Michel Rocard, fyrrum forsætisráðherra í Frakklandi og sendiherra gagnvart heimskautasvæðunum, tekur þátt í öðru þingi Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, sem stendur frá 31. október til 2. nóvember 2014.
Á allsherjarfundi undir forsæti Frakka, sunnudaginn 1. nóvember, kynnir hann helstu atriði í stefnu franskra stjórnvalda í málefnum heimskautasvæðanna. Stefnan verður lögð formlega fram með opinberri útgáfu á leiðarkorti stjórnvalda um norðurskautsmál.
Rocard mun hitta að máli forseta Íslands, utanríkisráðherra og aðra forystumenn sem sitja þingið.
Sérstök áhersla verður lögð á umhverfismál, einkum þau sem falla undir næstu ráðstefnu aðila að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (COP 21) sem verður haldin 30. nóvember til 11. desember 2015 í Parc du Bourget í París.
Rocard fer fyrir frönsku sendinefndinni sem einnig er skipuð Laurent Mayet, aðstoðarsendiherra gagnvart heimskautasvæðunum, og ennfremur vísindamönnum með sérþekkingu á málefnum heimskautanna og fulltrúum frá frönskum iðnaði.