestir vina okkar ösnuðust í einhverjar vinnur, þannig að við gátum ræktað vináttu okkar bara tveir. Það var mikið um andvökunætur og gleði, einhver böll og þetta styrkti vináttu okkar Þorvaldar mikið. Það er ekki oft sem maður hefur tíma til að eyða svona miklum tíma með vinum sínum á þessum árum og við Þorvaldur höfum meira að segja síðan farið tveir saman í rómantíska ferð til Parísar. Ég var með þá speki á þessum tíma að allt yfir fimm í einkunn væri tímasóun. Verkfallið féll mjög vel inn í þennan hugsunarhátt. Ég hafði ekki miklar áhyggjur af náminu, kennararnir urðu að bjarga því. Þetta hafði engin áhrif á mig, það var kannski annað fyrir krakka sem stefndu til dæmis á læknisfræði, en fyrir svona málabrautargemling eins og mig, sem vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera, þá var þetta bara snilld. Verandi orðinn faðir í dag þá dáist ég að þankagangi unga fólksins og vona að synir mínir verði vonsviknir ef það kemur verkfall hjá þeim.“ Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Fleiri fréttir Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Sjá meira
Verkfall framhaldsskólakennara sem nú stendur yfir er langt í frá hið fyrsta sinnar tegundar og nokkurn veginn allir Íslendingar eiga sína verkfallssögu að segja. Blaðamaður ræddi við fjóra þjóðþekkta einstaklinga um þeirra verkfall, hvernig tímanum var eytt og hvort það hefði haft einhverjar afleiðingar í för með sér í lífi þeirra.Þorgerður Katrín GunnarsdóttirVísir/DaníelÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra og forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs SA:Hlustaði mikið á diskóÞorgerður var á síðasta ári í Menntaskólanum við Sund árið 1984 þegar verkfall skall á sem stóð yfir í 26 daga. „Á þessum árum lentum við svolítið í ýmiss konar verkföllum. Ég man eftir mjólkurverkfalli þarna stuttu áður. Stúdentsveturinn minn var þetta ár og það var bara þannig að maður fór ekkert í skólann og var bara að tjilla. Ég las mjög mikið og vann upp mikið af bókum sem mig hafði langað að lesa – allt annað en skólabækur. Svo sinnti ég líka hestunum mínum miklu betur en ég hafði gert. Þetta var á diskótímabilinu og ég hlustaði mikið á diskó en mér hefur alltaf þótt gaman að dansa. Maður hlustaði meira á tónlist þarna en áður. Ég hlustaði mikið á Bowie og Bubba og bara svona það sem fólkið í kringum mig var að hlusta á. Þetta var á tíma þar sem bjórinn var ekki kominn, þannig að það voru harðari drykkjuefni í gangi og það voru nokkrir sem bara hættu í náminu og fóru í sukk og svínarí. Það eru nefnilega mjög slæmar hliðar á verkföllum, menn verða að gera allt til að ná saman. Ég var ármaður MS þarna, formaður nemendafélagsins, ég man að mér rann svolítið í skap þegar ég flutti útskriftarræðuna, þar skammaði ég kennarana svolítið og sagði að það ætti ekki að nota saklausa nemendur í kjarabaráttu og var örugglega orðin reið út í ráðuneytið líka. Má kannski segja að ég hafi verið reið ung kona og hafi viljað klára hlutina og hætta þessari dellu. Þetta var ekki vinsælt og það voru einhverjir kennarar sem gengu út – sem er alveg skiljanlegt.“Þorsteinn Guðmundsson grínisti og sonur hans Hlynur Þorsteinsson nemi.Vísir/DaníelÞorsteinn Guðmundsson, leikari og grínisti:Ætlaði í lögfræði ef leiklistin misheppnaðistÞorsteinn var á lokaári sínu í Menntaskólanum í Reykjavík árið 1987 en verkfallið það ár stóð í hálfan mánuð. „Verkfallið er mér mjög minnisstætt. Þetta var búið að vera næstum árlegt dæmi og við vorum orðin dálítið þreytt á þessu en þetta var nokkurn veginn inni í stúdentsprófunum hjá mér. Ég var reyndar ekkert mikið að spá í þetta af því að ég var í inntökuprófum í Leiklistarskólanum á sama tíma. En planið hjá mér var að ef ég kæmist ekki inn í leiklistina þá ætlaði ég í lögfræði í háskólanum. Sem betur fer fyrir þjóðina, þar sem af tvennu illu er örugglega betra að hafa mig í leiklistinni. Á verkfallstímanum var ég að leika í leikriti í Hallgrímskirkju hjá Guðrúnu Ásmundsdóttur um prestinn Kaj Munk, sem var nokkuð vinsæl sýning, og í verkfallinu fórum við með það til Danmerkur. Ég var eiginlega í öllu nema að hugsa um námið, þetta hentaði mér ágætlega. En þar fyrir utan voru þessi verkföll orðin ansi þreytandi. Ég rétt skreið síðan yfir mörkin á stúdentsprófinu, komst inn í Leiklistarskólann, afþakkaði lögfræðina og fór til útlanda að leika með Guðrúnu Ásmunds, Arnari Jónssyni og fleirum. Það má segja að þetta hafi verið tímamótavor hjá mér. Það vill svo skemmtilega til að ég var að útskrifast úr MR þetta verkfallsvor og núna er sonur minn, Hlynur Þorsteinsson, að útskrifast úr Fjölbraut í Ármúla. Hann er ekkert þjakaður af áhyggjum en þetta gæti haft áhrif ef þetta dregst á langinn. Það væri mjög óheppilegt þar sem hann stefnir á háskólann í haust og þetta gæti líka haft áhrif á sumarvinnuna.“Ilmur KristjánsdóttirVísir/ValliIlmur Kristjánsdóttir, leikkona og frambjóðandiÍslendingar verða að hafa unnið í fiski Ilmur var í Menntaskólanum við Hamrahlíð á fyrsta ári vorið 1995 þegar verkfall hófst sem stóð í um sex vikur. „Við biðum svona eitthvað eftir því að þetta myndi leysast en svo stefndi ekkert í það og við ákváðum, ég og vinkona mín Æsa Guðrún Bjarnadóttir, að fara í heimsreisu: „Fjalar og Galar skoðar heiminn.“ En það var síðan ákveðið að Fjalar og Galar myndu frekar fara að vinna í fiski í Grundarfirði. Við fengum vinnu í frystihúsinu í Grundarfirði og bjuggum þar í verbúð. Þetta var svona meira nútímaleg verbúð þar sem við bjuggum í raðhúsi en með okkur bjó pólsk kona, maður frá Suður-Afríku og önnur stelpa frá Þorlákshöfn. Við vorum að verka úthafskarfa, pilla rækju, ormahreinsa og pakka og maður náttúrulega lærði inn á þetta frystihúsadót allt saman sem var mjög gaman og ég er mjög þakklát fyrir þessa reynslu. Þetta er eitthvað sem manni fannst maður þurfa að hafa gert sem Íslendingur – að vinna í fiski – og ég kláraði það þarna þessa önn, gat hakað í það hólf. Verkfallið leystist þarna um vorið en við ákváðum að vera þarna áfram og vorum út sumarið. Fórum svo aftur í MH næsta haust. Þetta markaði alveg spor, maður missti þarna út heila önn og var auðvitað lengur í náminu fyrir vikið. En okkur fannst þetta bara mjög spennandi, við vorum á fyrsta ári í menntaskóla, bara 16 ára, og það var bara ævintýri að „þurfa“ að fara að heiman og vinna í fiski. Ég á engar slæmar minningar frá þessum tíma.“Sólmundur Hólm SólmundarsonVísir/StefánSólmundur Hólm,útvarpsmaður, grínisti og viðskiptafræðingurMálabrautargemlingur sem vissi ekkert hvað hann ætlaði að gera Sólmundur var í Menntaskólanum við Sund árið 2000 þegar framhaldsskólakennarar voru átta vikur í verkfalli. „Ég var náttúrulega bara mjög spenntur og vongóður um að það yrði af verkfallinu. Vonaðist til þess að samningar myndu ekki nást í tæka tíð, þetta var eitt af fáum skiptum sem maður fylgdist með fréttum á þessum tíma og sem betur fer tókst það ekki. Ég var sem sagt vongóður um að fá frí og þess vegna á ég bágt með að skilja hversu skynsamir krakkar eru orðnir í dag – maður sá þetta fyrir sér sem paradís. Ég var búinn að lenda í verkfalli í grunnskóla og vissi hvað þetta yrði skemmtilegt. Svo kom að þessu og þetta stóðst allar væntingar. Maður náttúrulega svaf bara endalaust. Á þessum tíma voru engar skyldur hjá manni, ég var nýorðinn sautján ára, bara pjakkur, sem þurfti ekki að hugsa um nokkurn skapaðan hlut. Engin ábyrgð, ég bjó einn með móður minni, það voru engar kröfur um innkomu, þurfti ekki að skaffa fyrir einn eða neinn og ekkert sem beið manns nema geggjað tjill. Ég var að vinna sem dyravörður í Regnboganum á þessum tíma og vinur minn, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, kom á hverju kvöldi. Hvorugur okkar var í fastri vinnu, en flestir vina okkar ösnuðust í einhverjar vinnur, þannig að við gátum ræktað vináttu okkar bara tveir. Það var mikið um andvökunætur og gleði, einhver böll og þetta styrkti vináttu okkar Þorvaldar mikið. Það er ekki oft sem maður hefur tíma til að eyða svona miklum tíma með vinum sínum á þessum árum og við Þorvaldur höfum meira að segja síðan farið tveir saman í rómantíska ferð til Parísar. Ég var með þá speki á þessum tíma að allt yfir fimm í einkunn væri tímasóun. Verkfallið féll mjög vel inn í þennan hugsunarhátt. Ég hafði ekki miklar áhyggjur af náminu, kennararnir urðu að bjarga því. Þetta hafði engin áhrif á mig, það var kannski annað fyrir krakka sem stefndu til dæmis á læknisfræði, en fyrir svona málabrautargemling eins og mig, sem vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera, þá var þetta bara snilld. Verandi orðinn faðir í dag þá dáist ég að þankagangi unga fólksins og vona að synir mínir verði vonsviknir ef það kemur verkfall hjá þeim.“
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Fleiri fréttir Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Sjá meira